Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum?“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar bend­ir á að verð­bólga hafi mik­il og nei­kvæð áhrif á stöðu heim­il­anna í land­inu sem sjái lán­in sín stökk­breyt­ast með ófyr­ir­séð­um af­leið­ing­um. Verð­bólga sé einnig slæm fyr­ir rík­is­sjóð sem eyði hátt í 100 millj­örð­um í vexti.

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum?“
Þingmaður Viðreisnar Guðbrandur spyr hvort hagvöxtur hér á landi sé sjálfbær. Mynd: Bára Huld Beck

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum? Af hverju er ég að greiða þrefalt hærri vexti en vinur minn í Svíþjóð? Af hverju er svona dýrt að lifa á Íslandi?“

Þannig hóf þingmaðurinn Guðbrandur Einarsson ræðu sína undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hann sagði að þessa dagana væri verið að reyna að blekkja Íslendinga með því að segja að þeir séu í svo góðri stöðu af því að hér á landi sé svo mikill hagvöxtur. „En er þessi hagvöxtur sjálfbær? Hagvöxtur sem drifinn er áfram af viðskiptahalla er sjaldnast af hinu góða. Við erum þessa dagana að upplifa mikla verðbólgu, þá mestu á öldinni, og ein af ástæðum verðbólgunnar er þessi viðskiptahalli. Það hefur þau áhrif að krónan gefur eftir. Þá verða innfluttar vörur dýrari sem bætir við þá verðbólgu sem fyrir er.“ 

Ísland á toppnum þegar horft er til vaxtakostnaðar

Benti þingmaðurinn á að sú verðbólga sem Íslendingar glíma nú við hefði að mestu leyti orðið til vegna tilbúinnar spennu hér innan lands, til dæmis á húsnæðismarkaði. Það kynni þó að breytast með fallandi gengi krónunnar. 

„Þessi verðbólga hefur mikil og neikvæð áhrif á stöðu heimilanna í landinu sem sjá lánin sín stökkbreytast með ófyrirséðum afleiðingum en verðbólga er líka vond fyrir ríkissjóð sem eyðir hátt í 100 milljörðum í vexti. Ísland er á toppnum þegar horft er til vaxtakostnaðar sem hlutfalls af landsframleiðslu. Við greiðum til dæmis hærri vexti en Grikkland. Það er sá kostnaður sem við þurfum að greiða fyrir það eitt að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Verðbólga í öðrum evrulöndum er nú komin í 8,5 prósent, eftir að hún fór hæst í 10,6 prósent, en hér er verðbólga enn að aukast, er nú aftur komin í 9,9 prósent og ekki útlit fyrir að hún sé að lækka,“ sagði hann. 

„Hversu lengi ætlum við að vera Bjartur í Sumarhúsum?“ spurði Guðbrandur að lokum. 

Segir eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi einnig efnahagsmál í ræðu sinni undir sama lið. Hún fjallaði um opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar með seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra sem haldinn var í gær. 

„Þar sem rædd voru áhrif verðbólgu og vaxta á heimili og fyrirtæki í landinu. Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir alvarlega stöðu þá hafa skuldir heimila og fyrirtækja ekki aukist. Ekki eru nein merki um að vanskil séu að aukast. Mikil spenna er í hagkerfinu og til að slá á þá þenslu hefur Seðlabankinn fá önnur úrræði en að hækka vexti,“ sagði hún. 

Þingmaður SjálfstæðisflokksinsGuðrún segir að staðan sem nú er uppi í kjaradeilum sé mikil vonbrigði.

Telur Guðrún að brýnasta verkefni allra í dag sé að ná niður verðbólgunni, „þeim forna fjanda“. „Til að það megi takast er brýnt að ljúka kjarasamningum á vinnumarkaði. Nú er svo komið að búið er að ljúka samningum við um 80 prósent almenna markaðarins. Þeir samningar sem gerðir voru í desember voru allir samþykktir með miklum meiri hluta. Það tókst að ljúka samningum við sjómenn, stétt sem hafði verið samningslaus í nokkur ár. Því er það þyngra en tárum taki að hér sé eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag og valda ómældum efnahagsskaða,“ sagði hún. 

„Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja.“

„Talað er um að um helgina geti skapast hér almannavarnaástand, þar sem hundruð ferðamanna munu verða á götunni. Búið er að virkja neyðarnúmer fyrir ferðamenn. Álit á Íslandi sem áfangastað ferðamanna mun bíða hnekki. Ég er ekki viss um að fólk sem hafði pantað sér ferð til að eyða hér jafnvel hveitibrauðsdögum sínum hafi séð fyrir að það þyrfti hugsanlega að gista í fjöldahjálparstöð.

Staðan sem nú er uppi er mikil vonbrigði. Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja. Þá var staðan þannig að við vorum föst í spíral ósjálfbærra launahækkana sem brunnu upp með gengisfellingum og verðbólgu,“ sagði hún. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Eru arðgreiðslumenn að ganga af göflunum. Hafa þeir alveg gleymt uppruna sínum, tapað þræðinum frá pabba, afa eða langafa? Veðja á að flestir eigi rætur að rekja til verkamanna, sjómanna eða bænda, sem sagt til hinna vinnandi stétta. Nú standa þeir og berja á því fólki sem þeim bæri að vernda, þeir komust ekki í álnir af sjálfu sér.
    2
  • HHH
    Hólmgeir Helgi Hákonarson skrifaði
    Það verða væntanlega S.A. vinir íserfingjans sem lama samfélagið ef fram fer sem horfir
    2
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Ógurlegt að þingmaður segi eitt stéttarfélag ábyrgt fyrir því að lama íslenskt samfélag. Reyndar þingmaður úrelts hugsunarháttar og gildismats Sjálfstæðisflokks varðandi lífsafkomu hins almenna borgara, en þingmaður samt, kosin til að verja lýðræði og lífsafkomu landans. Hún vill ekki sjá að ofurríkidæmi hinna fáu kúgar og heldur niðri, stjórnar því hvort hér verði neyðst til að veita mótspyrnu og fara í verkföll. Verkbannið hótaða myndi hafa talsvert meira eyðileggjandi samfélagsleg áhrif heldur en verkföll. Þetta hefur komið fram með óyggjandi hætti og Sjálfstæðismenn í verkalýðsstétt ættu að sjá þetta þótt þingmaðurinn geri það ekki. Eymingjans þingmaðurinn.
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er orðið of seint að gera eitthvað, það er búið að eyðileggja þetta þjóðfélag.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
3
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
4
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
7
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
9
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár