Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.

Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
Kæran snerist um Arnarlax Kæran sem atvinnuveg-og nýsköpunarráðuneytið sendi til lögreglunnar og héraðssaksóknara snerist um það að Jóhann Guðmundsson, þáverandi skrifstofustjóri fiskeldis, hefði verið að ganga erinda Arnarlax þegar hann lét fresta gildistöku nýrra laga um fiskeldi í júní 2019. Kvíar Arnarlax í Arnarfirði sjást hér með Bíldudal í baksýn.

Skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, var talinn hafa gengið erinda laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal þegar hann lét fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi í einn mánuð um sumarið 2019. Þetta er það sem ráðuneytið kærði Jóhann til lögreglu fyrir  árið 2020. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. 

Í kærunni til lögreglunnar, sem síðar áframsendi málið til embættis héraðssaksóknara, er rætt um annað mál sem varðaði reglugerð um laxeldi þar sem Jóhann var grunaður um að hafa gengið erinda Arnarlax. Fyrrverandi samstarfsmaður Jóhanns í ráðuneytinu var á þessum tíma starfandi hjá Arnarlaxi. 

Héraðssaksóknari lét málið svo niður falla þar sem ekki þótti sannað að Jóhann hefði misnotað aðstöðu sína. 

Í svari frá matvælaráðuneytinu, sem áður hét atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í svari við spurningu Heimildarinnar kemur fram að ekki sé hægt að afhenda kæruna: „Ráðuneytinu er ekki heimilt að veita aðgang að erindinu [...]

„Enda ljóst að umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér að umsóknarferli um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi yrði umfangsmeira, kostnaðarsamara og tímafrekara“
Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi

„Grafið undan tiltrú almennings

Í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi á Íslandi er rakið af hverju þessi afskipti Jóhanns Guðmundssonar af gildistöku laganna skiptu máli. Þar segir meðal annars að nýju lögin um fiskeldi hafi verið strangari en þau eldri. „Mikil verðmæti eru fólgin í leyfunum enda um takmarkaða auðlind að ræða. Það kapphlaup sem vísað var til í greinargerð þess lagafrumvarps sem varð að lögum nr. 101/2019 var í raun þegar hafið og þegar ljóst var hvaða breytingar væru í vændum, sbr. niðurstöður starfshóps ráðherra í ágúst 2017, varð hvatinn til að afla rekstrar- og starfsleyfis á tilteknu svæði enn sterkari. Enda ljóst að umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér að umsóknarferli um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi yrði umfangsmeira, kostnaðarsamara og tímafrekara en samkvæmt eldri ákvæðum laganna.

Lögin sem Jóhann lét fresta birtingu á voru samþykkt á Alþingi þann 20. júní árið 2019 og hefðu átt að vera birt í Stjórnartíðindum sem fyrst eftir það. Afskipti Jóhanns af birtingu laganna leiddu hins vegar til þess að lögin voru ekki birt í Stjórnartíðindum fyrr en þann 19. júlí. Degi áður, þann 18. júlí, skilaði Arnarlax inn frummatsskýrslu sinni um laxeldisáform sín. 

Ríkisendurskoðun telur þetta mál Jóhanns vera það „alvarlegt“, eins og stofnunin orðar það, að hún fjallar um það í niðurstöðukafla sínum í skýrslunni. Þar segir hún að með afskiptunum af lagasetningu hafi verið „grafið undan tiltrú almennings“ á íslenskri stjórnsýslu. „Þegar umræddar breytingar voru lögfestar með breytingu á fiskeldislöggjöfinni, sbr. lög 101/2019, var grafið undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda þegar birtingu og þar með gildistöku laganna var slegið á frest af hálfu starfsmanns þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Ásýndin var sú að tiltekin fyrirtæki hefðu fengið óeðlilegt svigrúm til að uppfylla bráðabirgðaákvæði laganna og þar með tryggt að umsóknir þeirra um rekstrarleyfi þyrftu ekki að sæta málsmeðferð í samræmi við ný ákvæði laganna.“

Aldrei svaraðJóhann Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri laxeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, hefur aldrei svarað beiðnum um viðtal vegna málsins.

Ekki vísað beint til kærunnar í skýrslunni 

Fjallað er um kæruna frá ráðuneytinu út af máli Jóhanns Guðmundssonar í  skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni kemur fram að mál Jóhanns hafi verið sent til lögreglunnar og síðar héraðssaksóknara. Hins vegar er ekki fjallað um það af hverju eða fyrir hvern Jóhann lét fresta birtingu nýju laganna um fiskeldi og ekki er vísað beint í kæru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrslunni. Þar af leiðandi kemur ekki fram á hvaða forsendum Jóhann var talinn hafa brotið af sér í starfi. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um kæruna vegna máls Jóhanns Guðmundssonar: „Í október 2020 beindi ráðuneytið erindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að meta hvort skilyrði væru til að taka umræddar embættisfærslur til rannsóknar með vísan til XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Málið var framsent til héraðssaksóknara sem hóf rannsókn þess í júní 2021. Í september 2022 tilkynnti embættið matvælaráðuneyti að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að þáverandi starfsmaður hefði ásett sér að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til nokkurs sem hallaði réttindum einstakra manna eða hins opinbera. Ásetningur af þeim toga væri nauðsynlegt skilyrði refsiábyrgðar ...“

Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, greindi fyrst frá máli Jóhanns Guðmundssonar árið 2020. Þá reyndi blaðið ítrekað að ná tali af honum til að spyrja hann að því hvað honum hafði gengið til. Jóhann gaf hins vegar aldrei færi á viðtali um afskipti sín af lagasetningunni. 

Jóhann höfðaði mál gegn ríkinu

Eftir að upp komst um inngrip Jóhanns við birtingu laganna var hann sendur í leyfi frá störfum. Honum var síðar sagt upp störfum í skipulagsbreytingum í ráðuneytinu. 

Í kjölfarið á þessu höfðaði Jóhann skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. Hann tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021, en embætti ríkislögmanns tók til varna fyrir hönd íslenska ríkisins. Jóhann áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Landsréttar í fyrra þar sem málið er komið á dagskrá. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AK
    Anna Kjartansdóttir skrifaði
    Ingi Freyr skrifaði 2020: "Eftir stendur að svo virðist vera sem hvaða millistjórnandi í ráðuneyti sem er virðist geta hlutast til um birtingu laga í Stjórnartíðindum á hvaða forsendum sem er án þess að það kalli á athugun eða rannsókn á því hvað viðkomandi gekk til og á hvaða forsendum." Hefur Heimildin aflað upplýsinga um það hversu oft þetta kemur eða hefur komið fyrir? Þá í hinum ýmsu skrifstofum/ráðuneytum? Er hugsanlegt að þessi (ó)siður teljist eðlileg afgreiðsla? Hefð? Það er með öðrum orðum afar ólíklegt að hér sé um einsdæmi að ræða. Kannski tókst ráðherra/ráðuneyti þarna sem oftar að bjarga sér fyrir horn. Væri fróðlegt að sjá ykkur fá svar við ofansögðu og síðan að beina athyglinni fremst að því að spillingin og slöpp stjórnsýsla er í boði stjórnmálanna, Alþingis og ráðamanna. Sem svo auðvitað fá á óskiljanlegan hátt brautargengi á kjördegi.
    0
  • PH
    Páll Hermannsson skrifaði
    Er vitað hvaða fjárhagslegt tjón varð af þessum verknaði?
    0
    • Einar Björnsson skrifaði
      https://heimildin.is/grein/12326/thess-vegna-mun-liklega-engin-stofnun-islandi-upplysa-85-milljarda-krona-hagsmunama/
      0
    • AK
      Anna Kjartansdóttir skrifaði
      Erum við kannski að drukkna í aukaatriðunum? Gífurlegir hagsmunir voru augljóslega í veði, EN hverjir hefðu komið inn ef ekki þessir þrír? Hefði það breytt einhverju? Að leyfa þetta eldi við Íslandsstrendur er glæpur. Fókuserum á það!
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Hvers konar samfélag er það sem leyfir að einhver skrifstofustjóri í ráðuneyti geti eftir geðþótta, eða til að gera ,,vini" greiða, ákveðið hvenær lög eru birt í Stjórnartíðindum?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að rétt hafi ver­ið stað­ið að birt­ingu laga um lax­eldi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra tel­ur að ekki hafi ver­ið óeðli­legt hvernig Jó­hann Guð­munds­son hlut­að­ist til um birt­ingu laga í fyrra. Þetta er ann­að mat en hjá ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar. Vanda­mál­ið snýst um að ganga út frá því að starfs­menn hljóti að vinna sam­kvæmt vilja ráð­herra en ekki sam­kvæmt eig­in geð­þótta.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Lea Ypi
8
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu