Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Brimrót Mikið hefur gengið á í kjaraviðræðum undanfarnar vikur. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari hefur staðið í hringiðju þess ats. Mynd: RÚV

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hafði samband við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara fyrir skömmu og upplýstu hann um að talið væri líklegt að ógn steðjaði að öryggi hans. Þetta staðfestir Aðalsteinn í samtali við Heimildina en lagði áherslu á að ekki hafi verið um að ræða upplýsingar um beina hótun gegn honum eða fjölskyldu hans og ekki væri því ástæða fyrir hann að óttast um öryggi sitt eða heimilisfólks síns.

„Greiningardeildin hafði samband við mig og þar var rætt um að ég hugaði að öryggiskerfi á heimili mínu. Ég vil að það komi skýrt fram að ekki var um að ræða viðbragð eða upplýsingar um beina hótun í minn garð eða fjölskyldu minnar. Ég hef ekki ástæðu til að efast um öryggi heimilisins eftir þetta samtal en geri hins vegar eðlilegar ráðstafanir í samræmi við þær leiðbeiningar sem ég fékk,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Heimildina. 

Áður hafði verið greint frá því að búið væri að ráða öryggisvörð til starfa á skrifstofum Ríkissáttasemjara. Það mun hafa verið gert eftir að starfsmenn embættisins urðu fyrir áreiti.

Ekki að ásaka einn eða neinn

Aðalsteinn segist leggja áherslu á að hann sé ekki að ásaka einn eða neinn þeirra sem deiluaðila sem nú takast á í kjaraviðræðum um að eiga aðild eða bera ábyrgð á því að nú skuli hafa verið hert á öryggisráðstöfunum, hjá embættinu og honum persónulega. Harkan í deilunni og orðræðan á samfélagsmiðlum og víðar, hefur þó ekki farið framhjá honum.

„Jú ég hef auðvitað orðið var mjög harða orðræðu sem hefur auðvitað verið óþægileg fyrir mig en ekki síður mína nánustu. Ég held hins vegar að nú sé verkefnið að landa þessum deilum. Það er mitt hlutverk. Hins vegar velti ég því upp hvort við ættum kannski mögulega að setjast aðeins yfir það, þegar þessu verkefni lýkur, að skoða hvort og hvernig umræða þróaðist í tengslum við þessara kjaraviðræður og hvort það sé eitthvað sem við kærum okkur um að verði vaninn.“

Greiningardeildin vill ekki tjá sig

Í samtali við Heimildina sagði Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningardeildar, aðspurður um til hvaða aðgerða embætti ríkislögreglustjóra hefði gripið vegna mats deildarinnar á öryggisógn í garð Aðalsteins að hann vildi ekki tjá sig um málið yfir höfuð. „Við höfum ekki hingað til tjáð okkur um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum, og munum ekki gera það á næstunni.“ Þegar Runólfur var spurður enn frekar um hvers eðlis sú ógn sem talin væri steðja að Aðalsteini væri gaf hann sama svar, að embættið myndi ekki tjá sig frekar um málið.

Morgunblaðið greindi frá því 2. febrúar síðastliðinn að það hefði heimildir fyrir því að öryggisgæsla í húsnæði ríkissáttasemjara hefði verið aukin, og hefði það, eftir því sem næst yrði komist, verið gert eftir að hatursfull ummæli og jafnvel ógnandi hefðu farið að birtast á samfélagsmiðlum. Spurður hvort embætti ríkislögreglustjóra hefði komið að málum við þá auknu öryggisgæslu svaraði Runólfur: „Svarið sem Morgunblaðið fékk frá okkur var að lögregla hefði ekki komið að neinni útfærslu á öryggisráðstöfunum í starfsstöðvum ríkissáttasemjara.“

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er ástæða þess að öryggisgæsla var aukin í húsnæði ríkissáttasemjara upplýsingar þær sem greiningardeildin kynnti Aðalsteini um mögulega ógn við öryggi hans. Embætti ríkislögreglustjóra kemur hins vegar ekki að þeirri auknu gæslu.

Ríkissáttasemjari hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum af hálfu Eflingarfélaga, eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Hefur sú gagnrýni bæði komið fram af hálfu forsvarsmanna Eflingar en einnig af hálfu almennra félaga, og þá á samfélagsmiðlum. Efling hefur þannig farið formlega fram á að Aðalsteinn víki sæti í deilunni. Telur stéttarfélagið að ríkissáttasemjari hafi brotið gegn samráðsskyldu og stjórnsýsluframkvæmd með framlagningu miðlunartillögunnar, að hann dragi taum Samtaka atvinnulífsins í deilunni, að samskipti hans við, og tilmæli til, Eflingar hafi verið misvísandi og að málshöfðun embættisins á hendur Eflingu sé fordæmalaus og framganga hans harkaleg.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Aðabjörn B Sverrissons skrifaði
    Það kom bein hótun um að skaða Sólveigu Önnu en engin greiningardeild vaknaði
    Það var skotið á bíl borgarstjóra en greiningardeildin svaf enn betur
    Það var talað illa um sáttasemjara og greiningardeildin vaknaði upp með andfælum.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Auðvaldið sér vel um sína.
    0
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Greiningar deildin virðast bara að embættismenn séu þess verðugir að hljóta vermd hef ekki orðið var við áhyggjur þeirra vegna þeirrar orðræðu sem hefur verið um Sólveigu Önnu
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
3
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
4
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
5
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
7
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
9
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár