Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eflingarfólk hjá Íslandshótelum samþykkti að fara í verkfall

Fé­lags­menn Efl­ing­ar sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela hafa sam­þykkt að fara í verk­fall. Óvíst er að af verk­fall­inu verði þar sem rík­is­sátta­semj­ari lagði fram miðl­un­ar­til­lögu í kjara­deil­unni.

Eflingarfólk hjá Íslandshótelum samþykkti að fara í verkfall
Samþykkt Mikil ánægja var með niðurstöðuna á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld.

Starfsfólk Íslandshótela á félagssvæði Eflingar hefur samþykkt að fara í verkfall. Atkvæðagreiðslu lauk í kvöld og boðun verkfalls var samþykkt með 124 atkvæðum gegn 58 mótatkvæðum og sjö óskuðu að taka ekki afstöðu. Af þeim sem greiddu atkvæði voru því 65 prósent sem samþykktu boðunina. Samtals kusu 189 af þeim 287 sem voru á kjörskrá og var kjörsókn því 66 prósent.

Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í kvöld segir að stjórnendur Íslandshótela hafi beitt starfsfólk miklum þrýstingi og hótunum um tekjumissi tækju þau afstöðu með verkfalli. „Er það skýrt brot á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Var allt starfsfólk skikkað á sérstaka fundi þar sem stjórnendur ræddu um kjaradeilu Eflingar við SA á villandi og einhliða hátt, og komu hótunum sínum í þá veru óspart á framfæri. Bárust félaginu margar kvartanir frá félagsfólki vegna þessa.“

Þar segir einnig að samninganefnd Eflingar hafi samþykkt frekari verkfallsboðanir á fundi sínum í kvöld og að þær verði auglýstar fyrir hádegi á morgun. Um þær ríkir trúnaður þangað til.

Slitu 10. janúar

Efling sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins 10. janúar síðastliðinn og tilkynnti samhliða að undirbúningur verkfallsaðgerða væri hafinn. Samninganefnd Eflingar samþykkti verkfallsboðun á fundi sínum 22. janúar. Hún tekur til starfsstöðva Íslandshótela á félagssvæði Eflingar, alls sjö hótela. Félagsfólk sem verkfallsboðunin nær til greiddi í kjölfarið atkvæði um hvort það vildi að ráðist yrði í aðgerðirnar eða ekki en um er að ræða starfsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, störfum í eldhúsi, við framleiðslu veitinga, þvott og fleira. 

Atkvæðagreiðslan opnaði á hádegi 24. janúar og lauk klukkan 20 í kvöld. Samkvæmt upplegginu átti ótímabundin vinnustöðvun hefjast á hádegi 7. febrúar næstkomandi ef verkfall yrði samþykkt. Hún mun ná til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum sem starfa á sjö hótelum innan Íslandshótelasamstæðunnar

Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu

Eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hins vegar fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að allir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði eiga að greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur félög innan Starfsgreinasambandsins hafa þegar gert og að samningurinn feli í sér afturvirkar greiðslur frá 1. nóvember.

Þetta tilkynnti ríkissáttasemjari á blaðamannafundi 26. janúar.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur telst miðlunartillaga felld í atkvæðagreiðslu ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæðin eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá.

Atkvæðagreiðslan átti að vera rafræn, hefjast síðastliðinn laugardag og átti að standa yfir þar til síðdegis á morgun, þriðjudag.

Til þess að fella miðlunartillöguna þurfa ríflega fimm þúsund félagsmenn Eflingar að greiða atkvæði gegn henni, en yfir 20 þúsund manns starfa samkvæmt samningum Eflingar á almennum vinnumarkaði. Ef miðlunartillagan er ekki felld, telst kjarasamningur á grundvelli hennar samþykktur.

Neituðu að afhenda félagatalið

Efling hefur hins vegar neitað að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Með því er ríkissáttasemjara ókleift að láta kjósa um miðlunartillögu. Hann hefur leitað til dómstóla til að knýja á um afhendingu félagatalsins. 

Efling lagði í dag fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Krafa Eflingar er að miðlunartillagan verði felld úr gildi, meðal annars vegna skorts á samráði við Eflingu. 

Í tilkynningunni sem send var út í kvöld segir að tveir ráðherrar Vinstri grænna í ríkisstjórn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hafi vitað af miðlunartillögu ríkissáttasemjara áður en hún var kynnt samninganefnd Eflingar. Ráðherrarnir hafi auk þess stigið fram opinberlega til stuðnings við miðlunartillöguna þrátt fyrir háværa gagnrýni allra heildarsamtaka launafólks á hana. „Samninganefnd fagnar hugrekki Eflingarfélaga á Íslandshótelum, sem kusu með sjálfstæðum samnings- og verkfallsrétti sínum þrátt fyrir þvingunartilburði, þrýsting og hótanir frá öllum valdamestu stofnunum íslensks samfélags.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Hansson skrifaði
    0,445% atkvæðisbærra manna hjá eflingu hafnar afturvirkum samningum fyrir hin 99,555% félagsmanna.
    124 segja nei takk fyrir hina27876.
    Þetta kallar Sólveig og sósíalistahirð hennar lýðræði.
    -1
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Glæsilegt. Til hamingju verkafólk.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár