Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja til að ríkið greiði fyrir söfnun á týndum veiðarfærum

Um 94% af öllu rusli á sjáv­ar­botni við strend­ur Ís­lands eru veið­ar­færi. Þrátt fyr­ir þetta mikla magn hafa ís­lensk­ar út­gerð­ir nán­ast aldrei til­kynnt týnd veið­ar­færi eins og þeim ber að gera sam­kvæmt lög­um.

Leggja til að ríkið greiði fyrir söfnun á týndum veiðarfærum

Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins telja að það sé letjandi fyrir sjávarútveginn að tilkynna týnd veiðarfæri í sjó þar sem þeir þurfi að greiða fyrir að sækja þau sé það tilkynnt. Frá því að lög um nytjastofna sjávar frá 1996 voru sett hafa útgerðir aldrei tilkynnt týnd veiðarfæri í landhelgi Íslands. Um 94% af öllu rusli á hafsbotni við strendur landsins eru veiðarfæri. Um er að ræða bráðabirgðatillögur frá starfshópunum.

Telja núverandi kerfi letjandi

Í hugmyndum hópsins kemur fram að núverandi lög hafi letjandi áhrif á að fiskiskip tilkynni týnd veiðarfæri, þar sem þau þurfi að greiða allan kostnað við að þau séu aftur sótt. Í kynningunni kemur fram dæmi frá Noregi þar sem fiskiskip tilkynni, í gegnum snjallsímaforrit, týnd veiðarfæri og að norska ríkið sæki þau svo þeim að kostnaðarlausu. 

„Dæmi frá Noregi þar sem tilkynnt er um töpuð veiðarfæri með appi og svo fara yfirvöld og safna þeim saman í stórum leiðangri. Kostnaðurinn lendir á ríkinu,“ segir í kynningu starfshópanna. 

Mælir því starfshópurinn að norska leiðin verði tekin upp hér á landi. Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshóps um umgengni.

Íslenskur sjávarútvegur nánast aldrei týnt veiðarfærum

Samkvæmt reglugerðum sjávarútvegsráðherra ber fiskiskipum að tilkynna til Landhelgisgæslunnar ef þau týna veiðarfærum í sjóinn. Svo virðist sem íslenskur sjávarútvegur standi sig betur en flestar aðrar þjóðir, því engar tilkynningar um týnd veiðarfæri hafa borist Landhelgisgæslunni frá því að reglugerðir sjávarútvegsráðherra voru samþykktar. Frá árinu 2016 hafa eingöngu tvö tilfelli verið skráð hjá Fiskistofu, en þær tilkynningar komu ekki frá útgerðunum sjálfum, heldur frá eftirlitsmönnum Fiskistofu sem voru um borð í skipunum þegar veiðarfærin týndust.

Týni fiskiskip veiðarfærum, og sækja þau ekki sjálf, skulu þau vera sótt á kostnað útgerðarinnar sem gerir út skipið. Veiðarfæri finnast víða um strendur landsins og hefur meðal annars Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, hefur fundið gífurlegt magn af veiðarfærum í sínu hreinsunarstarfi um strandir landsins. Erfitt er að vita hvaðan lang stærstur hluti þeirra koma, hvort um sé að ræða veiðarfæri af íslenskum skipum eða erlendum, þar sem stærstur hluti veiðarfæranna sem hann finnur er ekki merktur neinni útgerð eða að merkingar hafi dottið af eða afmáðst. Engar reglur eru um gæði merkinga á veiðarfærum. Finnist hins vegar veiðarfæri sem eru merkt ber eiganda veiðarfæranna að greiða fyrir söfnun á þeim. Ný reglugerð var samþykkt af sjávarútvegsráðherra árið 2020, sem gerir útgerðum skylt að merkja veiðarfæri sín á þremur stöðum í stað eins staðar sem gamlar reglugerðir sögðu til um. Er talið að með þeirri breytingu megi rekja veiðarfæri á auðveldari máta sem finnast á ströndum landsins og fjarlægja þau á kostnað þeirrar útgerðar sem er merkt veiðarfærunum. Enn hefur þó ekki verið sett í reglugerð hvernig skal reikna út kostnað við að fjarlægja veiðarfæri, sem eru merkt útgerðum, af ströndum landsins. Mikill kostnaður getur verið að því að flytja þung veiðarfæri af ströndum sem ekki eru nálægt vegum eða byggð og oft þarf sérhæfðan búnað í þau verkefni. Starfshópar ráðuneytisins vilja leggja enn frekari áherslur á merkingar. 

Sjávarútvegurinn borgar ekki Úrvinnslugjald 

Árið 2005 gerðu LÍÚ, nú SFS, og Úrvinnslusjóður sín á milli samning þess efnis að ekkert úrvinnslugjald sé lagt á veiðarfæri. Úrvinnslugjald er lagt á marga vöruflokka, svo sem umbúðir, dekk og bifreiðar. Er þetta úrvinnslugjald svo notað til þess að greiða fyrir úrvinnslu á úrganginum sem endurvinnslufyrirtækja safna og senda áfram í endurvinnslu eða endurnýtingu. Í stað þess að greiða úrvinnslugjaldið á SFS að sjá um söfnun og úrvinnslu á öllum veiðarfærum úr gerviefnum á landinu. Markmið var sett í samninginn um að minnsta kosti 60% af öllum veiðarfærum skulu vera safnað saman og komið í endurvinnslu. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnum hefur þetta markmið ekki nást öll árin.

Mikið af veiðarfærum urðuðMörg þúsund tonn af veiðarfærum hafa verið urðuð hjá Sorpu á Álfsnesi undnafarin ár. Mikið af þessum veiðarfærum eru keyrð langar vegalengdir til þess eins að urða þau. Ekkert í samningi SFS við Úrvinnslusjóð bannar urðun veiðarfæra.

Nýr samningur hjá ráðherra í meira en ár.

Árið 2021 samþykkti stjórn Úrvinnslusjóðs nýjan samning við SFS. Litlar breytingar voru á þeim samningi og frá árinu 2005. Umhverfisstofnun gerði tvær umsagnir um þennan nýja samning og var niðurstaða stofnuninar að hann stæðist ekki lög. Þrátt fyrir þessar umsagnir hefur hann ekki verið endurskoðaður. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar ætlar Guðlaugur Þór Þórðason, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að samþykja samninginn án nokkurra breytinga með tilliti til umsagna Umhverfisstofnunar. 

Þá tóku gildi um áramótin ný lög um framleiðendaábyrgð, sem skilyrða fyrirtæki að standa undir þeim kostnaði sem verður vegna úrvinnslu á vörum sem þeir framleiða, þar hefur sjávarútvegurinn einnig fengið að sleppa út af sínum sérsamningi við ríkið, sem er óuppsegjanlegur nema að brot eigi sér stað. Samningurinn hefur margoft verið brotinn af SFS, þrátt fyrir það hefur samningnum aldrei verið sagt upp af Úrvinnslusjóði, en SFS er með stjórnarmeðlim í stjórn sjóðsins þrátt fyrir að greiða nánast ekkert Úrvinnslugjald til sjóðsins.

Um 94% af öllu rusli á hafsbotni eru veiðarfæri

Frá árinu 2004 hefur Hafrannsóknastofnun kortlagt hafsbotninn við strendur Íslands. Við þessa kortlagningu hafa myndavélar stofnunarinnar þá á sama tíma gripið myndir af gríðarlegu miklu magni af rusli á hafsbotni við strendur landsins. Allt að 94% af öllu rusli sem stofnunin fann voru veiðarfæri frá sjávarútveginum. Langmesta ruslið frá sjávarútveginum mátti finna við Reykjanesskaga. Langstærstur hluti veiðarfæra er úr plasti og getur það tekið mörg hundruð ár fyrir þau að brotna niður. Þegar þau loks byrja að brotna niður myndast örplast sem fiskar og önnur sjávardýr borða, sem endar svo á diskum landsmanna. Nýjustu rannsóknir sýna að mikið magn af plasti má finna í nánast öllum tegundum sjávardýra við stendur Íslands.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þessi lög einsog mörg önnur eru án viðurlaga, það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkistyrkta-einokunar-útgerðin verði svipt veiðileyfi ef lög eru brotin, það væri jákvæð hvatning til að ganga vel um auðlindina. Hinsvegar er fáránlegt að skattgreiðendur séu rukkaðir fyrir úrvinnslu/förgunargjald veiðarfæra ríkistyrktu-einokunar-útgerðanna, þegar stjórnmála-fólkið telur við hæfi á sama tíma að rukka þessa útgerð um smánar-gjald fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum, eiga viðskipti með aflaheimildir almennings, sem og að fá að hafa óslitna-virðiskeðju.
    1
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Fyrir 40 árum setti Hampiðjan í samvinnu við þýska og hollenska aðila upp endurvinnslu á notuðum veiðarfærum. Þar voru net endurunnin í stórum stíl og afurðin var nylon og blý, það má ekki gleyma öllum þeim tonnum af blýi sem liggja á sjávarbotninum og dreifast um lífríkið ásamt örplasti. Hvað varð um þetta framtak?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár