Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sighvatur segir mál Jóns Baldvins snúast um „kynni“ hans af konum

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, skrif­ar varn­ar­grein fyr­ir Jón Bald­vin Hanni­bals­son þar sem hann fer bæði rangt með og set­ur fram sam­særis­kenn­ing­ar. Skeyt­ir hann þar lítt eða ekki um þann fjölda frá­sagna sem fram eru komn­ar um ósæmi­lega hegð­un Jóns Bald­vins og áreiti hans gegn kon­um.

Sighvatur segir mál Jóns Baldvins snúast um „kynni“ hans af konum
Vill að aldraður Jón Baldvin fái frið Sighvatur Björgvinsson skrifar mikla varnarræðu fyrir Jón Baldvin Hannibalsson í Fréttablaðinu í dag.

Í varnargrein fyrir Jón Baldvin Hannibalsson sem Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi flokksbróðir hans, ritar í Fréttablaðið í dag kallar hann þau kynferðislegu samskipti sem Jón Baldvin átti við 15 ára nemanda sinn í Hagaskóla „kynni“ sem hefðu getað leitt til refsiverðs athæfis. Skeytir Sighvatur þar engu um frásagnir stúlkunnar í dagbókum sínum, sem Stundin hefur birt, þar sem kynferðislegu athæfi Jóns Baldvins er meðal annars lýst.

Sighvatur fer mikinn í vörn sinni fyrir Jón Baldvin og er óspar á lofsyrðin um fyrrverandi foringja íslenskra jafnaðarmanna, sem einn síns liðs hafi gerbreytt íslensku skatta, efnahags- og réttarfarslegu umhverfi, auk þess að hafa veitt Eystrasaltsþjóðum „mestan og bestan stuðning allra vestrænna þjóðarleiðtoga“.

Nú sé Jón Baldvin hins vegar orðinn aldraður maður og ætla mætti að ellin fengi að bíða hans, og Bryndísar Schram eiginkonu hans, í friðsæld og ró. Svo sé hins vegar ekki þar sem á Jón Baldvin hafi stöðugt og vaxandi verið bornar ásakanir. „Ásakanir um fjölmörg brot, sem mörg eiga að hafa átt sér stað fyrir meira en hálfri öld.“

Sighvatur fer rangt með

Sighvatur gerir mikið úr því að ekki hafi verið lagðar fram ákærur á hendur Jóni Baldvini en getur þess þó í næstu setningu, eða því sem næst, að jú, ein ákæra hafi verið lögð fram. „Ákæran um, að sá ákærði hefði strokið um bak kvenmanns við matborðið á heimili hins ákærða,“ skrifar Sighvatur. Vísar hann þar til ákæru sem lögð var fram á hendur Jóni Baldvini fyrir að hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega. Sú áreitni sem Carmen hefur lýst, fyrst í Stundinni, fólst þó ekki í bakstrokum. „Þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn,“ sagði Carmen um atvikið. Ákæran er nú til meðferðar hjá Landsdómi, en Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi.

Sighvatur telur að birting Stundarinnar á dagbókarfærslum nemanda Jóns Baldvins, Þóru Hreinsdóttur heitinnar, hafi verið þannig skipulögð að birting hennar hafi miðast við heimkomu Jóns Baldvins til Íslands, vegna réttarhaldanna yfir honum fyrir Landsdómi. Gerir hann því skóna að um einhvers konar samsæri hafi verið að ræða af þeim sökum og skeytir við þá kenningu sína því að fimm dögum síðar birti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, færslu á Facebook þar sem hún lýsti meðal annars því að hún hefði árið 2007 fengið Jón Baldvin til að segja sig frá heiðurssæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar, sökum þess að hún hafði vitneskju um eina af þeim fjölmörgu sögum sem til eru um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins. Sagði Ingibjörg Sólrún Jón Baldvin haga sér eins og „rándýr“ í samskiptum sínum við konur.

Sighvatur fer hörðum orðum um Ingibjörgu en uppistaða greinar hans fer í að lýsa hversu misheppnaður leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna hún hafi reynst og lýsir því hvernig fylgi Samfylkingarinnar hafi hrunið af henni eftir að Ingibjörg Sólrún settist í stól formanns. Sighvatur fer raunar rangt með þær tölur sem hann birtir í grein sinni. Heldur hann því fram að í fyrstu alþingiskosningunum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar hafi Samfylkingin fengið 16,8 prósent atkvæða. Þar skeikar um 10 prósentustig því Samfylkingin fékk  26,8 prósent atkvæða í þeim kosningum.

Þá telur Sighvatur að Ingibjörg Sólrún hafi framið mikla synd með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem gengi gegn sjálfri „meginstefnu jafnaðarmanna“. Vekur það athygli í því ljósi að Sighvatur sat sjálfur á stóli ráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar, á árunum 1991 til 1995. Það var einmitt Jón Baldvin Hannibalsson, þá formaður Alþýðuflokksins, sem myndaði umrædda ríkisstjórn.

Mælist til að aldrað fólk sé látið í friði

Sighvatur lýsir því í niðurlagi greinarinnar að hann sjálfur sé orðinn aldraður maður og það „miskunnarleysi“ sem þeim hjónum, Jóni Baldvini og Bryndísi, sé sýnt valdi honum áhyggjum. Nefnir Sighvatur hvergi þær frásagnir aðrar sem fram hafa komið um óviðurkvæmilega framkomu Jóns Baldvins né færir í letur að Jón Baldvin var kærður fyrir að skrifa klúr bréf til systurdóttur eiginkonu sinnar þegar hún var 17 ára. Jón Baldvin hefur sjálfur játað að þau bréfaskrif hefðu verið „með öllu óviðeigandi og ámælisverð“.

Þá fjallar Sighvatur ekki sérstaklega um fjölmörg dæmi önnur um óviðeigandi háttsemi Jóns Baldvins í garð kvenna og ungra stúlkna, sumra hverra nemenda hans, sem greint hefur verið frá. Þess í stað leggur hann mikla áherslu á að sökum þess hversu fullorðinn maður Jón Baldvinn sé orðinn ætti hann að fá frið frá grímulausum, ítrekuðum og vandlega undirbúnum árásum. Jón Baldvin er 83 ára.

Ásakanir á hendur honum eru þó ekki allar frá fyrri tíð en Stundin greindi frá því að árið 2019, þegar Jón Baldvin stóð á áttræðu, var honum vísað út af veitingahúsi vegna framkomu sinnar við þjónustustúlku þar.

Sighvatur lýkur grein sinni á því að mælast „eindregið til þess við þá þjóð, sem við öll tilheyrum, að hún leyfi öldruðu fólki að njóta síðustu hérvistardaga í friðsemd og ró á ættjörðinni sinni, á heimili sínu og með vinum sínum og vandamönnum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jah hérna! Ljótt ef Sighvatur er ekki lengur samherji Stundarinnar eins og í Núpsperramálinu.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Haltu kjafti Sighvatur og vertu á Teni …taktu JBH með þér!
    Að stinga niður penna fyrir barnanýðing eru endalok þíns trúverðugleika.
    6
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Samþykki þetta, nog er nóg. Sýnum miskunn.
    -5
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Fyndna Skaupið 89 var hápunkturinn á ferli Sighvatar sem grínisti.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Pólitískur ferill JBH kemur þessu máli ekkert við og gefur honum á engan hátt afslátt þegar kemur að hegðun hans gegn konum þar á meðal unglingsstúlkum.
    16
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár