Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Mikilvægast að sýna þolendum mildi

Lovísa Ösp Helga­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið föst í of­beld­is­sam­bandi í rúmt ár og all­an tím­ann ver­ið ást­fang­in af mann­in­um sem beitti hana of­beldi. Djúp­ar til­finn­ing­ar í ástar­sam­bönd­um rugli fólk í rím­inu og sjálf hafi hún ekki vilj­að yf­ir­gefa mann­inn. Hún hvet­ur ást­vini þo­lenda heim­il­isof­beld­is til að sýna þeim mildi.

Mikilvægast að sýna þolendum mildi
Lovísa Ösp segir í þættinum Eigin konur frá því að hún sé á batavegi eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Hún hafi lengi átt erfitt með að trúa því að kærastinn hennar væri ofbeldismaður þó að hann hafi ítrekað lagt á hana hendur því að þegar hann hafi verið í „góðu standi“ hafi hann verið fullkominn.

Lovísa Ösp var í sambandi með manni í eitt ár sem beitti hana ofbeldi nær allan tímann. Hún segir Eddu Falak frá þessu tímabili og því sem hún hefur gengið í gegnum eftir að sambandinu lauk í nýjasta þætti Eigin kvenna. Hann var bara minn klettur þótt þetta hafi verið svona ljótt þá sagði ég honum allt,“ segir Lovísa Ösp þegar hún lýsir því hve flókið það hafi verið að vera ástfangin af manni sem beitti hana ofbeldi.

Lamdi hana með skóLovísa Ösp sendi Eddu Falak nokkrar þeirra mynda sem hún tók eftir að maðurinn beitti hana ofbeldi. Hún gaf Stundinni leyfi til að birta myndirnar.
„Ef hann væri ekki ofbeldismanneskja væri hann fullkominn“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segir að hann hafi oft verið yndislegur“ og þess vegna hafi hún ekki farið eftir að hann lagði á hana hendur í fyrsta sinn en þá voru þau búin að vera saman í einn mánuð.  „Maður heldur alltaf að  hann verði betri og líka, við vorum með svo góð tilfinningaleg tengsl, höfum farið í gegnum margt á ævinni og tengdum bara í gegnum það. [...] Þetta er brotið sjálfstraust, mér finnst hann ógeðslega fallegur og ef hann væri ekki ofbeldismanneskja væri hann fullkominn, við erum með sömu áhugamál, við hlustum bæði á tónlist, hann gerir tónlist og þetta var bara eins og í bók, ævintýrabók einhvern veginn.“

Forðaðist að veita henni áverka á andliti 

Lovísa segir að fyrsti mánuðurinn þeirra saman hafi verið dásamlegur,  einskonar hveitibrauðsdagar en eftir fyrstu árásina hafi ofbeldið stigmagnast.

„Hann sagði aldrei fyrirgefðu, hann bara hlúði að mér þegar þetta var búið,“ segir Lovísa Ösp. Hún segist fljótt hafa áttað sig á að kærastinn hennar fyrrverandi missti stjórn á skapi sínu þegar hann var á  „niðurtúr“ en þau hafi bæði verið í mikilli fíkniefnaneyslu.

Samkvæmt lýsingum Lovísu Aspar virðist maðurinn hafa haft stjórn á gjörðum sínum því hún segir að hann hafi gætt sín á því að áverkarnir sæjust ekki. 

„Þetta var alltaf á höndunum eða fótunum, hann passaði sig með andlitið en ég fékk glóðarauga einu sinni og ég man eftir því, þá var hann að lemja mig og síðan kemur högg á augað á mér og þá bara: Fokk, sorrí. Hann kom með klaka og það var eins og hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera,“ segir Lovísa Ösp og bætir við að hún hafi keypt sér langermaboli til að fela áverkana.

Mætti skilningsleysi 

Lovísa Ösp segir að lýsingar á svokallaðri sjúkri ást eigi mjög vel við um samband þeirra, sérstaklega upphaf þess því það hafi þróast mjög hratt og hann hafi flutt inn til hennar nokkrum dögum eftir að þau kynntust.  „Ég átti ógeðslega erfitt með að trúa að þetta væri að gerast fyrir mig. Við pössuðum svo ógeðslega vel saman, þegar hann er í góðu standi þá er hann fullkominn. Ég hugsa enn til hans og ég sakna hans, ég er ennþá ógeðslega meðvirk.“

Lovísa segist víða hafa mætt skilningsleysi, fólk hafi sagt að hún hefði átt að fara frá honum um leið og hún áttaði sig á að hún var í ofbeldissambandi. En þetta sé ekki svona einfalt. Þú myndir aldrei ef þú myndir fara á fyrsta deit með strák og hann myndi slá þig á fyrsta deiti, þá myndir þú væntanlega aldrei hitta hann aftur. En hann var búinn að byggja upp traust og ég hélt náttúrulega að þetta væri bara lífið skilurðu.“  

„Þetta var alltaf á höndunum eða fótunum hann passaði sig með andlitið“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segist oft hafa hugsað um að fara frá honum á þessu tímabili. Ég átti mjög erfitt. Það var eiginlega hann sem slúttaði þessu, út af því að ég kunni ekki neitt annað, ég elska þann sem ég er með í sambandi, sama hvað.“ 

Hún segir að það hafi ekki verið fyrr en hún fór í meðferð vegna fíknivandans sem hún hafi áttað sig á alvarleika ofbeldsins. Hún segist þá hafa ákveðið að kæra hann til lögreglu til að reyna að koma í veg fyrir að hann beitti fleiri stelpur ofbeldi. Kæruna lagði hún fram í byrjun árs en segist ekkert hafa heyrt frá lögreglu síðan þá. Ég er með svo mikið af gögnum sem benda til að þetta var alvarlegt og ég er náttúrulega með myndir, ég tók ekki alltaf en alveg nóg af myndum.“ 

„Maður verður svo einangraður“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segist vera á batavegi en fyrstu mánuðina hafi hún átt erfitt með að sofa ein og þess vegna hafi hún fengið sér kött. Hún fái enn martraðir og segist ekki enn treysta karlmönnum. „Það er búið að vera frekar erfitt fyrir mig núna seinasta árið að finna einhvern. Mér líður eins og allir séu að nota mig.“

Lovísa segir að mamma sín hafi hjálpað sér með ráðum og dáð. Hún er búin að vera eins og klettur fyrir aftan mig,“ segir hún en bætir við að þegar hún líti til baka eigi hún erfitt með að sætta sig við að sumar vinkonur og vinir hafi snúið við henni baki.  Hún hvetur ástvini þolenda heimilisofbeldis til að reyna að vera til staðar. 

 Ekki loka á hana út af þessu. Út af það gerðist alveg við mig, út af því að þetta var að gerast aftur og aftur og vinir mínir voru orðnir þreyttir og skildu ekki af hverju ég væri ekki búin að fara en þetta er svo miklu meira en að segja það. Þetta eru bara tilfinningarnar, maður er svo fastur og trúir því ekki að þetta muni verða betra en þetta er ekkert líf, að vera barin á þriggja vikna fresti,“ segir Lovísa Ösp og bætir við að það sé mjög mikilvægt að sýna þolendum heimilisofbeldis mildi.  Ég myndi segja að það væri númer eitt, tvö og þrjú af því að þú getur ekki leitt neinn til að gera eitthvað þótt það sé betra fyrir mann. Maður verður svo ógeðslega blindur og þú veist, ég hélt að þetta væri bara lífið en ég myndi segja öðrum konum, ja konum eða körlum, að vera  með mildi, spyrja:  Hvernig hefurðu það, hvernig ertu í dag - bara basic samskipti út af því að maður verður svo einangraður,“ segir Lovísa Ösp Helgadóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár