Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta

Sam­býl­is­mað­ur Martynu Ylfu sleit sam­bandi við hana upp úr þurru og hóf sam­band við aðra konu. Þeg­ar Martyna sagði mann­in­um að hún vildi ekki taka upp sam­band við hann að nýju sig­aði hann lög­regl­unni á heim­ili henn­ar með falskri til­kynn­ingu um ógn­andi skila­boð.

Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta
Hélt hún væri að missa þráðinn Martyna skoðaði símann sinn eftir að lögreglumennirnir greindu henni frá tilkynningu um ógnandi skilaboð því hún hélt að hún væri að missa það. Tilkynningin var markleysa og runnin undan rifjum fyrrverandi kærasta hennar.

Klukkan hálf eitt um nótt vaknaði Martyna Ylfa upp við að barið var á dyrnar hjá henni. Í svefnrofunum fór hún fram og þegar hún opnaði mættu henni fjórir fílefldir lögreglumenn. Þeir upplýstu hana aðspurðir um að borist hefði tilkynning um að hún hefði sent ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð úr síma sínnum. „Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér. Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Sá sem sendi umrædda tilkynningu til lögreglu er að sögn Martynu fyrrverandi kærasti hennar, maður sem hún lýsir í viðtali við Eddu Falak í þættinum Eigin konur að hafi beitt hana andlegu ofbeldi og gaslýsingu í sambandi. Þannig hafi tilkynning hans til lögreglu verið afleiðing af því að hún hafi gert honum grein fyrir því að hún gæti ekki, og vildi ekki, taka aftur upp samband við manninn.

Martyna lýsir í viðtalinu reynslu sinni af sambandinu við manninn sem hún telur að sé með narsisíska persónuleikaröskun. Rétt er að undirstrika hér að slík greining er aðeins á færi fagfólks. Martyna segir að augljóst mynstur hafi verið í hegðun mannsins gagnvart konum, þannig hafi hún fengið staðfest frá öðrum konum sem hann hafi verið í sambandi með að hegðun hans gagnvart þeim hafi verið keimlík því sem hún upplifði.

Sýndi af sér yfirdrifna ástúð í fyrstu

Þegar Martyna hóf samband með manninum var hegðun hans allt öðruvísi en hún hafði átt að venjast í fyrri samböndum. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún hafi tengst manneskju með jafn afgerandi hætti. „Hann var fyrsta manneskjan sem fannst allt sem ég geri flott, allt sem ég klæðist flott, allt sem ég segi, hann dýrkaði mig bara. Ég vissi það ekki á þeim tíma en þetta var bara „love bombing“.“ Slíka hegðun einkennir yfirdrifin ástúð í orðum og gjörðum sem beitt er til að öðlast stjórn eða vald yfir manneskju sem fyrir verður.

Þegar frá leið, eftir að ástarbríminn í upphafi var afstaðinn, breyttist hegðun mannsins hins vegar að sögn Martynu. Hegðunin fór frá því að vera yfirdrifin ástúð yfir í að frá manninum fór að anda köldu til Martynu. „Þegar hann tók eftir að ég væri ekki fullkomin, að ég væri manneskja sem fengi stundum magaverk eða væri stundum í vondu skapi, stundum væri mikið að gera í vinnunni eða ég væri stressuð. Ég er ekki að segja að ég hafi aldrei gert neitt rangt, ég er ekki komin hingað til að segja „aumingja ég“.“

Martyna segir að maðurinn hafi ekki endilega sagt margt við hana, gagnrýnt hana, heldur hafi það verið hegðun hans sem breyttist. Til að mynda hafi hún fengið Covid og verið töluvert mikið veik. „Ég sá á honum hvað honum fannst það pirrandi, að ég væri svona veik, hvað hann var reiður við mig yfir að ég væri veik. Samt var það hann sem smitaði mig.“

Gekk yfir kynferðisleg mörk

Í upphafi sambandsins hafi maðurinn verið mjög styðjandi en þegar Martynu hafi gengið vel, „aðeins of vel“, hafi hann ekki sætt sig við það, segir Martyna. Þannig hafi henni liðið eins og hann hafi haft miklar efasemdir um að hún sækti sér meira nám, því þar með yrði hún menntaðri en hann, og sömuleiðis greindi hún afbrýðisemi hans vegna þess hvernig henni gekk í vinnu. „Ég tók eftir því að hann var ósáttur við mig. Ég sé það núna að hann vildi ýta mér niður, að hann ætti að gera betur en ég.“

„Þegar hann var reiður tók hann það út á mér líkamlega“

Þá hafi Martyna ekki fengið réttar upplýsingar frá manninum um hans daglega líf, hann hafi sagt ýmislegt um nám og störf sem síðar hafi komið í ljós að ekki var fótur fyrir. Þannig hafi hann meðal annars talið henni trú um að hann væri í skóla en í raun hafi hann fallið í skólanum og ekki verið í námi lengur á ákveðnum tíma í sambandinu. Þá hafi hann ekki borgað leigu á meðan þau bjuggu saman í íbúð Martynu. Hann hafi, segir Martyna, talið henni trú um að fyrri kærusta hefði krafist svo mikils af honum peningalega að hún hafi farið í baklás vegna þess og ekki viljað haga sér með þeim hætti. Því hafi hún látið þetta yfir sig ganga. Sömuleiðis hafi maðurinn fundið leiðir til að víkja sér undan því þegar Martyna gagnrýndi hann eða var ósátt við eitthvað í sambandinu. „Ef ég var eitthvað ósátt við hann gerðist alltaf eitthvað svakalegt á sama tíma, mamma hans varð veik eða eitthvað hrundi í sundur. Ég fékk bara samviskubit,“ segir Martyna sem leið því þannig að hún ætti aldrei rétt á að vera ósátt því alltaf var eitthvað meira og verra í gangi í lífi mannsins.

Maðurinn fór þá einnig yfir mörk Martynu kynferðislega að því er hún lýsir. „Hann var stundum mjög agressívur. Þegar hann var reiður tók hann það út á mér líkamlega. Ég held að hann hafi gert það til að sýna mér hvað hann gæti gert, að sýna mér að hann gæti meitt mig ef hann vildi.“

Sleit sambandinu án fyrirvara

Verst fannst Martynu þó framkoma mannsins þegar hann sleit sambandi þeirra. Hún hafði farið til útlanda í þriggja daga skemmtiferð með vinkonu sinni. „Allan tímann meðan ég var úti var hann að senda mér skilaboð, um að hann elski mig, hann sakni mín, geti ekki beðið eftir að sjá mig. Þegar ég lenti hér heima opnaði ég skilaboð frá honum þar sem sagði að hann væri bara farinn.“

Martyna var miður sín enda átti hún alls ekki von á þessari hegðun. „Þetta fór frá því að vera í 100 prósent samband, ekkert rifrildi eða neitt, og svo var hann bara farinn.“ Aldrei komu neinar skýringar á því hvers vegna maðurinn sleit sambandinu að sögn Martynu.

Martyna komst síðar að því að maðurinn hefði verið í sambandi við aðra konu áður en hann sleit sambandinu við hana. Hana grunar að það samband hafi staðið um langa hríð. Þegar það samband rann sitt skeið hafði hann strax samband við Martynu og vildi taka upp samband við hana á ný. Á þeim tíma var Martynu þó ekki orðið ljóst að maðurinn hefði verið í öðru sambandi.

Hélt hún væri að missa þráðinn

Martyna segir að hún hafi gjarnan viljað tala við manninn um það hvað eiginlega hafi gerst, hvers vegna hann hafi slitið sambandi þeirra. Því hafi hún samþykkt að hitta hann sem hafi smám saman leitt til þess að þau hafi tekið upp samband að nýju, með varfærnislegum hætti af hennar hálfu þó.

„Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til“

Sem fyrr segir var Martynu á þessum tíma ekki ljóst að maðurinn hefði verið í sambandi við aðra konu. Þegar henni hafi orðið það ljóst hafi hún gert honum grein fyrir því að hún gæti ekki og vildi ekki halda sambandinu áfram. „Þetta gerist um níu leytið um kvöld. Um nóttina hringir hann síðan í lögregluna. Ég var steinsofandi klukkan hálf eitt um nóttina þegar það banka upp á hjá mér fjórar löggur. Ég opna fyrir þeim og spyr hvað sé eiginlega að gerast. Þeir segja að það hafi borist tilkynning um að ég hafi verið að senda ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð. Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér. Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Martyna vill meina að maðurinn hafi þarna notað gegn sér að hún hafi trúað honum fyrir því að eftir að hann sleit sambandinu við hana hafi Martyna orðið mjög þunglynd, hún hafi þurft að sækja sér aðstoð á geðdeild vegna þess.

Framkoma mannsins hefur því haft slæm áhrif á líðan Martynu. „Ef ég hugsa til baka núna, og hugsa góðar minningar sem ég á, að vita að þetta var allt falskt, að þetta var ekki satt og þetta var ekki hann. Að vita að allan þennan tíma var hann í öðru sambandi, að leika leik. Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár