Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.

Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
Losuðu óhemjumagn af plasti á svæðið Terra losaði óhemjumikið magn af plasti á svæði þar sem fyrirtækið taldi sig hafa heimild til að losa óvirkan úrgang. Raunin var þó sú að engin heimild var til að losa neinn úrgang á svæðinu.

Endurvinnslufyrirtækið Terra segist harma að plastmengaður úrgangur hafi verið losaður á ólögmætum urðunarstað í Bláskógabyggð. Þá segist fyrirtækið ætla senda starfsmenn á vegum fyrirtækisins til þess að hreinsa svæðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Fyrirtækið fékk ábendingu árið 2018 um að plastmengaður úrgangur væri á svæðinu en brást þó ekki við fyrr en nú, fjórum árum seinna. 

Stundin greindi frá því í síðustu viku að mikið magn af plastmenguðum úrgangi væri að finna í landi Spóastaða í Bláskógabyggð. Svæðið er á náttúruminjaskrá hjá Umhverfisstofnun. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hafði ekki leyfi til þess að notast við staðinn til að losa þar úrgang. Engu að síður notaði sveitarfélagið svæðið þó sem losunarstað í yfir 12 ár. Ekkert eftirlit var með staðnum þar sem ekkert starfsleyfi var til staðar. 

PlastúrgangurEndurvinnslufyrirtækið Terra losaði mikið magn af plastmenguðum úrgangi á svæðið.

Ekkert leyfi til staðar

Í tilkynningunni segir Terra að sveitarfélagið Bláskógabyggð hefði bent þeim á að það mætti notast við svæðið til þess að losa óvirkan úrgang, eins og mold, grjót, möl og fleira. Þrátt fyrir að ekkert leyfi hafi legið fyrir hjá heilbrigðiseftirlitinu og að svæðið væri á náttúruminjaskrá, losaði Terra mikið magn af plastmenguðum úrgangi á svæðið.

„Svæðið var hugsað fyrir úrgang frá sveitarfélaginu og fyrirtækjum á svæðinu sem þurftu að afsetja jarðefni og óvirkan úrgang. Í samræmi við það benti sveitarfélagið aðilum á svæðinu að heimilt væri að nota svæðið fyrir slíkt. Terra var einn af mörgum aðilum sem sá um afsetningu óvirks úrgangs á svæðinu. Hlutverk og þjónusta Terra umhverfisþjónustu fólst í því að sækja flokkaðan úrgang hjá viðskiptavininum og losa á Spóastöðum”, segir í tilkynningu fyrirtækisins. 

Skiljum ekkert eftirSlagorð endurvinnslufyrirtækisins Terra

Brugðust ekki við

Terra segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi fengið ábendingu frá sveitarfélaginu Bláskógabyggð, árið 2018, um að plastmengaður úrgangur hefði verið losaður á svæðinu af fyrirtækinu. Bað sveitarfélagið þá um að svæðið yrði hreinsað og sagðist Terra ætla að gera það. Ekkert varð þó úr þeirri hreinsun, þrátt fyrir gefin loforð. 

Valgeir Baldursson, forstjóri Terra, segir í samtali við Stundina ekki geta svarað hvers vegna fyrirtækið brást ekki við ábendingu sveitarfélagsins. Þá gat Valgeir heldur ekki svarað af hverju fyrirtækið losaði plastmengaðan úrgang á svæðið.

Valgeir Baldursson, forstjóri Terra

Hér að neðan má sjá tilkynningu Terra í heild vegna málsins.

Terra harmar að óvirkur úrgangur hafi verið mengaður plasti sem var afsettur á landi Spóastaða. Terra tekur fulla ábyrgð á sínum þætti í þessu máli og mun í fullri samvinnu við Bláskógabyggð hreinsa svæðið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. 

Mál þetta má rekja til þess að Bláskógabyggð gerði samning sem fólst í því að leigja sveitarfélaginu aðstöðu í landi Spóastaða til að afsetja garðaúrgang, jarðefni og óvirkan úrgang á svæðinu í landmótun. 

Svæðið var hugsað fyrir úrgang frá sveitarfélaginu og fyrirtækjum á svæðinu sem þurftu að afsetja jarðefni og óvirkan úrgang. Í samræmi við það benti sveitarfélagið aðilum á svæðinu að heimilt væri að nota svæðið fyrir slíkt. Terra var einn af mörgum aðilum sem sá um afsetningu óvirks úrgangs á svæðinu. Hlutverk og þjónusta Terra umhverfisþjónustu fólst í því að sækja flokkaðan úrgang hjá viðskiptavininum og losa á Spóastöðum. 

Árið 2018 kom fram ábending frá Bláskógabyggð þess efnis að farmur mengaður plasti hefði verið losaður á svæðinu. Sama ár óskaði Bláskógabyggð eftir tillögu hvernig hreinsa mætti plastið úr þeim óvirka úrgangi. Terra lagði til að félagið myndi annast að hreinsa plastið úr jarðveginum og farga með réttum hætti. 

Félaginu þykir leitt að hafa flutt úrgang sem ekki var hreinn á land Spóastaða og að hafa ekki þá þegar árið 2018 hreinsað úrganginn sem kominn var á Spóastaði líkt og félagið ætlaði sér að gera, óháð því hvar ábyrgð á ófullnægjandi flokkun efnis á upprunastað lá. Terra umhverfisþjónusta mun nú hreinsa svæðið og tryggja að sambærilegt mál komi ekki upp aftur enda í engu samræmi við umhverfisstefnu Terra.

 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár