Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Lýstu áhyggjum af lág- og millistétt

Al­menn­ing­ur á vappi í Kringl­unni lýs­ir því hvernig staða sam­fé­lags­legs jöfn­uð­ar blas­ir við hon­um og deil­ir hug­mynd­um sín­um að úr­bót­um.

Finnst þér ójöfnuður áberandi í íslensku samfélagi – og hvernig birtist það? Þessari spurningu var beint að vegfarendum sem valdir voru af handahófi. Flestir sögðu svo vera og tilefni væri til aðgerða. Kallað var eftir hækkunum á lægstu launum, breytingum á skattkerfi og lokunum á skattasmugum. 

Síhverfandi millistéttSólmundur vill sjá millistéttina blómstra en óttast að hún eigi á hættu að hverfa eins og staðan er í dag.

Sólmundur Ósk Hálfdáns, 28 ára, rafvirki segir að ójöfnuður í íslensku samfélagi birtist helst í stéttaskiptingu. „Ójöfnuður er á milli stétta. Millistéttin í landinu er að minnka með hverjum einasta degi.

Sólmundur vill helst grípa til aðgerða til að draga úr stéttaskiptingu. „Í fyrsta lagi mætti hækka lægstu laun til að byrja að byggja aftur upp millistéttina. Eins þyrfti að loka á ákveðnar skattasmugur sem fólk nýtir til að komast undan því að greiða þann pening sem það á að borga, svo ríkið geti stutt við þá sem þurfa mest á því að halda.

Draumurinn er að fá borgaralaun, en þá þyrfti sterkara skattkerfi.“

Sátt með launakvótann.Ragnheiður trúir á þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í innan samfélagsins er varða bætt kynjahlutföll á vinnustöðum.

Ragnheiður Linnet, 23, nemi og starfmaður í Auganu segir að ójöfnuður sé áberandi og birtist aðallega í forréttindum hvítra og ójafnrétti kynjanna. Hún vill að samfélagið haldi áfram að vinna að úrbótum sem nú þegar er verið að innleiða, svo sem kynjakvóta. „Það ætti einnig að skoða og leiðrétta launamismun eftir kynhneigð.“

Ekki samdauna misskiptingunni.„Það þarf að minnka þennan mun.”

Valgeir Guðmundsson, 70 ára, strætóbílstjóri og blikksmiður telur að það sé mikil misskipting í þjóðfélaginu. „Það er til fólk sem hefur nóga peninga og svo er mikið af fólki sem á enga peninga.“

Valgeir segir hægt að fara ýmsar leiðir til úrbóta. „Hækka persónuafsláttinn til dæmis, það myndi muna láglaunafólki miklu. Það þarf að minnka þennan mun.“

Skattfríðindi fyrir láglaunafólk.Halldóra er sátt við lífið en er þó meðvituð um fólk sem er verr statt en hún.

Halldóra Sigmundsdóttir, 82 ára, verkakona hefur yfir engu að kvarta. „Mér finnst lífið nú bara nokkuð gott.“ Halldóra sagði þó að það mætti bæta hlutskipti fátækasta fólksins, til að mynda með skattafríðindum.

Spáir ekki í ójöfnuðValdimar vill ekki dvelja í reiðinni.

Valdimar Tómasson, 51 árs, ljóðskáld segir óþarft að velta sér upp úr því sem ekki er hægt að breyta, en ójöfnuður hafi alltaf fylgt samfélagsskipan manna. „Ójöfnuður er bara svo eðlilegur að maður kippir sér ekkert upp við hann. Ég eyði ekki orku minni í þá reiði.“ Hann viðurkennir þó að hann myndi bregðast öðruvísi við ef hann vissi hvað hægt væri að gera til að draga úr ójöfnuði.

Bætt aðgengiAð starfa með fötluðu fólki hefur vakið upp vitund Bryndísar á því hvað samfélagið gerir almennt litla grein fyrir skjólstæðingum hennar.

Bryndís Steinþórsdóttir, 22 ára, í starfi hjá Reykjadal. „Ég er í starfi hjá Reykjadal og get sagt að ég finn fyrir ójöfnuði gagnvart fötluðu fólki. Samfélagið er byggt fyrir okkur hin en ekki fyrir fatlaða. Það ætti að gera hlutina aðgengilegri fyrir fatlað fólk, til dæmis þá sem nota hjólastóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Danielsson skrifaði
    Úff hvað fólk er grunnt og er lokað í sínum eigin heimi þar sem aðeins hlutir sem snúa að því sjálfu skipta máli.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna yf­ir­vof­andi stríðs í lok árs 2021. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár