Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Kántrí, listgjörningar og kvikmyndafestival

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Kántrí, listgjörningar og kvikmyndafestival

Papaball 

Hvar? Bryggjan, Grindavík
Hvenær? 10. júní
Miðaverð? 3.990 kr.

Veitingahúsið Bryggjan í Grindavík er landsmönnum orðið að góðu kunnugt. Í dag er þar 500 fermetra vetingasalur sem kallast Netagerðin. Nafnið dregur salurinn af því að húsið var upphaflega byggt undir netagerðarstarfsemi 1979 af bræðrunum Kristni og Aðalgeiri Jóhannssonum. Rekin hefur verið veitingastarfsemi í húsinu frá 2009 og með tilkomu nýja Netagerðarsalarins, sem var opnaður 2019, varð til glæsileg aðstaða til tónleikahalds. Bryggjan hefur um árabil verið stór þáttur í sjómannadagskránni í Grindavík á Sjóaranum síkáta og er árið í ár þar engin undantekning. Föstudagskvöldið 10. júní verður haldið Papaball á Bryggjunni. Þar er um að ræða hina sívinsælu hljómsveit Papa en Papar eru þekktir fyrir lög sem tengjast sjómennsku og Grindvíkingum og nágrönnum býðst hér einstakt tækifæri til þess að upplifa sannkallaða sjómannaballsstemningu með Pöpunum í hinum glæsilega Netagerðarsal Bryggjunnar á hafnarbakkanum við Grindavíkurhöfn. „Við hlökkum mikið til að spila í þessum glæsilega sal fyrir Grindvíkinga,“ segir Páll Eyjólfsson, forsprakki Papanna.  

Barbara Hannigan

Barbara Hannigan með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 3. og 4. júní
Miðaverð? 3.900 til 9.500 kr.

Kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan kemur nú í fyrsta sinn til Íslands og er víst að tónleikar þessarar frábæru tónlistarkonu verða stórviðburður í tónlistarlífinu. Barbara Hannigan stjórnar og syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg í Hörpu þann 3. og 4. júní, á opnunarhelgi Listahátíðar í Reykjavík.

Efnisskrá:
Charles Ives The Unanswered Question
Arnold Schönberg Verklärte Nacht (Uppljómuð nótt)
Alban Berg Svíta úr óperunni Lulu
George Gershwin Girl Crazy, svíta (úts. Bill Elliott)

Barbara Hannigan hefur vakið feikilega aðdáun um heim allan undanfarin ár, fyrir stórfenglegan söng en ekki síður fyrir hæfileika sína sem hljómsveitarstjóri. Hún hefur starfað með öllum helstu hljómsveitum heims og hefur frumflutt yfir 85 ný tónverk, meðal annars eftir György Ligeti og Hans Abrahamsen. Þá hefur hún sungið í helstu óperuhúsum heims, meðal annars hið krefjandi titilhlutverk í Lulu eftir Alban Berg.


Dagrún Matthíasdóttir

Formflæði

Hvar? Hof, Akureyri
Hvenær? Opnar 28. maí

Myndlistarkonan Dagrún Matthíasdóttir, sem er búsett á Akureyri og er starfandi listamaður og myndmenntakennari, fékk þann heiður að vera tilnefnd bæjarlistamaður Akureyrar 2021 og er sýningin Formflæði hluti af því starfstímabili.

Listakonan vinnur í ólíka miðla listarinnar og er óhrædd við að fara nýjar leiðir, gera tilraunir með efni og hugmyndir og leyfa leikgleðinni að flæða.

„Við gerð listaverkanna vann ég með þemað form, flæði og einföldun og tókst á við bæði óreiðukennda málun og taktfasta samsetningu forma sem gefa stefið í sýningunni,“ segir Dagrún. „Málverkin eru hvorki háð merkingunni né frásögn heldur túlka þau sitt eigið stef, eru tilraunakennd og skipulögð í senn. Formin raðast saman eftir dyntum listamannsins og er leikur að samsetningu og endurtekningu í frjálsu og litríku flæði þar sem hver og einn getur skapað sinn eigin spuna í túlkun málverkanna. Í grafíkverkunum er það einfaldleikinn sem mótar verkin og eru það sömu formin og sjást í málverkunum. Útsöguð formin sem notuð voru til prentunar fá einnig að njóta sín á sýningunni í formi lágmynda.“


Skjaldborg

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda

Hvar? Skjaldborgarbíó og víðar á Patreksfirði

Hvenær? 3. til 6. júní

Miðaverð? Hátíðarpassi 10.000 kr. Ókeypis á alla dagskrá í Skjaldborgarbíói.

Skjaldborg  hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði dagana 3. til 6. júní. Þrettán myndir verða sýndar á hátíðinni auk þess sem verk í vinnslu verða kynnt. Dagskráin verður fjölbreytt og verða Kvikmyndasafn Íslands og Hversdagssafnið á Ísafirði með sér dagskrárliði, Ari Eldjárn skemmtir gestum og haldinn verður heimamyndadagur þar sem gestir eru hvattir til að koma með filmur og spólur úr geymslunni.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Magnus Gertten en hann hlaut Teddy verðlaunin á Berlinale fyrir heimildamyndina Nelly & Nadine sem verður jafnframt opnunarmynd Skjaldborgar.

Hátíðarpassi veitir aðgang að ljúffengri sjávarréttaveislu, hinu margrómaða plokkfiskboði kvenfélagsins Sifjar, laugardagspartíi, uppistandi Ara Eldjárn, sveitaballi með Celebs, aðgang að sundlauginni og dvöl á tjaldstæðinu meðan á hátíðinni stendur.


Ingunn Fjóla

Ekkert er víst nema að allt breytist

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 28. maí til 2. október 2022
Miðaverð: 2.000 kr. 

Sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar, Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur, til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi. Samhliða þróun á eigin hugmyndakerfi beinir Ingunn nú einnig sjónum sínum að þeim tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfum sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og heiminum í heild. Hvort sem um ræðir algóritma og kóða, eða litið er til pólitískra kerfa, fjármálakerfa, eða persónulegt vafur um internetið er grandskoðað, þá veltir verkið Ekkert er víst nema að allt breytist upp spurningum um hver sé við stjórnvölinn og hver áhrif og forráð einstaklingsins raunverulega séu.

Á sýningunni gætir kunnuglegra stefja frá fyrri verkum sem þó hafa aldrei verið sameinuð áður. Þessi fjölþætta innsetning Ingunnar Fjólu stýrist af mismunandi þáttum, annars vegar innbyggðu kerfi verksins og hins vegar aðkomu áhorfandans og því óljóst hver aflvaki verksins er hverju sinni.

„Þetta er ný innsetning sem tekur yfir allt sýningarrýmið. Í verkinu er ég að setja saman mörg mismunandi kerfi, sem hvert fyrir sig stýrist af mismunandi undirliggjandi reglum. Það eru meðal annars þræðir á hreyfingu og ljós sem breytast stöðugt. Áhorfandinn hefur áhrif á sum þessara kerfa og önnur ekki og því ekki alltaf ljóst hvað stýrir hverju. Það mætti segja að ég sé í vangaveltum um lífið og tilveruna, hvað knýr okkur áfram, hvernig okkur er stýrt af utanaðkomandi þáttum og hverju við stýrum sjálf,“ segir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.


Margrét Blöndal

Day – Liðamót /Ode to Join

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 28. maí til 2. október 2022
Miðaverð: 2.000 kr.

Sýningin Liðamót/Ode to Join samanstendur annars vegar af teikningum gerðum með olíu og litadufti og hins vegar þrívíðum verkum sem Margrét H. Blöndal mun vinna beint inn í rými sýningarsalarins. Heiti sýningarinnar, Liðamót, vísar í þá staðreynd að þar sem þrír eða fleiri liðir koma saman verður til hreyfing. Í verkum Margrétar mótast hreyfingin út frá skilrúmum sem sett verða upp í rýminu, staðsetningu verkanna og innra samhengi þeirra.

Enski hluti titilsins, Ode to Join, er hins vegar óður til tengingar þar sem hver skúlptúr eða teikning verður eins og ein eining í pólífónísku tónverki. Verk Margrétar eru handan orða og búa yfir fegurð og yfirskilvitlegu aðdráttarafli enda hefur innsetningum hennar verið líkt við tónaljóð.

 „Ég nálgast skúlptúra sem teikningar og teikningar sem skúlptúra.  Rænulaus sem árvökul viða ég að mér efni og kóreógrafera verkin inn í rýmið sem ýmist er tvívíður flötur (pappír)  eða sýningarsalurinn. Á þessari sýningu er vísað til marglaga hreyfinga – annars vegar þeirra  sem líða um á innri eða ytri sviðum tilverunnar –  og hins vegar  þess hreyfiafls er myndast þegar ólíkum einingum lýstur saman,“ segir Margrét H. Blöndal.


Stefanía Svavars

Country Hjarta Hafnarfjarðar

Hvar? Bæjarbíó
Hvenær? 9, 10. og 11. júní kl. 20
Miðaverð? 5.990 kr. 

Country Hjarta Hafnarfjarðar mun fara fram í Bæjarbíói, dagana 9., 10. og 11. júní. Hátíðin byggir á grunni tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar sem haldin hefur verið um árabil í Bæjarbíói. Country Hjarta Hafnarfjarðar fer fram með sama sniði þar sem gestir geta notið veitinga í tjöldum á útisvæði áður en haldið er inn í Bæjarbíó á tónleika kvöldsins. Í útitjaldinu þeytir Krummi Björgvins skífum og sér um að búa til réttu kántrístemninguna fyrir gesti frá kl. 21 til 23. Stefanía Svavars er á meðal þeirra sem koma fram fyrsta kvöldið og mun flytja lög frá stjörnum úr heimi sveitatónlistarinnar.

„Ég elska gamaldags kántrí og sögurnar sem eru sagðar í lögunum. Nokkrar af mínum uppáhaldssöngkonum og lagahöfundum eru kántrísöngkonur. Ég mun syngja meðal annars lög eftir Dolly Parton og Lorettu Lynn og hlakka mjög mikið til,“ segir Stefanía.


Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
5
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár