Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler óá­sætt­an­leg en að hann hafi beðist af­sök­un­ar með mjög skýr­um hætti. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata seg­ir um­mæl­in telj­ast áreitni í skiln­ingi laga. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir ljóst að for­dóm­ar grass­eri á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins líka við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja
Telur ekki þörf á meiru Forsætisráðherra segir skipta máli að menn stigi fram og biðjist afsökunar verði þeim á og það hafi innviðaráðherra nú gert með skýrum hætti, Mynd: Davíð Þór

„Við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirður innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Var ekki á orðum Katrínar að heyra að hún teldi þörf á að aðhafast frekar í málinu. 

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata spurði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, út í hin rasísku ummæli sem Sigurður Ingi lét falla í garð Vigdísar síðastliðið fimmtudagskvöld. Vigdís steig fram og lýsti upplifun sinni í færslu á Facebook í hádeginu. Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar á ummælunum á sama vettvangi nú síðdegis, skömmu áður en þingfundur hófst. 

Rasísk og niðrandi ummæli

Halldóra spurði hvernig forsætisráðherra teldi að ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á óviðeigandi ummælum sem ráðherra lét falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummæli sem hafi verið „rasísk, þau voru niðrandi og þau voru særandi,“ sagði Halldóra. Þá sagði hún að þau væru einnig brot á lögum. „Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga,“ sagði Halldóra og spurði forsætisráðherrra hvort hún myndi fara fram á að Sigurður Ingi segði af sér. Katrín sagði að innviðaráðherra hefði nú stigið fram og beðist afsökunar á ummælum sínum og að sú afsökunarbeiðni endurspeglaði afstöðu hans til eigin ummæla. „Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir máli að þeir stigi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem innviðaráðherra hæstvirtur hefur gert og það skiptir máli,“ sagði Katrín á Alþingi.   

„Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti“
Halldóra Mogensen
um ummæli Sigurðar Inga

Halldóra kom þá aftur í ræðustól og sagði að Katrín bæri ekki beina ábyrgð á orðum eða gjörðum ráðherra innan hennar ríkisstjórnar en að sem leiðtogi ríkisstjórninnar bæri hún ábyrgð á því að vera leiðandi í þeim samfélagsbreytingum sem hún sjálf boði. „Það er hennar að draga línuna í sandinn. Ef hún ætlar að vera kyndilberi jafnréttis út á við hlýtur hún að þurfa að bregðast við á einhvern hátt þegar ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn verður uppvís að framkomu sem brýtur í bága við allt sem hún stendur fyrir,“ sagði Halldóra og spurði hversu mikil alvara forsætisherra væri um að  uppræta mismunun þegar í harðbakkann slægi. „Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti, eru það skilaboðin inn í framtíðina, ef ráðherra brýtur lög, er þá nóg að segja bara afsakið, þetta voru mistök?“ spurði Halldóra og Katrín svaraði:

„Forsætisráðherra stendur bara nákvæmlega þar sem hún hefur staðið hingað til og stendur þar áfram. Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg og ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirtur innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti,“ sagði Katrín. 

Segir fordóma grassera við ríkisstjórnarborðið

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í óundurbúnum  fyrirspurnum á Alþingi að frásögn Vigdísar Häsler um orð sem Sigurður Ingi hafi látið falla um hana í vitna viðurvist væru sláandi. 

Vill að atburðarás helgarinnar verði skoðuð, sérstaklega ,,gaslýsing“ aðstoðarmanns innviðaráðherraSigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að hafa þyrfti í huga atburðarrás þessa ,,hörmulega máls“


„Samkvæmt þeim á leiðtogi ríkisstjórnarflokks og ráðherra að hafa gerst sekur um rasísk ummæli sem svo hefur verið staðfest af ráðherranum,“ sagði Sigmar og vitnaði í yfirlýsingu Vigdísar frá því í morgun þar sem sagði meðal annars: „Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins“.  Sagði Sigmar að lýsing þolanda á ummælum ráðherra í ríkisstjórn Íslands hlytu að kalla á umræðu um fordóma í samfélaginu og á Alþingi „sem samkvæmt þessari frásögn grasserar svo sannarlega á öllum stigum samfélagsins líka við ríkisstjórnarborðið því miður,“ sagði Sigmar og spurði Katínu Jakobsdóttur hvort ekki væri augljóst að ákvæði siðareglna ráðherra hefðu verið brotin og hvort svör forsætisráðherra þyrftu ekki að vera veigameiri en þau hafi verið fyrr í umræðum um málið.  

„Fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“
Sigmar Guðmundsson
um ummæli aðstoðarmanns innviðaráðherra um helgina

Katrín sagði að öllum ætti að sýna virðingu og gerð væri rík krafa um að ráðherrar væru vandir að virðingu sinni. „Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að hæstvirtur innviðaráðherra hefur beðist afsökunar. Ég les út úr þeirri afsökunarbeiðni, sem er mjög skýr, þá les ég þá afstöðu að ummælin hafi verið óásættanleg og hefðu ekki átt að falla og ég tel mikilvægt að við getum tekið því þegar fólk biðst afsökunar og það skiptir máli að þegar menn gera mistök að það sé gert með þessum hætti eins og fram kemur í máli ráðherra,“ sagði Katrín  

Kallar svör aðstoðarmanns ráðherra „gaslýsingu“ 

Sigmar kom þá aftur í ræðustól og sagði að málið væri „hörmulegt“ og hann teldi mikilvægt að skoða atburðarrásina. ,,Hún er nefnilega ekki sú að hæstvirtur innviðráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi stigið fram brotinn og beygður yfir því að hafa viðhaft leiðinleg ummæli, … fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða afsökunarbeiðni ráðherrans í ljósi þessarar atburðarrásar allrar sem ég er að rekja og ég velti því fyrir mér hvort að þessi gaslýsing sem birtist okkur um helgina hljóti ekki að kalli á það að hæstvirtur forsætisráðherra svari hér með aðeins efnismeiri hætti,“ sagði Sigmar og bætti við að þó sér þætti afar leiðinlegt að þurfa að standa í ræðustól og tala um málið þá væri það gríðarlega mikilvægt. „Verðum við ekki að velta fyrir okkur atburðarrásinni áður en beðist var afsökunar og hver er hljómur afsökunarbeiðni þegar aðdragandinn er þessi?,“ spurði Sigmar forsætisráðherra. 

Katrín vísaði fyrirspurn um orð aðstoðarmanns ráðherra til innviðaráðherra sjálfs og ítrekaði að lokum orð sín um að afsökunarbeiðni Sigurðar Inga hefði verið mjög skýr. „Ég sé ekki ástæðu til að draga heilindi afsökunarbeiðni hæstvirts innviðaráðherra í efa,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞP
    Þuríður Pétursdóttir skrifaði
    Segðu mér hverjir eru vinir þínir Katrín Jakobsdóttir og ég veit þá hver þú ert. Samkv fréttur eru vinir þínir m.a. rasistar, lygalaupar, spilltir menn sem selja eigur almenings til vina sinna á spottprís og kæra konur fyrir að mótmæla misrétti. Þá vitum við hver þú ert Katrín.
    0
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Það er sem sagt nóg að biðjast afsökunar ef ráðherrar a) brjóta lög, b) brjóta siðareglur bæði alþingismann og ráðherra, c) misfara með opinbert fé, d) selja eignir almennings til vina og félaga, langt undir markaðsverði o. s.frv. Þetta er skondin stjórnsýsla í þessu landi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
1
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
10
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu