Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs

Óánægju gæt­ir hjá for­eldr­um barna sem æfa knatt­spyrnu hjá FH með að Eggert Gunn­þór Jóns­son skuli vera einn af þjálf­ar­um yngri flokka fé­lags­ins í ljósi þess að lög­regla hef­ur haft kæru á hend­ur hon­um vegna nauðg­un­ar til rann­sókn­ar.

Foreldrar reiðir vegna Eggerts Gunnþórs
FH aðhefst ekki Ekkert verður aðhafst í máli Eggerts Gunnþórs Jónssonar af hálfu FH fyrr en vinnuferlar um hvað skuli gera séu menn ásakaðir um eða til rannsóknar vegna kynferðisbrota hafa verið settir fram af ÍSÍ. Mynd: RÚV

Verulegrar óánægju gætir hjá foreldrum iðkenda knattspyrnu hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, sökum þess að Eggert Gunnþór Jónsson sé og hafi verið meðal þjálfara í yngri flokkum félagsins. Eggert Gunnþór var kærður á síðasta ári, ásamt Aroni Einari Gunnarssyni fyrrverandi fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir að hafa nauðgað konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

Samkvæmt því sem foreldrar sem Stundin hefur rætt við var Eggert Gunnþór einn þjálfara yngri flokka FH í knattspyrnu, bæði eftir að greint var frá ásökunum á hendur honum áður en kæra var lögð fram en einnig eftir að lögreglukæra var lögð fram á hendur Eggerti Gunnþóri.

Foreldri barns sem æfir með FH sendi erindi á formann Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), Vöndu Sigurgeirsdóttur, í lok síðasta árs þar sem óskað var svara um afstöðu KSÍ til starfa Eggerts Gunnþórs sem þjálfara, í ljósi þess að fyrir lá kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Svar við því erindi barst ekki fyrr en 20. janúar síðastliðinn. Í október á síðasta ári, þegar Vanda var kjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins, var hún sérstaklega spurð að því hvort fólk sem sakað hefði verið um ofbeldisbrot mætti leika með landsliðum KSÍ. Svaraði Vanda því til að hún teldi að fólk ætti að víkja ef mál sem þeim tengjast væru til skoðunar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Engin svör frá KSÍ

Í ljósi þess að ekkert svar hafði borist frá KSÍ sendi sama foreldri erindi á Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, í byrjun árs þar sem liðsinnis hennar var óskað. Sigurbjörg sendi erindi til stjórnar og siðanefndar FH 5. janúar síðastliðinn þar sem lagðar voru fram spurningar um stöðu Eggerts Gunnþórs; hvernig á því stæði að hann væri ekki látinn stíga til hliðar á meðan kæra á hendur honum fyrir kynferðisbrot væri til rannsóknar hjá lögreglu.

„Félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi“
Elsa Hrönn Reynisdóttir
framkvæmdastjóri FH um mál Eggerts Gunnþórs

Svar við því erindi barst loks síðastliðinn mánudag, eftir nokkra eftirgangssemi, frá Elsu Hrönn Reynisdóttur framkvæmdastjóra FH.

„Aðalstjórn FH ásamt formanni Siðanefndar FH hefur á undanförnum vikum og mánuðum fjallað um og skoðað mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, hvað skal gera og þá einnig hvað við getum gert.

Niðurstaða okkar er sú að félagið mun ekkert aðhafast fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ kemur með skýrt vinnuferli varðandi mál sem þessi í framhaldi af vinnu starfshóps þeirra. Að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ eru niðurstöður vinnuhópsins væntanlegar nú í mars.“

Málið komið til ákærusviðs

Greint var frá því að í lok febrúar síðastliðins að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lokið rannsókn á máli þeirra Eggerts Gunnþórs og Arons Einars. Málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar. Ekki hafa borist upplýsinga um hvers er að vænta varðandi framhald málsins.

Í frétt Stundarinnar 22. október á síðasta ári kom fram að Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, hefði verið upplýstur um ásakanir á hendur Eggerti Gunnþóri þegar síðastliðið sumar. FH brást ekki við þeim upplýsingum með þeim hætti að setja Eggert Gunnþór til hliðar.

Spurður hvort hann teldi eðlilegt að senda leikmann í leyfi ef mál væri til rannsóknar á hendur honum sagði Viðar að gera þyrfti félaginu formlega viðvart um að slík rannsókn væri í gangi. „Lögreglan verður þá að láta mig vita. Það er enginn búinn að láta okkur vita, ekki samskiptaráðgjafi, ekki lögreglan. Hver annar ætti að láta okkur vita? [...]„Ef slík tilkynning bærist myndi félagið setja málið strax í ferli í samráði við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“

Upplýst var í fjölmiðlum að lögregla hefði tekið mál Eggerts Gunnþórs og Arons Einars til rannsóknar í september á síðasta ári, áður en að samskipti Stundarinnar við Viðar fóru fram.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Voðalega vandræðagangur er þetta hjá FH
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár