Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skora á Katrínu að axla ábyrgð og segja af sér

Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið „for­dæm­ir fram­göngu Al­þing­is gagn­vart lýð­ræð­inu“ og vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra axli ábyrgð á því að hafa stað­fest nið­ur­stöð­ur þing­kosn­inga „þrátt fyr­ir al­var­leg brot á kosn­inga­lög­um“.

Skora á Katrínu að axla ábyrgð og segja af sér
Katrín Jakobsdóttir Við kynningu á nýrri ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum í gær. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórnarskrárfélagið fordæmir Alþingi og forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur fyrir að samþykkja kosninganiðurstöðu þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. 

Framundan er að kosningaúrslitin og brot á kosningalögum verði kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu. Horft er til þess að þingmenn samþykktu sjálfir eigin kjör, þrátt fyrir að fyrir lægi að kosningalög hefðu verið brotin í Norðvesturkjördæmi.

„Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni.

Katrín segi af sér

Stjórnarskrárfélagið skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn rétti borgara til frjálsra kosninga, líkt og Sigríður Andersen sagði af sér eftir niðurstöðu um brot hennar á stjórnsýslulögum í Landsréttarmálinu. Minnt er á að ef ný stjórnarskrá hefði verið tekin upp á grundvelli frumvarpi þjóðkjörins stjórnlagaráðs, hefðu þingmenn ekki þurft að taka sjálfir afstöðu til lögmætis eigin kjörs.

„Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess að úrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins.

„Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu“
Yfirlýsing Stjórnarskrárfélagsins

„Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds.“

Katrín OddsdóttirFormaður Stjórnarskrárfélagsins og fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði, sem áður hét Stjórnlagaþing, áður en Hæstiréttur úrskurðaði að kosningar til Stjórnlagaþings væru ólöglegar.

Ný ríkisstjórn horfir áfram fram hjá þjóðaratkvæðagreiðslu

Í nýjum stjórnarsáttmála er ekki litið til þess að fylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og því haldið opnu hvernig farið verður með stjórnarskrárbreytingar. 

„Ríkisstjórnin mun setja af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Efnt verður til samstarfs við fræðasamfélagið um umræðu og umfjöllun um stjórnarskrárbreytingar. Framhald vinnu við stjórnarskrárbreytingar verður metið í framhaldinu,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Þá segir að áfram verði haldið „vinnu við endurskoðun kosningalaga samhliða innleiðingu breytinga og nýs fyrirkomulags Landskjörstjórnar.“

„Valdi fylgir ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu Stjórnarskrárfélagsins. „Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður.“

Áður hafði Katrín Jakobsdóttir boðað samráð flokksformanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar og lagt fram frumvarp sem náði ekki lengra en inn í nefnd, líkt og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, gagnrýndi við þingsetningu í síðustu viku.

Yfirlýsing stjórnarskrárfélagsins

Samþykkt einróma á aðalfundi 28. nóvember

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér. Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum.

Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.

Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess að úrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla.

Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds.

Valdi fylgir ábyrgð. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður.

Með því að greiða því atkvæði að niðurstöður kosninga í Norðvesturkjördæmi skuli standa þrátt fyrir alvarlega annmarka og lögbrot hefur Katrín Jakobsdóttir gerst samábyrg meiri hluta þingsins. Þess vegna skorar Stjórnarskrárfélagið á hana að segja tafarlaust af sér embætti ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í að gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga.

Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Rétt er að Katrín Jakobsdóttir geri slíkt hið sama ef ákvörðun Alþingis fer í bága við Mannréttindasáttmálann. Æðsta handhafa framkvæmdavaldsins ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Samþykkt einróma á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins þann 28. nóvember 2021

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurveig Eysteins skrifaði
    já hún verður að segja af sér ef dómstól ervrópu dæmir hana ....hún er að fara framhjá dómsmálum.... spilltasta lamd í heimi....
    0
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Látið ykkur dreyma.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu