Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur seg­ir að áfeng­is- og vímu­efna­notk­un sé ástæða lang­flestra kyn­ferð­is­brota. Eigi það við um bæði brota­menn og brota­þola, sem Jón Stein­ar seg­ir að hvor­ir tveggja upp­lifi „dap­ur­lega lífs­reynslu“. Stíga­mót leggja áherslu á ekk­ert rétt­læt­ir naug­un og að nauðg­ari er einn ábyrg­ur gerða sinna. Í rann­sókn á dóm­um Hæsta­rétt­ar í nauðg­un­ar­mál­um kom fram að greina megi það við­horf í dóm­um rétt­ar­ins að „rétt­ur karla sé verð­mæt­ari en rétt­ur kvenna“.

Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir
Segir bæði gerendur og brotaþola upplifa „dapurlega lífsreynslu“ Jón Steinar segir að vímuefnaneysla sé helsti orsakavaldur kynferðisbrota en illa sé tekið í það ef konur séu varaðar við að neyta vímuefna á skemmtistöðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, telur að besta leiðin til að sporna gegn kynferðisbrotum sé sú að fólk, ekki síst konur, hætti eða dragi í það minnsta verulega úr notkun áfengis og vímuefna.

„Ráðið er sem sagt að hætta eða draga verulega úr notkun áfengis- og  vímuefna hvort sem er á skemmtistöðum eða bara heima fyrir. Slíkt er til þess fallið að draga úr hættu á þessum brotum, þó að þau yrðu seint alveg úr sögunni,“ segir Jón Steinar. Þá úrskurðar hann um þau sem ekki hlíða ráði hans: „Þeir sem ekki geta nýtt sér þetta ráð eru líklega háðir vímugjöfunum með þeim hætti að þeir ættu að leita sér hjálpar,“ segir hann í grein í Morgunblaðinu í dag.

Jón Steinar segir að því sé því illa tekið þegar bent sé á slíkt. „Í raun er verið að segja að ekki megi benda fólki á að reyna að gæta sín sjálft. Það er samt  vafalaust besta vörnin gegn svona brotum að gæta sín sjálfur. Þetta jafnast t.d. á við að gæta sín í umferðinni til að forðast slys.“

Fræðsluefni í aðra átt

Í fræðsluefni Stígamóta um nauðganir kemur hins vegar fram að enginn annar en nauðgarinn sjálfur beri ábyrgð á nauðguninni. „Án tillits til aðstæðna á kona rétt á því að segja nei hvenær sem er. Það sama gildir ef konan er ekki fær um að segja nei vegna ölvunar, svefnástands eða annarra aðstæðna. Nauðgun er fyrst og fremst ofbeldisverk, kynferðislegar athafnir eru sá farvegur sem ofbeldismaðurinn velur ofbeldi sínu.“

Þá kemur fram í grein Þórhildar Sæmundsdóttur, kynjafræðings og meistaranema í lögfræði, og Þorgerðar J. Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði frá árinu 2018, þar sem þær skrifa um rannsókn sína á dómum í naugðunarmálum í Hæstarétti, að viðhorf sem „litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti.“ Sömuleiðis segir að viðhorf þar sem þolendum sé sýndur skilningur vegna ölvunar þegar brotið hafi verið á þeim „heyra til undantekninga“. 

Tilgreinir ofbeldisbrot og framhjáhöld sem afleiðingar 

Grein Jóns SteinarsMorgunblaðið birtir grein fyrrverandi hæstaréttardómara í dag um sjálfsábyrgð nauðgana.

Í grein sinni fjallar Jón Steinar um að umræða um kynferðisbrot hafi verið talsverð að undanförnu og í því samhengi hafi því verið haldið á lofti að brotamenn sleppi við refsingar sökum þess að erfitt reynist að sanna á þá sakir. Þó hafi nokkuð verið um að slíkir menn séu engu að síður nafngreindir á opinberum vettvangi. „Veldur þetta þeim stundum velferðarmissi, brottrekstri úr vinnu eða útskúfun frá þátttöku í íþróttum svo dæmi séu nefnd,“ skrifar Jón Steinar.

Í framhaldinu rekur Jón Steinar svo þá skoðun að ein hlið sé þessum málum sem lítið hafi verið rædd og sumir telji að helst megi ekki minnast á. „Þar á ég við áfengis- og vímuefnanotkun langflestra sem þurfa að upplifa þá dapurlegu lífsreynslu sem hér um ræðir, bæði brotamenn og brotaþola.“

Jón Steinar fullyrðir að áfengi og vímuefni orsaki kynferðisbrotin.

„Ég tel að áfengis- og vímuefnanotkun sé ráðandi áhrifaþáttur í langflestum þessara brota. Afleiðingar hennar geta auk nauðgana og annarra ofbeldisbrota verið ótímabærar þunganir, vanræksla og jafnvel misnotkun barna, fóstureyðingar, forsjársviptingar, skaðleg andleg áhrif á börn, framhjáhöld,  slys og ótímabær andlát. Þó að enginn vafi sé á, að þessi neysla sé stærsti áhrifaþátturinn í bölinu, heyrast þær skoðanir að á þetta megi helst ekki minnast. Til dæmis megi ekki vara, oftast konur, við vímuefnanotkun á skemmtistöðum. Með því sé verið að réttlæta brot misindismanna, sem á þeim brjóta. Þetta er auðvitað hálfgerður þvættingur, sem á líklega rót sína að rekja til þess að svo margir vilja geta þjónað áfengisnautn sinni í frið.“

Aðeins 13% mála enda með sakfellingu

Baráttufólk gegn kynferðisofbeldi hefur ítrekað og árum saman bent á að gerendur bera ábyrgð á brotum sínum en brotaþolar ekki. Það að fólk sé undir áhrifum vímugjafa hafi ekkert með þá ábyrgð að gera.

„Umfjöllunin sýnir að viðhorf sem litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti og innan héraðsdómstóla“
Þórhildur Sæmundsdóttir og Þorgerður J. Einarsdóttir

Meðferð réttarvörslukerfisins á málum er varða kynbundið ofbeldi hefur sætt gagnrýni um langt skeið. Tölur sýna að flestar tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til lögreglu fara ekki fyrir dóm. Aðeins um 17 prósent tilkynntra nauðgunarmála eru tekin fyrir hjá dómstólum og þar af enduðu aðeins 13 prósent þeirra með sakfellingu.

Í grein Þórhildar Sæmundsdóttur, kynjafræðings og meistaranema í lögfræði, og Þorgerðar J. Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði, „Hún reyndi ekki að kalla á hjálp...“ sem birtist í Ritinu árið 2018, eru niðurstöður Hæstaréttar í nauðgunarmálum greindar. Jón Steinar gengdi embætti dómara við Hæstarétt á árabilinu 2004 til 2012.  

Í grein þeirra Þórhildar og Þorgerðar kemur fram að 85 dómar Hæstaréttar í nauðgunarmálum á árabilinu 1992 til 2015 hafi verið greindir við rannsóknina. „Umfjöllunin sýnir að viðhorf sem litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti og innan héraðsdómstóla. [...] Þrátt fyrir miklar breytingar á kynferðisbrotakaflanum árið 2007 má enn greina viðhorf þar sem brotin virðast einungis skoðuð út frá sjónarhóli geranda. Umfjöllunin gefur til kynna að „réttur karla sé verðmætari en réttur kvenna.“

Meðal mála sem vitnað er til þar er dómur frá árinu 2013 þar sem Hæstiréttur sýknaði tvo menn af því að hafa nauðgað konu. Þar er tilgreint að meirihluti dómara hafi í dómnum sagt um vitnisburð stúlkunnar að ekki hafi verið samræmi í vitnisburði hennar hjá lögreglu og fyrir dómi. „Eins og sést að ofan telur Hæstiréttur það mikilvægt hvaða tegund og magn áfengis stúlkan drakk umrætt kvöld,“ segir í grein þeirra Þórhildar og Þorgerðar.

Vísað er til annars máls í greininni þar sem brotaþoli var mikið ölvuð þegar brotið átti sér stað. Ölvunin hafi í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti árið 2008, verið metin konunni til hagsbóta við vitnisburð hennar og henni sýndur skilningur þegar framburður hennar var metinn. „Slík viðhorf heyra til undantekninga í þeim dómum sem rannsakaðir voru,“ skrifa þær Þórhildur og Þorgerður.

Gengið gegn vilja löggjafans við rannsókn kynferðisbrota

Í mars síðastliðnum kærðu níu konur íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar áttu það sameiginlegt að vera brotaþolar sem kært höfðu nauðganir, heimilsofbeldi og kynferðislega áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður af ákæruvaldinu.

Í kynningu þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í mars síðastliðnum vegna kæru kvennanna níu kom meðal annars fram að auk ýmissa alvarlegra annmarka við rannsókn lögreglu almennt þegar kæmi að rannsókn kynferðisbrota gegn konum þá væri einnig gengið gegn vilja löggjafans, Alþingis, þegar kæmi að túlkun laganna þegar væru dómtekin. Þannig hefði í mörgum málum verið einblínt á „hvort að sakborningur hefði mátt gera sér grein fyrir því að brotaþoli hafi ekki veitt samþykki, t.d. sökum ölvunarástands, fermur en á það hvort hann hafi fengið samþykki, eins og lögin kveða á um.“

Umrædd kvenna- og jafnréttissamtök, sem eru Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women á Íslandi, krefja ríkið um að ráðast í ýmsar umbætur í málaflokknum. Meðal þeirra er „að dómurum, saksóknurum, og lögreglu sé veitt fræðsla um vilja löggjafans varðandi þau ákvæði sem snúa að kynferðisbrotum og ofbeldi í nánum samböndum, og þá sérstaklega nauðgunarákvæðið sem byggir nú á samþykki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu