Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar

Svig­rúm sem skap­að var til að styrkja inn­viði heil­brigðis­kerf­is­ins var ekki nýtt, seg­ir Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeim sem spyrji gagn­rýnna spurn­inga um sótt­varn­ar­að­gerð­ir sé mætt af mik­illi hörku, með­al ann­ars af lækn­um sem fái með því „út­rás fyr­ir hé­góma í sviðs­ljósi fjöl­miðla“.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar
Segir skipulega grafið undan trausti á heilbrigðiskerfinu Óli Björn segir skýrar vísbendingar um að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nýtt svigrúm sem skapaðist með hörðum sóttvarnaraðgerðum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Mynd: xd.is

Leikmenn jafnt sem sérfræðingar veigra sér við því að halda uppi gagnrýnni umræðu um aðgerðir stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn, sökum þess að „þeim er mætt af fullkominni hörku og á stundum með svívirðingum. Þar gang því miður læknar, sem fá útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla, hart fram.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni rekur Óli Björn hvernig „eitrað andrúmsloft óttans“ hafi myndast hér á landi á þeim rúmu tuttugu mánuðum sem liðnir séu síðan óvissustigi vegna kórónaveirufaraldursins var lýst yfir. Frelsið einstaklinga hafi, líkt og jafnan sé, orðið fyrsta fórnarlamb óttans.

„Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi“

Óli Björn segir í grein sinni að hann hafi sjálfur í upphafi faraldursins tekið stöðu með heilbrigðisyfirvöldum. Hann hefði talið það réttlætanlegt og nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til aðgerða til að verja líf og heilsu almennings, jafnvel þó það hefði í för með sér að frelsi einstaklinga yrði skert tímabundið. Það hefði enda skilað því að Íslendingum hefði í mörgu tekist vel upp í baráttunni við kórónaveiruna, þannig að svigrúm hafi verið myndað til að helstu stofnanir samfélagsins hefðu getað styrkt innviði sína til að takast enn og betur á við faraldurinn. Ekki síst hefði það átt við um heilbrigðiskerfið. „Skýrar vísbendingar eru um að svigrúmið hafi ekki verið nýtt,“ skrifar Óli Björn.

Meðalhóf þarf að ráða för

Gagnrýnin umræða um aðgerðir stjórnvalda á erfitt uppdráttar að mati þingmannsins, einkum sökum þess að þeim sem óski eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna frelsi einstaklinga sé takmarkað sé mætt af mikilli hörku. Segir Óli Björn lækna ganga þar hart fram. „Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi.“

Óli Björn viðurkennir nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að verja almenning á hættutímum en um leið verði að gera ákveðnar kröfur til bæði stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Þannig verði þau viðmið sem unnið er eftir að vera skýr og taka mið af breyttum aðstæðum. Þá verði yfirvöld heilbrigðismála að nýta svigrúm til að auka viðnámsþrótt mikilvægra stofnana. Sömuleiðis verði að vera hægt að treysta því að ekki sé lengra gengið en þörf sé á, að meðalhóf ráði för og stjórnvöld virði grundvallarréttindi borgaranna en ekki sé kynt undir ótta til að réttlæta skerðingu á borgaralegum réttindum.

„Að málefnalegum athugasemdum og gagnrýni sé ekki mætt af hroka þeirra sem telja sig umboðsmenn valdsins og þekkingarinnar. Að spurningum sé svarað. Stjórnvöld hafa því miður uppfyllt þessar kröfur illa á síðustu tuttugu mánuðum. Líklegast er ekki við aðra að sakast en okkur sjálf, sem hlýðum tilskipunum gagnrýnislaust. Og þess vegna á frelsið í vök að verjast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hvað eiga Helvíti, Ríkiskirkjan og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt ?
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Gerðu svo vel Óli, skoðaðu svigrúmið. "Gúglaðu"!
    “Niðurskurður á Landsspítalanum yfir árin”
    0
  • Berglind Þórsteinsdóttir skrifaði
    Hann hefur varla þurft að fara sem sjúklingur á bráðamóttökuna, fyrst hann talar um kerfið hér sem eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi.
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Populismi virkar...en uppgjörið er sjaldnast þægilegt.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Ábyrgir einstaklingar kjósa oft að sjá um sínar sóttvarnir sjálfir líkt og Óli Björn kaus að gera á Austurvelli sælla minninga enda vissi Óli að að þar færi hann meðal vafasamra einstaklinga og sótt varði sig því ótæpilega og sá sér að endingu ekki annað fært enn velta sér yfir girðinguna í fangi lögæslu mannana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár