Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar

For­svars­menn hóps­ins Öfg­ar hyggj­ast leita rétt­ar síns vegna morð­hót­un­ar. Þær segja ým­is kon­ar hót­an­ir og ærumeið­ing­ar hafa borist eft­ir að þær birtu sög­ur um ónafn­greind­an tón­list­ar­mann.

Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar
Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Sigmundsdóttir Meðlimir úr hópnum Öfgar hafa fengið hótanir undanfarna viku. Mynd: Karlmennskan

Forsvarsmenn hópsins Öfgar hyggjast tilkynna morðhótun til lögreglu. Konurnar segjast hafa búist við hörðum viðbrögðum þegar þær birtu sögur um ónefndan tónlistarmann, en að vinir og ættingjar hafi gert þeim ljóst að hótanir um nauðganir og að vera leiddar fyrir aftökusveit væru alvarlegar.

Tiktok-hópurinn Öfgar samanstendur af átta konum á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn sem ætluðu að taka sig saman um að fræða fólk um femínisma, meðal annars með léttu gríni. Hópurinn birti 20 sögur af ónafngreindum tónlistarmanni sem nú hefur fjölgað í 32. Enginn var nafngreindur í sögunum, en fjölmiðlar greindu frá því að um Ingólf Þórarinsson væri að ræða, Ingó Veðurguð, sem átti að leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Fallið hefur frá þeirri bókun, en Ingólfur hefur sagt ásakanirnar „fáránlegar“. Hann hefur sagst ætla að leita réttar síns í málinu, bregðast við af fullum þunga og að hann sé með nokkra lögfræðinga sér innan handar í málinu.

Hulda Hrund Sigmundsdóttir úr Öfgum segir að ýmislegt misjafnt hafi verið skrifað um þær á netinu síðan þær birtu sögurnar fyrir rúmri viku, enda hafi verið við því að búast. Sumt sé þó alvarlegra en annað. „Það er aðili sem bloggar undir nafni og hann skrifaði að það ætti að taka okkur allar út fyrir skotsveit og taka okkur af lífi. Fyrst fannst okkur þetta ekki vera neitt neitt af því að athugasemdirnar sem við erum að fá eru margar svo mikill viðbjóður, þangað til við fórum að ræða þetta við vini og ættingja. Þau sögðu að þetta væri hótun og að við ættum að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda.

„Við höfum ekki verið að átta okkur á alvarleika þess sem hefur verið skrifað um okkur“

Þá hafi þeim ýmist verið líkt við haturssamtökin Ku Klux Klan eða verið kallaðar nornir. „Við höfum ekki verið að átta okkur á alvarleika þess sem hefur verið skrifað um okkur. Annar bloggari kallar okkur KKK og segir að við séum með sömu aðferðir og hryðjuverkamenn. Sami aðili vildi að við yrðum kærðar fyrir að birta sögurnar.“

Hulda segir að í farvegi sé að tilkynna hótunina til lögreglunnar. „Við erum búin að tala við lögfræðinga sem við þekkjum og það er smá ferli sem við þurfum að fara í fyrst,“ segir hún en bætir því við að mikið hafi einnig verið um jákvæð skilaboð. „Við erum að fá miklu betri viðtökur en okkur óraði fyrir. Miðað við reynsluna af svona aktívisma hingað til finnst okkur þetta mikill meðbyr. Hann gefur okkur orku til að halda áfram.“

Fékk tvö nafnlaus símtöl

Ólöf Tara Harðardóttir, sem einnig er í hópnum, greindi í maí frá því á samfélagsmiðlum að sögur gengju um ofbeldi ákveðins manns gegn konu, en nafngreindi engan í færslum sínum. Í kjölfarið steig Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður fram og hafnaði sögunum. Síðar kom í ljós að tvær konur höfðu kært Sölva til lögreglu.

Hótun til Ólafar TöruKonurnar í Öfgum segjast hafa átt von á hörðum viðbrögðum við sögunum.

Ólöf segist hafa sætt miklu áreiti eftir færslurnar. „Ég fékk tvö símtöl úr óskráðum númerum,“ segir hún. „Í öðru var mér hótað nauðgun og líkamsárás í hinu. Að ef ég léti sjá mig út á götu yrði ég lamin í stöppu. Ég fékk líka skilaboð þar sem ég var hvött til að fremja sjálfsvíg.“

„Í öðru var mér hótað nauðgun og líkamsárás í hinu“

Hún leggur áherslu á að hún hafi aldrei nafngreint neinn, ekki frekar en að hópurinn Öfgar hafi tengt sögurnar við Ingólf. „Það er ekki mitt að nafngreina einn né neinn,“ segir hún. „Ég fékk alveg nett sjokk við símtölin, en við vissum alveg að svona mundi gerast. Við viljum undirstrika að þó við séum kallaðar „öfgafemínistar“ þá hefur verið mjög öfgafull orðræða og hótanir gegn okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
9
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu