Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Afmælistónleikar, rasismi og kosmísk myndlist

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 31. mars til 22. apríl.

Afmælistónleikar, rasismi og kosmísk myndlist

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Blindhæð

Hvar? Borgarbókasafnið Grófin
Hvenær? Til 11. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listaverkin á þessari sýningu vísa í persónulegar upplifanir fjögurra listamanna af rasisma og mismunun í Evrópu og skandinavísku samhengi. Viðfangsefnið er skoðað út frá reynsluheimi listafólksins, sem bjóða áhorfandanum upp á leiðir til að horfast í augu við eigin fordóma frá ólíkum sjónarhornum, til að horfa handan blindhæðarinnar og sjá lifaðan veruleika einstaklinga sem eru ekki hvítir á hörund eða falla ekki inn í samfélag innfæddra. Þessi sýning er í senn innsýn inn í öráreitni, samfélagslega skúfun og kerfisbundinn rasisma, og líka tækifæri til að takast á við þessi samfélagslegu vandamál. Á sýningunni má sjá verk Salad Hilowle, Nayab Ikram, Hugo Llanes og Claire Paugam.

70 ára afmælistónleikar Björgvins

Hvar? Myndlykill Símans eða netstreymi
Hvenær? 16. apríl kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.400 kr.

Björgvin Halldórsson hefur verið hluti af íslenskri dægurtónlist í fjölda áratuga, en hann var ein af fyrstu poppstjörnum landsins á 7. áratugnum. Björgvin er meðal annars þekktur fyrir jólalögin sín fjölmörgu sem hann aðlagaði úr eldri ítölskum lögum. Hann heldur upp á afmæli sitt með streymistónleikum þar sem hann rifjar upp ferilinn í tali, tónlist og myndum.

Stöplar

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? Til 15. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hugmyndin að baki þessari sýningu Unnars Ara Baldvinssonar er jafnvægið á litum, formum, myndinni sjálfri og rammanum í kring. Litir samsettir með formum sem teygja sig yfir og út fyrir rammann. Rammarnir eru smíðaðir sérstaklega í kringum tréplötur og litirnir flæða þar yfir.

Augnsamband

Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni
Hvenær? Til 15. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verkin á þessari sýningu eru flest unnin á tímum Covid-19, en Anna Gunnlaugsdóttir nálgast ásjónu faraldursins í gegnum andlit máluð á striga og pappír. Andlitsmyndirnar vísa í innra ástand okkar við áreiti umhverfisins í breyttri samfélagsmynd á tímum veirunnar, þar sem einangrun, kvíði og óöryggi ráða ferðinni, en þar ríkir líka ákveðinn friður í einfaldari dagskipan. 

Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 22. apríl til 17. október
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan inn á vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Á þessari sýningu nýtir Sirra umfangsmesta skúlptúr Ásmundar, bygginguna sjálfa, og speglaða geisla sólarinnar til að búa til risavaxna teikningu í formi abstrakt sólúrs.

Berskjölduð

Hvar? Listasafn Reykjanesbæjar
Hvenær? Til 25. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýningin er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sýningin er verkefni meistaranema í sýningagerð við Listaháskóla Íslands.

Jörðin geymir marga lykla

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 25. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu kannar skoska myndlistarkonan Katie Paterson heimspekilegar og raunverulegar tengingar manneskjunnar við umheiminn. Hún hefur kortlagt dauðar stjörnur himingeimsins, búið til ljósaperu sem gefur frá sér tunglskin, endursent loftstein út í geim og þróað ilmkerti sem brennur í ferðalagi frá ilmandi yfirborði jarðar, upp til tunglsins og loks inn í tómarúm.

Skýjaborg

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 15. maí
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Skýjaborg er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. Skýjaborg vitnar um háleitar áætlanir á stórum og smáum skala. Einstaklinga sem byggja sér heimili úr niðurníddum kofa, ung pör sem reisa fjölbýli og samtök íbúa sem láta til sín taka í málefnum síns bæjarfélags.

Töfrafundur – áratug síðar

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 30. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning er næsti kaflinn í starfi listamannateymisins Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni, sem einkennist af félagslegri virkni og inngripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktívisma, auk þess sem þau vinna með kynngi listarinnar og mögulegan kraft hennar til að stuðla að samfélagslegum breytingum. 

Eilíf endurkoma

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? Til 19. september
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885–1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár. Verk eftir fimmtán listamenn, meðal annars Ragnar Kjartansson og Steinu Vasulku, og eitt listamannateymi eru til sýnis með verkum Kjarvals.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
4
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
6
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
7
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
8
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Námsgögn í framhaldsskólum
9
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár