Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu

Sýni sem Stund­in tók sýndi meira en níu sinn­um meira magn þung­málms­ins nikk­els en leyfi­legt er á Ás­brú í Reykja­nes­bæ.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Um 3.500 manns búa þar á Ásbrúarsvæðinu, þar af 700 manns 18 ára og yngri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vatnssýni sem Stundin tók á heimili leigjenda á Ásbrú, áður þekkt sem varnarsvæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, sýndi að magn þungmálmsins nikkels, sem safnast saman í mannslíkamanum, greindist nífalt yfir heilsuverndarmörkum.

Sýnatakan var hluti af rannsókn Stundarinnar á gæðum drykkjarvatns í byggðinni sem Bandaríkjaher reisti. Stundin hefur áður greint frá blýmengun í drykkjarvatni í grunnskólanum á svæðinu. Þrátt fyrir að hún mælist undir heilsuverndarmörkum er talið að ekkert magn blýs sé öruggt fyrir börn. Það getur haft alvarleg, óafturkræf áhrif á heilsu fólks og sérstaklega börn. 

Áður óbirt rannsóknargögn á blýmengun á varnarsvæðinu frá árunum 1996 til 1999 sýna að magn blýs í vatninu var allt að tvö þúsund sinnum meira en leyfilegt er þegar verst var. Ástæða þungmálamengunarinnar er að við framkvæmdir á svæðinu notuðu verktakar blý við lagningu vatnslagna á svæðinu. Stundin framkvæmdi sýnatökuna í samstarfi við Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðing, sem vann meðal annarra að sýnatökum Bandaríkjahers á svæðinu undir lok síðustu aldar.

Blý var ekki það eina sem kom fram í niðurstöðum sýnatöku Stundarinnar og Lárusar, heldur fannst umtalsvert magn af nikkeli í einu sýnanna sem Stundin tók.

ÁsbrúÞungmálmamengun í drykkjarvatninu á varnarsvæði Bandaríkjahers mældist gífurleg. Enn eimir eftir af henni.

Nikkel finnst í miklu magni

Stundin tók nokkur vatnssýni á Ásbrúarsvæðinu og sýndu þau að ekki var bara blýmengun á svæðinu.

Stundin tók sjö sýni á svæðinu. Í tveimur sýnanna var magn þungmálmsins nikkels helmingur þess sem heimilt er samkvæmt opinberum heilsuverndarmörkum. Í einu sýnanna mældist það hins vegar langt yfir mörkum. Leyfilegt magn nikkels í drykkjarvatni er 20 ug/L, en niðurstöðu sýnatöku Stundarinnar mældi 185,5 ug/L, sem er um nífalt meira en leyfilegt er. Í því magni getur nikkel haft áhrif á heilsu fólks, þá sérstaklega fólk með nikkel ofnæmi. Einnig hafa rannsóknir, sem voru gerðar á dýrum, sýnt að nikkel hefur skaðleg áhrif á heilsu þeirra. Má þar nefna helst fósturlát, minni framleiðslu sæðisfruma og krabbamein. Samkvæmt ítarlegri rannsókn matvælastofnunar Evrópu kemur fram að líkaminn geymi frekar nikkel í líkamanum sé þungamálmurinn í vatni frekar en í mat.

Vatnslagnir ástæða mengunarinnar

Ástæðan fyrir þessari þungmálmamengun á Ásbúrarsvæðinu er vatnslagnir, bæði í jörðu og innanhúss, sem hermálayfirvöld lögðu á þeim tíma þegar herstöðin var í notkun.

Herinn vissi af menguninni á sínum tíma. Fyrstu sýnin sem sýndu þungmálmamengun í drykkjarvatni voru tekin 1996, en ekki var brugðist við menguninni fyrr en þremur árum seinna, eða 1999. Ekki er vitað hvort herinn vissi af þungmálmamengun fyrir þann tíma. Voru því hermenn og fjölskyldur þeirra að drekka vatn í langan tíma sem var mengað af þungmálmum. Þá unni margir Íslendingar á herstöðinni sem einnig drukku vatnið.

Því er rétt að taka fram að nikkel- og blýmengunin á Ásbrú tengist ekki vatnsbóli eða meginlögnum á svæðinu.

Leigjendum brugðið við niðurstöðunum

Sýnið sem Stundin tók, sem sýndi gífurlega hátt magns Nikkels í drykkjarvatni, var tekið í einum af leiguíbúðum fyrirtækisins Heimstaden. Fyrirtækið hét áður Heimavellir, en það skipti um nafn nýverið. Félagið rekur á annað þúsund leiguíbúða á landinu.

Í samtali við Stundina sagði leigjandinn að honum var brugðið við niðurstöðurnar, en á heimilinu eru tvö ung börn. Munu þau ræða við lækni á næstu dögum til að sjá hvort þessar niðurstöður hafi einhver áhrif á heilsu barna þeirra. 

Segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu

Eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu herstöðina hafa fá sýni verið tekin til að fá heildarmynd á gæði drykkjarvatns á svæðinu. Þrátt litla sýnatöku eru vísbendingar um að víða um svæðið séu ennþá lagnir sem menga drykkjarvatn með þungmálmum.

Árið 2009 hóf Lárus Rúnar Ástvaldsson mælingar á blýi í neysluvatni. Ástæða þessara mælinga var mastersritgerð hans í umhverfis- og byggingarverkfræðideild við Háskóla Íslands. Snerist hún um hvort blý myndist finnast í drykkjarvatni Íslendinga. Reynsla Lárusar í þessum málaflokki er mikil, en hann vann meðal annars við vatnamælingar hjá bandaríska hernum og hlaut þjálfun til þess í Texas í Bandaríkjunum. Lárus starfaði á árunum 1997 til 2005 hjá hernum. Vissi hann því af ástandinu sem skapaðist vegna blýmengunar á varnarsvæðinu á sínum tíma og tók sjálfur mörg þeirra sýna sem sýndu hættulega mikið magn af blýi á svæðinu. Lárus vildi vita hvort þessi mengun væri enn til staðar eftir að herinn fór í aðgerðir til að stemma stigu við blýmenguninni.

„Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“
Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðingur

Niðurstöðurnar sýndu að þrátt fyrir að herinn hefði farið í umtalsverðar aðgerðir á svæðinu til að ná niður blýmenguninni, var blý enn að mælast í drykkjarvatninu. Lárus bendir á að sá litli fjöldi af sýnum sem hefur verið tekinn eftir að herinn fór sé ekki nóg. Hann segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu til að komast að því hvar vatnslagnir, sem innihalda blý, séu nákvæmlega staðsettar svo hægt sé að bregðast við því og upplýsa íbúa svæðisins um ástandið. „Það er augljóst að blý var notað af hernum og að blýið er enn þá til staðar í veitukerfinu. Spurningin er bara hvar. Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“

Þetta er í samræmi við skýrslu heilbrigðiseftirlits Suðurnesja árið 2008: „Nauðsynlegt er að fylgjast með lögnum og neysluvatni á svæðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár