Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 29. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Last and First Men

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Daglega
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Þessi kvikmynd er sú fyrsta og síðasta sem Jóhann Jóhannsson leikstýrði. Eins og kunnugt er féll Jóhann frá árið 2018, en hann var margverðlaunað og heimsþekkt tónskáld. Tveimur árum eftir fráfall hans var frumraun hans sem leikstjóra frumsýnd á Berlínarhátíðinni, en eins og mörg önnur verk hans er myndin framúrstefnuleg og tilraunakennd. Sögusviðið færist tvær billjónir ára fram í tímann, við endalok mannkyns, þar sem stakir og súrealískir minnisvarðar eru nánast það eina sem stendur eftir og varpa skilaboðum inn í öræfin. Myndin er hlaðin táknrænni merkingu, en stórleikkonan Tilda Swinton fer með hlutverk sögumanns.

Ég veit núna / Fjórar athuganir

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 30. janúar til 14. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Jóhannesar Dagssonar hverfist um samnefnt vídeóverk sem samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss. Hlutir og hugmyndir okkar um þá mótast að miklu leyti af því samhengi sem þeir eru staðsettir í hverju sinni. Sami efnishluturinn tekur á sig ólík hlutverk, og fær jafnvel mismunandi nöfn eftir því hvernig hann er staðsettur. 

Þar sem heimurinn bráðnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 30. janúar til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Í ljósmyndaverkum sínum og ljósmyndabókum endurspeglar Ragnar Axelsson óvenjuleg tengsl íbúa norðurslóða við öfgakennt umhverfi sitt – tengsl sem eru nú stöðugt að breytast vegna breytinga á loftslagi. Ragnar skrásetur hvernig þessar breytingar hafa áhrif á líf fólks og dýra og hvaða ógn býr að baki hlýnun jarðar.

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 31. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk þrettán nemenda úr Ljósmyndaskólanum verða til sýnis á þessari útskriftarsýningu. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Endurspegla verkin á sýningunni þannig að einhverju leyti gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Sinfó: Haydn og Brahms

Hvar? Harpa
Hvenær? 11. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Á tónleikunum hljóma tvö fræg tónverk í stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það fyrra er Sellókonsert Haydns, og það síðara Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta í sal verður tónleikunum einnig útvarpað beint á Rás 1.

Skúlptúr / skúlptúr

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 28. febrúar
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þessi sýningaröð er tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Í þetta sinn eru til sýnis verk eftir Ólöfu Helgu Helgadóttur og Magnús Helgason, en röðiner  ætluð til að heiðra Gerði Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.

Franska kvikmyndahátíðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 4.–14. febrúar
Aðgangseyrir: 1.690 kr. myndin

Franska kvikmyndahátíðin er nú haldin í 21. skiptið, en hún fer fram bæði í bíósal Bíó Paradísar og á streymisveitunni Heimabíó Paradís. Sýndar eru allt frá klassískum kvikmyndum frá 6. áratugnum til teiknimynda, spennumynda, krimma og ástarsagna. Opnunarmyndin, Sumarið ‘85, fjallar um flókið ástarsamband tveggja unglingsdrengja í Normandíhéraði Frakklands.

Sykrað morgunkorn

Hvar? Harbinger
Hvenær? Til 13. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningu Petru Hjartardóttur getur að líta verk sem hafa víðar skírskotanir; sykrað morgunkorn, greftrunarker rómverskra körfugerðarkvenna, handverksarfleifð og almennt deyfðarástand í samfélaginu eru staksteinar í hugmyndaheimi sem gat af sér þessi verk. Verkin á sýningunni eru unnin á liðnu ári, undir áhrifum þessa sérkennilega tímabils sem heimsbyggðin er að upplifa.

Vertu úlfur

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Til 28. febrúar 
Aðgangseyrir: 6.450 kr.

Þessi einleikur er innblásinn af samnefndri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verkið fjallar um baráttu við hugann, brjálæði og það að vera manneskja. Höfundur hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Dýpsta sæla og sorgin þunga

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 14. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fjórir ólíkir listamenn vinna með myndgervingu stórra tilfinninga í verkum sínum á þessari sýningu sem tekur nafn og þema sitt frá ljóðinu Tárin eftir Ólöfu frá Hlöðum. Listamennirnir eru Anne Carson, Halla Birgisdóttir, Margrét Dúadóttir Landmark og Ragnar Kjartansson. Til sýnis eru teikningar, málverk, myndbandsverk og bókverk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu