Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“

Namib­íski lög­mað­ur­inn Marén de Klerk býr að sögn yf­ir upp­lýs­ing­um sem sýna að for­seti Namib­íu hafi skipu­lagt greiðsl­ur frá fyr­ir­tækj­um eins og Sam­herja til Swapo-flokks­ins til að flokk­ur­inn gæti hald­ið völd­um. Hann seg­ir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rann­sókn Sam­herja­máls­ins.

Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Segir líf sitt í rúst Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk segir líf sitt vera í rúst út af aðkomu sinni að viðskiptunum sem nú eru til rannsóknar í Namibíu.

Namibíski lögmaðurinn, Marén de Klerk, segir að gerð hafi verið tilraun til að ræna honum og jafnvel ráða hann af dögum eða valda honum skaða eftir að hann flúði Namibíu í kjölfarið á því að Samherjamálið kom upp þar í landi í nóvember 2019. De Klerk segist í yfirlýsingu sem hann sendi namibískum yfirvöldum í apríl síðastliðinn hafa unnið fyrir tvo af sakborningunum í málinu, þá James Hatuikulipi og Sacky Shangala, við að millifæra peninga í félaganetinu sem þeir settu upp til að taka við og miðla greiðslum, frá meðal annars Samherja.

Lögmaðurinn sagði að James og Sacky hefðu sagt við hann að þeir ynnu að undirlagi forseta Namibíu, Hage Geingob. De Klerk heldur því fram að fjármunirnir hafi að hluta til runnið til Swapo-flokksins, ráðandi valdaflokks í landinu sem alltaf hefur fengið meirihluta í kosningum í landinu.

Í yfirlýsingunni segir de Klerk að vegna vitnisburðar síns í málinu þá óttist hann um líf sitt: „Þegar ég lá á sjúkrahúsi í Suður-Afríku þann 14. febrúar 2020 var gerð tilraun til að ræna mér eða, eftir atvikum, að ráða mig af dögum eða valda mér skaða. […] Ég óttast um velferð mína og eiginkonu minnar,“ segir hann í yfirlýsingu sinni. 

Ásökun de Klerks virðist beinast að namibískum aðilum sem telja vitnisburð hans í málinu geta skaðað valdamikla aðila í landinu. 

Yfirlýsing de KlerksYfirlýsing de Klerks er 477 blaðsíður og hefur hún verið til umfjöllunar í namibískum fjölmiðlum síðustu daga. Hér sést fyrsta síðan.

Málið stækkar og ný nöfn koma fram

De Klerk er því að segja að þar sem hann búi yfir upplýsingum sem sýni aðkomu háttsettasta ráðamanns Namibíu, forsetans Hage Geingob, að málinu þá séu líkur á því að líf hans geti verið í hættu. Í upphaflegum umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar og Al-Jazeera um málið í nóvember 2019, á grundvelli gagna frá Wikileaks, var ekki fjallað um þessa meintu aðkomu Geingob að málinu. Enda kemur nafn Geingobs ekki fram í þeim gögnum sem undirbyggðu málið þó svo sakborningarnir í málinu sem unnu með Samherja komi úr Swapo-flokknum. Þá bendir ekkert til beinna samskipta Samherja og Geingobs en fyrir liggur að Samherji átti í beinum samskiptum ítrekað við sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau. 

Þá nefnir de Klerk einnig namibíska kaupsýslumanninn Adrian Jacobus Louw til sögunnar og segir hann í yfirlýsingunni að hann hafi unnið fyrir hann sem lögmaður frá árinu 2014. Louw hafi, með sams konar hætti og Samherji gerði, komið á samstarfsverkefni í sjávarútvegi í Namibíu með aðstoð Sacky Shangala og James Hatuikalipi árið 2016. Komið var á samstarfi á milli ríkisfyrirtækisins Fiscor, þar sem James var stjórnarformaður og sem Samherji fékk einnig kvóta frá, og fyrirtækis sem síðar fékk nafnið Seaflower. Tilgangurinn með þessu samstarfsverkefni var að koma kvóta til kaupsýslumannsins Louw sem hann hefði annars ekki komist yfir. 

Orðrétt segir de Klerk um þetta: „Fyrir mér var það ljóst að væntingar Louw voru þær að hann fengi slíka sérmeðferð að honum yrði tryggðir fiskveiðikvótar án þess þó að hann þyrfti að keppa við aðra um þá. Shangala og sjávarútvegsráðherrann áttu að tryggja það í krafti opinberra embætta sinna að hann fengi fiskveiðikvóta sem hann hefði annars ekki komist yfir.“

Fyrir þjónustu sína átti de Klerk að fá greiðslur sem líktust „símanúmerum“ eins og það er orðað í yfirlýsingu hans. „Ég var bergnuminn af því hvernig þetta tækifæri gæti breytt lífi mínu til hins betra, sérstaklega þar sem tekjumöguleikar mínir höfðu dregist saman sökum þess að ég var ekki tengdur Swapo-flokknum, auk þess sem það var gott að stunda viðskipti með manni eins og Louw.“

Talaði við SolbergÍ fyrra vakti athygli þegar Hage Geingob, forseti Namibíu, þakkaði forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, við hjálpina við rannsókn Samherjamálsins. Ef de Klerk segir rétt frá er Geingob sjálfur viðriðinn það.

Samherjasagan endurtekur sig

Í yfirlýsingunni teiknar de Klerk því upp atburðarás sem er svipuð því sem Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu, hefur teiknað upp hvað varðar íslensku útgerðina. Tilgangurinn var meðal annars að fjármagna Swapo-flokkinn.

Namibíski athafnamaðurinn Louw er í hlutverki Samherja í þessari sögu, James og Sacky gegna svipuðum hlutverkum og í sögunni af Samherja, de Klerk verður á endanum eins konar uppljóstrari með sams konar hætti og Jóhannes eftir að hafa tekið virkan þátt í fléttunum og fyrirtækin sem eru notuð eru að hluta til þau sömu og nefnd hafa verið í rannsókn Samherjamálsins. Meðal annars nefnir de Klerk félögin Otuafika Logistics og JTH Trading sem félög sem hann greiddi peninga til en þau tóku einnig við peningum í fléttunum í þeim anga málsins sem snertir Samherja. 

Um aðkomu Hage Geingob að málinu segir de Klerk meðal annars: „Shangala sagði mér að „stjórinn“ hefði skipað Hatuikulipi sem efnahagsráðgjafa sinn til að teikna upp kerfi til að taka við þessum fjárframlögum.“

„Ég fullyrði að það séu prima facie sönnunargögn sem sem sýni það að namibískir embættismenn muni gera allt sem þeir geta til að þagga niður í mér.
Marén de Klerk

Peningar til að halda völdum

Myndin sem de Klerk dregur upp er því af að Swapo-flokkurinn hafi, meðal annars með aðstoð Sacky og James en á endanum fyrir til stuðlan Hage Geingob forseta, veitt fyrirtækjum eins og Seaflower og Samherja aðgang að fiskveiðiauðlindum landsins gegn því að fyrirtækin greiddu þeim peninga leynilega og að þessir peningar hafi svo verið notaðir til aðstoða Swapo-flokkinn við að halda völdum í landinu.

Ef þetta er rétt nær spillingin í málinu upp til æðsta pólitíska valdhafa Namibíu og skýrir það hræðslu de Klerk við snúa aftur til Namibíu. Þess vegna vill hann halda sig í Suður-Afríku líkt og hann ræðir á síðustu blaðsíðu yfirlýsingar sinnar: „Ég fullyrði að það séu prima facie sönnunargögn sem sem sýni það að namibískir embættismenn muni gera allt sem þeir geta til að þagga niður í mér. Ég lifi nú þegar við afskipti, hótanir og áreiti frá þeim. Ég óttast um líf mitt, eiginkonu og barna. Þess vegna tilgreini ég ekki dvalarstað minn,“ skrifar de Klerk og undirstrikar að hann muni ekki yfirgefa Suður-Afríku vegna þessa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár