Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stjórnarformaður Arnarlax á 700 milljóna hlut í auðlindafyrirtækinu

Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur og helsti tals­mað­ur Arn­ar­lax, fékk kúlu­lán upp á hálf­an milllj­arð til að kaupa bréf í fyr­ir­tæk­inu. Hann er einn af fá­um sem hef­ur hagn­ast á lax­eldi á Ís­landi og tók 40 millj­óna arð út úr grein­inni í fyrra.

Stjórnarformaður Arnarlax á 700  milljóna hlut í auðlindafyrirtækinu
Arðgreiðslur ár eftir ár Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, er einn af fáum Íslendingum sem hefur grætt á laxeldi á Íslandi hingað til.

Stjórnarformaður laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, Kjartan Ólafsson, á tæplega 700 milljóna króna hlut í laxeldisfyrirtækinu og eru 500 milljónir fjármagnaðar með kúluláni frá stærsta eiganda Arnarlax, Salmar AS. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Kjartans, Gyðu ehf., sem heldur utan um hlutabréfaeign hans í Arnarlaxi, fyrir árið 2019. Ársreikningurinn varð nýlega aðgengilegur í gegnum ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra.  Kjartan þarf hvorki að greiða vexti né afborganir af láninu frá Salmar fyrir árið 2025 þegar allt lánið auk vaxta skal greiðast upp. Tilgangur starfsemi Gyðu er að halda utan um þessi hlutabréf Kjartans: „Félagið er eignarhaldsfélag utan um hlutabréfaeign í Arnarlax A/S.“ 

Með þessum hætti þá hefur Kjartan persónulega fjárhagslega hagsmuni af því að vöxtur Arnarlax verði mikill á Íslandi á næstu árum og fyrirtækið bæði framleiði eins mikið af eldislaxi og mögulegt er og eins að fyrirtækið tryggi sér eins mikið af framleiðsuleyfum og hugsast getur. Upplýsingarnar um eignarhlut Kjartans í Arnarlaxi sýna hvernig hann og Salmar hafa veðjað á að uppgangur Arnarlax í laxeldi á Íslandi verði töluverður á næstu árum og er Kjartan helsti íslenski stjórnandi fyrirtækisins sem á að leiða þennan vöxt. Út frá ársreikningi Gyðu fyrir 2019 er ekki að sjá að önnur veð séu fyrir láninu til Kjartans en hlutabréfin sjálf í Gyðu ehf. sem Salmar AS fjármagnar. 

Arnarlax var skráð á markað í Noregi fyrr á þessu ári og var umfram eftirspurn eftir hlutabréfum félagsins. 

Kjartan og líkindin við starfsmann banka

Salmar AS á ríflegan meirihluta hlutabréfa í Arnarlaxi, eða 59,36 prósent, eftir að hafa keypt tvo stóra íslenska hluthafa, Tryggingamiðstöðina og eignarhaldsfélagið Fiskisund ehf., út í febrúar í fyrra. Í kjölfarið er Arnarlax skilgreint sem dótturfélag Salmar AS af því norska félagið ræður meirihluta hlutabréfa í því. Hlutverk Kjartans í starfsemi Arnarlax er mikilvægt þar sem hann er helsta andlit og talsmaður fyrirtækisins í fjölmiðlum á Íslandi og eins gagnvart löggjafarvaldinu ef svo ber undir. Fréttir hafa verið sagðar um þátttöku Kjartans í því að kynna laxeldi fyrir íslenskum þingmönnum. 

„Ég vil ekki tjá mig í fjölmiðlum  um persónuleg viðskipti fjölskyldunnar“

Líkja má stöðu Kjartans gagnvart Salmar við stöðu starfsmanns fjármálafyrirtækis á Íslandi fyrir hrunið 2008, til dæmis Kaupþings, þar sem hann fær áhættulítið lán frá eiganda Arnarlax sem byggir á þeirri forsendu að hlutabréfin hækki í verði. Ef það gerist þá hagnast Kjartan en ef það gerist ekki þá er persónuleg áhætta Kjartans takmörkuð. 

Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Kjartans og reynt að fá hann til að svara spurningum um fjárfestingu sína í Arnarlaxi en hann svaraði ekki erindi blaðsins. 

Í eitt skipti sagði Kjartan að hann vildi ekki ræða um persónuleg fjármál fjölskyldu sinnar í fjölmiðlum. „Ég vil ekki tjá mig í fjölmiðlum  um persónuleg viðskipti fjölskyldunnar.“

Sýndi þingmönnum laxeldi í NoregiKjartan Ólafsson hefur síðastliðin ár verið einn helsti talsmaður laxeldis á Íslandi og hefur leitt vöxt Arnarlax. Hann hefur einnig staðið fyrir kynningum á laxeldi erlendis og sést hann hér með Kolbeini Proppé, þingmanni VG, þegar Alþingismenn kynntu sér laxeldi í Noregi.

Kjartan vill að Ísland framleiði 500 þúsund tonn

Eins og Stundin hefur fjallað ítrekað um hefur staðið yfir hörð umræða um framtíð laxeldis á Íslandi á milli talsmanna laxeldisins, meðal annars Kjartans og Landssambands fiskeldisfyrirtækja, sem nú hafa gengið í eina sæng með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), og Landssambands veiðifélaga (LV), ýmissa leigutaka laxveiðiáa og náttúruverndarsinna hins vegar.

Í þessari umræðu mætast sterkir hagsmunahópar með rúm fjárráð því laxeldismennirnir og margir hagsmunaaðilar í laxveiði eru afar fjársterkir. Einn helsti gagnrýnandi laxeldisins opinberlega er Óttarr Ingvason, eigandi Haffjarðarár sem er ein besta og dýrasta laxveiðiá landsins. 

Talsmenn laxeldis tala um jákvæðar efnahagslegar afleiðingar þess, sköpun starfa í greininni á Íslandi, afleidd störf og þá miklu eftirspurn sem er eftir eldislaxi á mörkuðum heimsins og nota þeir gjarnan Noreg, stærsta framleiðanda á eldislaxi í heiminum, sem jákvætt dæmi um þessa iðngrein. Þá benda talsmenn laxeldis á byggðaþróun og eflingu landsbyggðarinnar  sem jákvæða afleiðingu af því þar sem þessi starfsemi fer utan höfuðborgarsvæðisins. 

Andstæðingar laxeldisins tala hins vegar um slæm áhrif laxeldisins á náttúru Íslands, mögulega blöndun norsks eldislax við villta íslenska laxastofna og þá neikvæðu erfðablöndun sem í þessu getur falist, auk þess sem þeir halda þeirri staðreynd á lofti að hagnaðurinn í íslensku laxeldi lendi í vösum Norðmanna, sem eru stærstu hluthafar þess. Þá hafa þeir gagnrýnt að gjaldtakan af notkun auðlindarinnar sem sjórinn við Ísland er sé lítil.

„Því felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga í að rækta fisk á bláu ökrunum okkar með stóraukinni áherslu á fiskeldi“

Kjartan hefur verið einn helsti talsmaður aukins laxeldis í þessari umræðu síðastliðin ár. Hann hefur talað fyrir því að Ísland framleiði allt að 500 þúsund tonn af eldislaxi, sem er tæplega 19-földun miðað við þá nærri 27 þúsund tonna framleiðslu sem var í landinu í fyrra. Kjartan hefur sagt að mikil tækifæri felist í „bláum ökrum“ Íslands.  „Því felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga í að rækta fisk á bláu ökrunum okkar með stóraukinni áherslu á fiskeldi. Skýr stefna og markmiðasetning yfirvalda er nauðsynleg til að byggja ofan á þekkingu okkar og reynslu í sölu og framleiðslu sjávarafurða og tryggja þannig stöðu okkar sem leiðandi sjávarútvegsþjóð í heiminum til framtíðar.“

Kjartan hefur hagnast vel

Kjartan hefur sjálfur hagnast ágætlega á þeim uppgangi sem verið hefur í laxeldi á Íslandi á liðnum árum jafnvel þó að sá hagnaður sé takmarkaður þegar litið er til þess hver hagnaður hans gæti orðið með síðustu viðskiptum hans með láninu frá Salmar. Í ársreikningi Gyðu ehf. kemur fram að félagið greiddi 40 milljóna króna arð til móðurfélagsins, Bergs fjárfestingar, í fyrra. 

Berg fjárfesting hagnaðist um 70 milljónir króna í fyrra, meðal annars út af 40 milljóna króna arðgreiðslu frá Gyðu, og ráðgerði að greiða út 25 milljóna króna arð í ár vegna þess.  Í fyrra greiddi Berg út 20 millljóna króna í arð út vegna rekstrarársins 2018. 

Þessar arðgreiðslur bætast við arð sem Kjartan hefur tekið út úr laxeldisauðlindini þar á undan en árið 2017 seldi hann hlutabréf í Arnarlaxi fyrir tæplega 340 milljónir króna og greiddi móðurfélag þess út 125 milljóna króna arð til Kjartans vegna þessa. 

Kjartan er því, enn sem komið er, einn af fáum á Íslandi sem hefur náð að hagnast á laxeldi í sjókvíum við Ísland. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár