Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu

Um 850 karl­menn eru virk­ir á vef­svæð­um þar sem kven­hat­ur er ráð­andi. Ís­land mæl­ist lægst Norð­ur­land­anna en gögn héð­an eru ófull­kom­in. Jón Ingvar Kjaran pró­fess­or seg­ir rann­sókn­ir skorta og Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir aktív­isti seg­ir slíka um­ræðu bæði falda hér á landi og birt­ast með öðr­um hætti.

Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
Kynda undir hatri á konum Hundruð karla á Norðurlöndunum eru eru virkir á vefsvæðum þar sem kynt er undir kvenhatri og andstöðu gegn kynjajafnrétti. Mynd: Shutterstock

Um 850 karlmenn á Norðurlöndunum eru virkir á vefsvæðum þar sem kvenhatur er ráðandi. Í nýrri norrænni skýrslu kemur fram að ungir, norrænir menn komi saman á vefsvæðum, myndi þar eins konar bræðralög og kyndi undir hatri í garð kvenna og kynjajafnrétti. Ekki er þó talið líklegt að þessi menn muni grípa til einhverra aðgerða, ofbeldis til að mynda, líkt og gerst hefur í öðrum löndum.

 Jón Ingvar Kjaran, prófessor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands sem aðstoðaði við gagnaöflun hér á landi, segir að íslenskar rannsóknir á efninu skorti. Elísabet Ýr Atladóttir, femínískur aktívisti, sem einnig aðstoðaði rannsakendur, segir kvenhatandi orðræðu hér á landi vissulega til staðar en hún sé bæði faldari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og birtist einnig með öðrum hætti.

Skýrslan sem ber heitið „The Angry Internet“, og unnin var af Center for Digital Pædagogik í Danmörku, inniheldur greiningu á kvenhaturshópum á Norðurlöndunum. Byggir hún á rannsókn á færslum á vefsvæðum þar sem kvenhatur hefur verið greint, eins og Reddit og 4chan, auk annarra.

Hatursfull orðræða í garð kvenna lýðræðislegt vandamál

Í skýrslunni er lýst hópum sem þar sem þessi einkenni koma fram. Þeirra þekktastur er INCEL-hreyfingin, hreyfing karlmanna sem telja sig skírlífa gegn eigin vilja. Þekktast meðlimur INCEL-hreyfingarinnar er að líkindum fjöldamorðinginn Elliot Rodgers, sem myrti sex manns og særði fjórtán 23. maí árið 2014 í Isla Vista í Kaliforníu, áður en hann svipti sig lífi. Rodgers skilgreindi sig sem incel og skyldi eftir sig stefnuyfirlýsingu upp á 137 blaðsíður þar sem hann lýsti því hvernig hann hyggðist hefna þess að konur hefðu hafnað honum.

„Samfélag þar sem karlmanni leyfist ekki að stjórna sinni lakari hliðstæðu, konunni, verður skítasamfélag“

Í skýrslunni er vitnað í fjölda karla á Norðurlöndunum sem eru meðlimir í nethópum sem þessum. Þeir halda því meðal annars fram að börn einstæðra mæðra leiðist út í glæpi, að konur séu óhæfir leiðtogar og hið eðlilega ástand sé að karlmenn séu ráðandi afl. „Samfélag þar sem karlmanni leyfist ekki að stjórna sinni lakari hliðstæðu, konunni, verður skítasamfélag,“ er haft eftir einu, ónefndum norrænum karlmanni sem er meðlimur í slíkum nethópi.

Í skýrslunni segir að hatursfull orðræða í garð kvenna á vefsíðum sem þessum geti færst yfir á samskipti á öðrum samfélagsmiðlum. Það sé lýðræðislegt vandamál.

Gögn fyrir Ísland eru ófullkomin

Í skýrslunni kemur fram að Ísland mælist lágt og alla jafna langlægst á þeim vísum sem notaðir voru við rannsóknina. Það segir þó alls ekki alla söguna. Erfitt getur verið að greina þjóðerni þátttakenda á vefsvæðum sem þessum, þar eð þeir geti verið fullkomlega nafnlausir og samskipti fari að mestu leyti fram á ensku. Þá er sú aðferð sem notuð var við að greina lykilhugtök í orðræðu á þessum vefsvæðum þróaðri fyrir Danmörk, Svíþjóð og Noreg heldur en fyrir Finnland og Ísland. Flest bendi til að með þróaðri gervigreind hefði Ísland mælst töluvert hærra á þeim vísum sem miðað var við.

„Það er hellingur af kvenhatri á Íslandi, við vitum það alveg“

Jón Ingvar Kjaran, sem var skýrsluhöfundum til ráðgjafar við gerð rannsóknarinnar að því er Ísland varðar, segir að rannsóknir og gögn skorti hérlendis. „Þess vegna er þessi rannsókn kannski meira fókuseruð á Danmörk, Svíþjóð og Noreg. Þessi jaðarsvæði eins og Finnland og Ísland, það þarf bara meiri rannsóknar þar. Skýrslan segir okkur að það þurfi að skoða þetta betur, til dæmis þessa kallahópa á Íslandi sem hafa tekið þátt í þessari umræðu.“

Orðræðan falin á Facebook

Elísabet Ýr Atladóttir, aktívisti og einn stofnenda Málfrelsissjóðs í þágu þolenda kynbundins ofbeldis, segir að einn vandinn sem blasi við þegar kvenhaturs orðræða sé rannsökuð á Íslandi sé sá að stór hluti slíkrar umræðu fari fram í lokuðum hópum á Facebook, ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Slík gögn sé erfitt að komast yfir í rannsókn sem þessari. „Mjög mikið af íslensku orðræðunni er ofboðslega falið í þessari rannsókn, einfaldlega vegna þessa,“ segir Elísabet en hún benti rannsakendum einmitt á þessa staðreynd.

Spurð hvort hún telji, í þessu ljósi, ástæðu til að ætla að rétt sé að Ísland mælist lægra en hin Norðurlöndin þegar kemur að kvenhatandi orðræðu segir Elísabet að það sé erfitt að fullyrða um það. „Það er hellingur af kvenhatri á Íslandi, við vitum það alveg, en það birtist kannski ekki eins og þessi ameríska internetorðræða. Það er vegna þess að það er svo mikið umræða á Íslandi um orðræðu af þessu tagi að það hefur líklega ákveðinn fælingarmátt á karla að taka þátt í slíkri orðræðu. Kvenhatur á Íslandi birtist bara öðru vísi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár