Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lýsir faglegum vinnubrögðum þegar lífeyrissjóðurinn hafnaði Icelandair

Formað­ur Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna svar­ar seðla­banka­stjóra, sem hef­ur sent bréf á líf­eyr­is­sjóði og haf­ið form­lega könn­un á út­boði Icelanda­ir. Formað­ur sjóðs­ins seg­ir Icelanda­ir hafa fall­ið í grein­ingu er­lendra fag­að­ila, með­al ann­ars á stjórn­ar­hátt­um, sam­keppni og verð­mati.

Lýsir faglegum vinnubrögðum þegar lífeyrissjóðurinn hafnaði Icelandair
Stefán Sveinbjörnsson Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna og lýsir faglegu ferli við að hafna þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair.

„Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í yfirlýsingu sem barst rétt í þessu vegna ákvörðunar fjármálaeftirlits Seðlabankans um að hefja formlega könnun á útboði Icelandair.

Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum króna í útboði Icelandair sem lauk í síðustu viku, en samkvæmt niðurstöðu greiningar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var ekki áhættunnar virði að fjárfesta í félaginu.

Sniðgengu útboð Icelandair

Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti eigandi Icelandair, tók ekki þátt í hlutafjárútboði flugfélagsins, en fyrr á árinu höfðu stjórnarmenn í VR, sem tilnefnir 4 af 8 stjórnarmanna lífeyrissjóðsins, lýst yfir sniðgöngu í hugsanlegu hlutafjárútboði Icelandair vegna aðgerða fyrirtækisins gegn starfsfólki í kjarabaráttu, en Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og flugþjónum í miðri kjarabaráttu. Tilkynnt var á vef sjóðsins að stjórn sjóðsins hefði ákveðið að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar ákvörðun um einstaka fjárfestingar ekki eiga vera tekna af stjórn sjóðs sem skipuð er af hagsmunasamtökum og stéttarfélagi.  Ásgeir tilkynnti um ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar, sem hann er formaður fyrir, í morgun og gagnrýndi þar starfshætti lífeyrissjóði, nánar tiltekið út frá því að sjálfstæði stjórnarmanna væri ótryggt. „Við erum með stjórnir lífeyrissjóðunum sem skipaðar eru hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingar, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, heldur en af þessum aðilum,“ sagði hann. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framkvæmd þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kemur að einstökum fjárfesingum lífeyrissjóðanna.“

Icelandair féll í faglegri greiningu

Stefán Sveinbjörnsson, formaður sjóðsins sem átti stærstan hlut í Icelandair og ákvað engu að síður að sniðganga hlutafjárútboð fyrirtækisins, lýsir því hins vegar að ákvörðunin hafi verið tekin á faglegum forsendum. Eitt af því sem horft var til var stjórnhættir félagsins.

„Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól meðal annars í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni,“ segir Stefán í yfirlýsingu sinni.

„Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil“

Þá segir hann að niðurstaðan hefði verið að of mikil áhætta en of lítil vænt ávöxtun væri af því að fjárfesta í Icelandair.

„Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt.“

Yfirlýsing frá formanni stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair, eins og fram hefur komið. Vegna umfjöllunar um hlutafjárútboðið í fjölmiðlum vil ég koma á framfæri eftirfarandi.

Á vormánuðum kom fram að Icelandair ætlaði að fara í hlutafjárútboð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið einn stærsti hluthafi í Icelandair undanfarin ár og var strax ljóst að sjóðurinn þyrfti að taka afstöðu til þess hvort hann ætlaði að taka þátt í útboðinu eða ekki. Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt.

Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi.

Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu