Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Brynjari hótað fjárnámi vegna félags sem hann hefur reynt að slíta í 17 ár

Brynj­ar Sindri Sig­urðs­son hef­ur án ár­ang­urs reynt að slíta sam­eign­ar­fé­lagi sem hef­ur ekki starf­að frá ár­inu 2003. Nú er hon­um gert að greiða 340 þús­und krón­ur í dag­sekt­ir vegna þess að ekki hef­ur ver­ið kom­ið á fram­færi upp­lýs­ing­um um raun­veru­lega eig­end­ur fé­lags­ins, fé­lags sem hon­um var lof­að að væri bú­ið að koma fyr­ir katt­ar­nef, síð­ast fyr­ir tveim­ur ár­um.

Brynjari hótað fjárnámi vegna félags sem hann hefur reynt að slíta í 17 ár
Glímir við uppvakning Brynjar hefur án árangurs reynt að kveða niður draug sameignarfélags sem hætti starfsemi árið 2003. Mynd: Úr einkasafni

Brynjar Sindri Sigurðsson, bóndi í Miðhúsum í Blönduhlíð í Skagafirði, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gærkvöldi þegar að stefnuvottur sýslumannsins á Norðurlandi vestra renndi í hlað hjá honum og afhenti Brynjari greiðsluáskorun vegna ógreiddra dagsekta til ríkissjóðs. Dagsektirnar voru tilkomnar vegna þess að ekki hefði verið skilað upplýsingum um raunverulegan eiganda sameignarfélags.

Eftir að stefnuvottur var horfinn á braut stóð Brynjar eftir á hlaðinu, með kröfu um að greiða 340 þúsund krónur, og klóraði sér í kollinum yfir því að hann ætti að bera ábyrgð á að koma slíkum upplýsingum á framfæri um félag sem hann hefði fyrst gert tilraun til að slíta árið 2003, hefði ítrekað gert eftir það, síðast fyrir tveimur árum og aldrei fengið neinar tilkynningar um að hann bæri ábyrgð á að skila gögnum um raunverulega eigendur þess.

Forsaga málsins er sú að árið 2001 stofnaði Brynjar ásamt Guðrúnu Helgu Jónsdóttur konu sinni og þriðja manni semeignarfélagið JGB-Hljóð sf. á Siglufirði þar sem þau voru þá búsett. „Þetta félag var stofnað í kringum hljómsveit, eða eiginlega var það hljóðkerfaleiga. Við keyptum eitthvað agalegt kerfi því það var ekkert til á Siglufirði á þeim tíma sem hægt var að nota. Við áttum þetta saman þrjú, J-ið stóð fyrir Jóhann, G-ið fyrir Guðrúnu og ég heiti Brynjar. Félagið var starfandi til 2003 þegar ég og Guðrún konan mín fluttum frá Siglufirði.“

„Það var haft samband á Siglufjörð og við alla nema Guð almáttugan held ég til að leggja félagið niður“

Brynjar segir að þegar þau Guðrún hafi flutt frá Siglufirði hafi græjur félagsins verið seldar og tilraunir hafi hafist við að leggja niður félagið. „Ég talaði við sýslumanninn á Siglufirði strax þarna og gerði það sem mér var sagt að gera þar til að slíta félaginu. Mér var sagt að ég þyrfti bara að fylla út staðlað form til að slíta þessu og það var gert. Síðan hefur hins vegar alltaf eitthvað verið að poppa upp sem tengist þessu aflagða félagi. Yfirleitt hefur það verið áætlaðir skattar, virðisaukaskattur og svona. Ég hef þurft að eyða drjúgum tíma við að leiðrétta þessar kröfur, og það hefur nú alltaf tekist, nema þegar kemur að útvarpsgjaldinu. Einhvern tíma þurfti ég að greiða heilan helling af útvarpsgjaldinu, sem ég gerði, því mér var sagt að annars myndi aldrei takast að drepa þetta félag. Ég bara gerði það og reyndi þá enn einu sinni að fá þessu félagi slitið. Það gekk hins vegar ekki, ekki frekar en fyrri daginn.“

Stefnuvottur á sjúskaðri Toyotu

Fyrir um það bil tveimur árum síðan fékk Brynjar enn einn ganginn tilkynningar um að JGB-Hljóð ætti að standa skil á ýmsum opinberum gjöldum, og þótti honum nú orðið nóg um enda fimmtán ár síðan félagið hætti starfsemi og hann taldi sig hafa slitið því. „Þá fékk ég mér lögmann og við fórum og hittum sýslumanninn á Sauðárkróki. Niðurstaða þess fundar var sú að nú yrði þetta sameignarfélag loks aflagt. Það var haft samband á Siglufjörð og við alla nema Guð almáttugan held ég til að leggja félagið niður. Ég hélt að það hefði nú loks gengið en það hefur greinilega ekki gert það.“

Brynjar hafði engar póstsendingar fengið eða nokkrar aðrar tilkynningar er varða félagið, og engar kröfur um að skrá skyldi raunverulega eigendur þess, fyrr en í gærkvöldi þegar að stefnuvottur „á sjúskaðri Toyotu“ birtist í hlaðinu í Miðhúsum. „Ég var vinsamlegast beðinn um að kvitta fyrir móttöku á þessu skjali. Þetta lítur út fyrir mér núna þannig að þarna fyrir tveimur árum hafi tekist að af tengja nöfnin okkar frá þessu félagi, en það er einhvern veginn enn á lífi þrátt fyrir það. Félagið er bara skráð núna sem JGB-Hljóð, með eigin kennitölu og heimilisfang á Siglufirði. Mitt nafn kemur þarna aldrei fram, á þessari kröfu. Samt er þetta keyrt heim í Miðhús. Ég átti að taka við þessu en ekki Guðrún konan mín, sem þó átti þetta á sínum tíma með mér.“

Sautján ár án árangurs

Brynjar kvittaði fyrir móttökuna og stendur því eftir með kröfu um að borga 344 þúsund krónur, fyrir að hafa ekki gert grein fyrir raunverulegum eiganda félags sem hann hefur nú reynt að láta leggja niður í 17 ár, og vissi ekki betur heldur en að hefði loks tekist að afleggja fyrir tveimur árum. Í greiðsluáskoruninni er skorað á Brynjar að greiða dagsektina, sem svo er nefnd, innan 15 daga frá móttöku bréfsins. Að öðrum kosti megi hann búast við að krafist verði fjárnáms hjá honum. En hvað ætlar hann að gera í málinu? „Ég ætla nú að reyna að ná í lögmanninn aftur og biðja hann um að fara og tala við starfsmenn sýslumanns. Ég ætla helst ekki að gera neitt, nema að borga honum, vegna þess að ég get ekkert gert í þessu. Það eru sautján ár sem sanna það að ég get ekkert gert í þessu máli.“

„Ég sit eftir með Svarta-Pétur og neyðist til að finna út úr því hvernig ég get skilað skömminni, einhvern veginn“

Brynjar þarf því enn á ný að taka á sig fyrirhöfn og kostnað til að verjast þessu áreiti hins lífseiga félags. Hann segir óbærilegt að fá í höfuðið enn og aftur kröfur vegna félags sem sé í engum rekstri, sem engum skuldi neitt, sem ekkert eigi og margsinnis hafi verið reynt að afleggja.

„Þetta er auðvitað óþolandi, og ég bara trúi ekki að það sé ekki hægt að slökkva á þessu í kerfinu. Ef ég geri nú það sem ég er beðinn um núna, að gera grein fyrir því hverjir eru raunverulegir eigendur þessa félags, hvað gerist þá? Er ég þá enn á ný búin að vekja upp þetta sameignarfélag sem ég er búinn að reyna að slökkva á svo árum skiptir? Ég læt þetta svo sem ekki taka mig niður en ég er nú orðinn frekar þreyttur á að eiga við þetta opinbera kerfi. Þetta kostar allt, er leiðinlegt og virðist aldrei skila neinum árangri. Svo er þessi krafa um að gera grein fyrir raunverulegum eigendum þessa félags að mínu viti líka fullkomlega tilgangslaus. Það var alltaf ljóst hverjir stóðu að baki því, og ekki virðist það vera flókið að finna út úr því, í það minnsta tókst þeim að finna mig til að afhenda mér kröfubréfið. Ég sit eftir með Svarta-Pétur og neyðist til að finna út úr því hvernig ég get skilað skömminni, einhvern veginn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu