Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Grímur svarar ekki hvort Bláa lónið varpi 675 milljóna launakostnaði á ríkið

Bláa lón­ið sagði upp 403 starfs­mönn­um í morg­un. Geta lát­ið rík­ið greiða 85 pró­sent laun­anna á upp­sagn­ar­fresti. Ætl­að­ur kostn­að­ur sem Bláa lón­ið myndi spara sér með því er 225 millj­ón­ir á mán­uð.

Grímur svarar ekki hvort Bláa lónið varpi 675 milljóna launakostnaði á ríkið
Hefur ekki svarað Grímur Sæmundsen hefur ekki svarað því hvort Bláa lónið láti ríkið greiða laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Mynd: Kristinn Magnússon

Forstjóri Bláa lónsins, Grímur Sæmundsen, hefur ekki svarað þeirri spurningu hvort Bláa lónið sé að varpa allt 675 milljóna króna ætluðum launakostnaði yfir á ríkissjóð næstu þrjá mánuðina. Grímur hefur ekki svarað erindum Stundarinnar: Ekki símhringingum og ekki tölvupóstum né SMS-um.

Bláa lónið tilkynnti um uppsagnir 403 starfsmanna sinna í morgun.

Í gær, á Alþingi, skilaði efnahags- og viðskiptanefnd breytingartillögum við lagafrumvarp um aðkomu ríkissjóðs að greiðslu launa starfsmanna á uppsagnarfresti vegna áhrifa COVID-19. Frumvarpið mun að öllu óbreyttu verða að lögum og mun gilda afturvirkt frá 1. maí.  Til stendur að Bláa lónið opni aftur 19. júní.

Eins og Stundin greindi frá í lok mars þá hafa hluthafar Bláa lónsins tekið 12 milljarða króna í arð út úr fyrirtækinu á síðustu árum. Bláa lónið hefur verið eitt arðbærasta fyrirtæki landsins. Þrátt fyrir þetta setti Bláa lónið starfsmenn sína á hlutabætur sem ríkið greiddi.

Kostnaður ríkisins við að greiða launakostnað Bláa lónsins á hlutabótaleiðinni var tæplega 186 milljónir króna í mars og apríl. Þetta er rúmlega 1,5 prósent af arðgreiðslum fyrirtækisins síðastliðin ár. 

Þegar litið er kostnaður ríkisins vegna hlutabótaleiðarinnar og Bláa lónsins sést hversu ætlaður kostnaður vegna greiðslu launa á uppsagnarfresti er miklu meiri. Ef það er svo að Bláa lónið muni nýta þetta úrræði. 

Arðgreiðslur Bláa lónsins 2012 til 2019Bláa lónið nýtti hlutabótaleiðina í mars og apríl og sparaði sér 186 milljóna króna launakostnað. Hluthafar félagsins hafa tekið tólf milljarð í arð.

225 milljónir á mánuði

Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir 2018 námu meðallaun starfsmanna Bláa lónsins 657 þúsund krónum á mánuði það ár.

Ef þessi upphæð er notuð til að finna út þá ætluðu upphæð sem Bláa lónið sparar sér á mánuði ef fyrirtækið er að nýta þetta úrræði þá er um að ræða 225 milljónir króna á mánuði. Yfir þriggja mánaða tímabil, sem er lögbundinn uppsagnarfrestur fastráðinna starfsmanna nema að um annað sé samið, er um að ræða 675 milljónir króna sem fyrirtækið sparar sér. 

Tekið skal fram að ekki hefur gengið að ná tali af Grími Sæmundsen til að spyrja hann um þetta atriði, hvort fyrirtækið er að nýta sér þetta úrræði eða ekki. En þetta eru ætlaðar afleiðingar af því fyrir Bláa lónið og ríkissjóð ef svo er.

Samkvæmt úrræðinu greiðir ríkisvaldið 85 prósenta launa starfsfólks sem og launatengd gjöld þeirra upp að ákveðinni upphæð. 

Geta krafist vinnuframlags

Bláa lónið getur krafist vinnuframlags frá þeim starfsmönnum sem sagt hefur verið upp eins og gengur yfirleitt í slíkum aðstæðum.  Ef Bláa lónið er að nota ríkisstyrkina til þess að greiða laun þeirra á uppsagnarfresti þá mun ríkið þurfa að greiða laun starfsmannanna sem eru að vinna fyrir hluthafa Bláa lónsins næstu þrjá mánuðina. 

„Það er eithvað sem auðvitað mun koma til skoðunar út frá því hvað áfallið verður mikð og hvað þetta ástand varir lengi“

Eftir þetta getur Bláa lónið mögulega ráðið starfsmennina aftur í vinnu og þá staðið sjálft fyrir greiðslu launa þeirra að fullu. Bláa lónið tekur það sérstaklega fram í tilkynningunni að vonir standi til að geta ráðið starfsfólkið aftur í vinnu. „Mark­mið þeirra aðgerða sem Bláa Lónið hef­ur nú gripið til er að gera fyr­ir­tæk­inu kleift að kom­ast í gegn­um þá óvissu­tíma sem framund­an eru. Bláa Lónið, sem leiðandi fyr­ir­tæki í ís­lenskri ferðaþjón­ustu, ætl­ar sér að taka þátt í viðspyrnu grein­ar­inn­ar af full­um krafti þegar birta tek­ur að nýju,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki borist fréttir um meira fé í reksturinn

Í samtali við Stundina í lok mars sagði Grímur Sæmundsen, aðspurður um hvort hluthafarnir í Bláa lóninu setji ekki meira fé inn í félagið í ljósi þess hvað þeir hafa tekið mikið út úr því í gegnum árin: „Það er eithvað sem auðvitað mun koma til skoðunar út frá því hvað áfallið verður mikð og hvað þetta ástand varir lengi. Þetta er alveg fordæmalaust ástand og óvissan um framtíðina er svo mikil.“ 

Í tilkynnngunni um uppsagnirnar í morgun sagði hins vegar að áfallið vegna COVID-19 væri svo mikið að uppsagnirnar þyrftu að eiga sér stað. „Bláa Lónið hef­ur gripið til aðgerða til að bregðast við mikl­um sam­drætti og óvissu í ferðaþjón­ustu næstu miss­eri. Nú er orðið ljóst að áhrif­in af Covid-19 eru miklu um­fangs­meiri og lang­vinn­ari en vænt­ing­ar voru um.“

Þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir ívitnuð orð Gríms hér að ofan, hafa ekki borist fréttir þess efnis að eigendur Bláa lónsins hafi sett meira fé í reksturinn.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár