Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bláa lónið fær ríkisaðstoð eftir 12 milljarða arðgreiðslur: Dugir fyrir launum í tæp tvö ár

Upp­safn­að­ar arð­greiðsl­ur Bláa lóns­ins frá 2012 til 2019 nema rúm­lega 12.3 millj­örð­um króna. Fé­lag­ið var með eig­ið fé upp 12.4 millj­arða ár­ið 2018 en er eitt hið fyrsta sem nýt­ir sér hluta­bóta­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem rík­ið greið­ir 75 pró­sent launa 400 starfs­manna Bláa lóns­ins næstu mán­uði.

Bláa lónið fær ríkisaðstoð eftir 12 milljarða arðgreiðslur: Dugir fyrir launum í tæp tvö ár
Millljarður í arð Á síðastliðnum þremur árum hefur eignarhaldsfélag Gríms Sæmundsen, forstjóra og stærsta hluthafa Bláa lónsins, sem hann notar til að halda utan um eignarhlutinn greitt honum 1 milljarða króna í arð. Mynd: Kristinn Magnússon

Hluthafar Bláa lónsins hafa greitt sér út rúmlega 12,3 milljarða króna arð frá árinu 2012 en leita nú á náðir ríkisins eftir greiðslu á hluta af launum 400 starfsmanna sinna í kjölfar útbreiðslu Covid-19.

Tólf milljarða arðgreiðslur hluthafanna myndu nægja til að greiða óskert laun alllra starfsmanna Bláa lónsins í tvö ár miðað við heildarlaunagreiðslur fyrirtækisins árið 2018. Ársreikningur fyrir 2019 liggur ekki fyrir. 

Árið 2018 ár greiddi Bláa lónið laun upp á tæplega 6,2 milljarða króna og var hagnaður fyrirtækisins 3,7 milljarðar króna þetta. Eigið fé Bláa lónsins - eignir mínus skuldir - var 12,4 milljarðar þetta ár og  eignfjárhlutfall fyrirtækisins var 56 prósent. 

Hæsta arðgreiðslan

Hæsta arðgreiðslan í rekstrarsögu Bláa lónsins var greidd í fyrra vegna ársins 2018, rúmlega 4,1 milljarður króna, upphæð sem var 400 milljónum krónum hærri en hagnaðurinn árið á undan. Arðgreiðslan 2017 nam rúmlega tveimur milljörðum, 2016 var greiddur út tæplega 1.600 milljóna króna arður og 2015 var arðurinn rúmlega 1.330 milljónir króna.

Viðskiptavinir Bláa lónsins eru ferðamenn að 98 prósent leyti. Vegna útbreiðslu Covid hafa flugsamgöngur til og frá Íslandi nær alfarið dottið niður og þar með koma erlendra ferðamanna til landsins. Vegna þessa hrynja rekstrarforsendur Bláa lónsins í kjölfar COVID-19 faraldursins. 

Grímur: „Þungbær en óhjákvæmileg aðgerð“

Íslenska ríkið mun í kjölfar þessarar háu arðgreiðslu nú greiða 75 prósent af launum 400 starfsmanna Bláa lónsins næstu mánuði á móti 25 prósenta hlut eigenda fyrirtækisins. Fyrirtækið var með 764 starfsmenn í vinnu fyrir útbreiðslu Covid en sagði 164 upp fyrir nokkrum dögum og greindi svo frá því fyrir helgi að 400 starfsmenn myndu fara á hlutabæturnar sem íslenska ríkið greiðir. 

Tilkynning Bláa lónsins vakti athygli þar sem fyrirtækið var með henni eitt það fyrsta sem sagðist ætla að nýta sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar í kjölfar heimsfaraldursins þrátt fyrir að vera eitt besta stadda fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutabótaleiðin er aðferð til að minnka höggið af efnahagskreppunni vegna COVID-19 faraldursins, bæði fyrir fyrirtæki í rekstri eins og ferðaþjónustu sem verða fyrir miklum búsifjum, og eins til að vernda hag starfsfólksins sem um ræðir með því að gera því kleift að halda vinnunni í gegnum þetta samspil ríkisins og einkafyrirtækja.

Tekið skal fram að fyrirtækið lokaði Bláa lóninu og öðrum rekstrareiningum sínum þann 23. mars og hefur því engar tekjur um þessar mundir. Fyrirtækið er því í erfiðri stöðu eins og öll önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu. En ef það er eittthvert fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ætti að geta lifað af þessi harðindi þá er það Bláa lónið vegna þess að rekstur þess hefur verið nær fordæmalaus síðastliðin ár. Fyrirtækið á eigið fé upp á 12 milljarða króna þó skrúfast hafi snögglega fyrir tekjustreymið.

Í tilkynningu til starfsmanna Blá lónsins um uppsagnirnar og rekstarstöðu Bláa lónsins þann 26. mars sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti hluthafinn: „Aðgerðin er okk­ur þung­bær en óhjá­kvæmi­leg í ljósi aðstæðna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár