Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég hef gert ýmis mistök“

Dof­ri Her­manns­son, formað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti og full­trúi í jafn­rétt­is­ráði, seg­ir sárt að dæt­ur hans upp­lifi bar­áttu hans fyr­ir um­gengni sem and­legt of­beldi. Hann fer fram á að byggja upp sam­band við þær að nýju þótt þær hafi beð­ið hann um að láta sig í friði.

„Ég hef gert ýmis mistök“

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti og fulltrúi félagsins í jafnréttisráði, segir sárt að dætur sínar „upplifi baráttu hans fyrir að halda sambandi við þær sem andlegt ofbeldi gegn sér“.  Hann hafi gert ýmis mistök í samskiptum við þær, flest í örvæntingu yfir að vera að missa þær. Hann hafi beðist fyrirgefningar og geri það aftur núna.

Þetta kom fram í yfirlýsingu sem hann sendi í kjölfar þess að þær Kolfinna og Katrín Arndísardætur, dóttir og stjúpdóttir Dofra stigu fram í Stundinni og lýstu því hvers vegna þær ákváðu að slíta samskiptum við hann. Þar greindu þær frá miklu markaleysi í samskiptum við Dofra og lýstu framgöngu sem þær skilgreina sem andlegt ofbeldi, gaslýsingu og tilfinngalega kúgun. „Ég get ekki skilið hvað fær mann til að tala svona við barnið sitt, eða aðra manneskju yfirhöfuð. Þá ákvað ég að þetta væri komið gott. Það væri ekkert sem ég gæti gert til að laga samskiptin,“ sagði Kolfinna: „Þetta var orðinn svo langur tími þar sem hann hafði komið illa fram við mig og ég ákvað að láta ekki ganga svona yfir mig lengur,“ sagði hún meðal annars.

Lýstu markaleysi í samskiptum

Sögðu systurnar hann ekki hafa virt nein mörk sem þær settu honum, enn í dag sé hann að hafa samband þrátt fyrir að þær hafi beðið hann um að hætta því. Báðar sögðust þær hafa þurft að blokka símanúmerið hans en það hefði ekki dugað til því þá hafi hann hringt úr öðru númeri. „Hann hefur hringt í fólk mér nákomið og mætt óvænt í vinnuna til mín. Hann virti aldrei neitt sem ég sagði við hann,“ sagði Katrín.

„Ég upplifði þetta sem ofbeldi, vegna þess að þetta var gagngert gert til þess að sýna mér að hann myndi gera hvað sem er. Það skipti engu máli að ég segði nei. Þegar það er ítrekað ráðist svona inn á þitt persónulega svæði rænir það þig örygginu.“

Kolfinna tók undir það: „Engin mörk voru virt. Stundum mætti hann í vinnuna til mín. Hann fékk vaktaplanið hjá yfirmanni mínum sem vissi ekki að við værum ekki í samskiptum. Þá kom hann á kaffihúsið þar sem ég var að vinna og sat þar,“ sagði Kolfinna.

Hann hefði jafnvel komið óboðinn inn á heimilið og valdið henni miklu óöryggi með því. „Mér fannst brotið á mér þegar hann þvingaði sér inn á heimilið og fór ekki út þegar ég bað um það.“

Móðir þeirra fór fram á nálgunarbann, en því var hafnað. Fjölskyldunni var ekki talin stafa ógn af honum vegna þess að það er engin saga um líkamlegt ofbeldi. 

Báðu hann um að hættaKatrín og Kolfinna, stjúpdóttir og dóttir Dofra, ákváðu að stíga fram og segja sína sögu sjálfar í stað þess að leyfa honum að skilgreina hana fyrir sig. Um leið báðu þær hann um að hætta.

Slæm áhrif á velferð þeirra

Engu að síður sögðust dæturnar upplifa framgöngu hans sem ofbeldi. Hvað varðar framgöngu hans á opinberum vettvangi sögðust þær upplifa viðtöl sem hann hefur veitt og innsendar greinar frá honum sem áframhaldandi árásir: „Í raun var þetta megnasta ofbeldi gegn okkur. Framganga hans í fjölmiðlum hefur haft gríðarlega slæm áhrif á velferð okkar,“ sagði Katrín.

„Framganga hans í fjölmiðlum hefur haft gríðarlega slæm áhrif á velferð okkar“

Eftir að hann sendi frá sér enn einn pistilinn um foreldraútilokun, Leyfi til að elska, sem birtist á Vísi þann 25. apríl, hafi þær ákveðið að nú væri nóg komið. Þær sendu því frá sér yfirlýsingu þar sem þær greindu frá því að þær væru fullorðnar konur sem hefðu tekið sjálfstæða ákvörðun um að slíta samskiptum við hann vegna framgöngu hans. 

Það væri „með öllu óþolandi að ofbeldismaður klæði sig í dulargervi sjálfhverfs þolanda og kalli eftir samúð almennings.“

Kerfið hafi allt of oft brugðist börnum og þær væru að stíga fram í von um að hann hætti, samfélagið opni augun fyrir þessari tegund af ofbeldi og að verklegsreglum innan kerfisins verði breytt á þann veg að meira mark sé tekið á börnum sem greina frá óheilbrigðum aðstæðum. „Það er alltaf einhver sannleikur og hann er yfirleitt sá sem börnin segja,“ sagði Kolfinna.

Svaraði ekki spurningum 

Dofri valdi að bregðast ekki við fyrirspurn Stundarinnar í síðustu viku þar sem hann var inntur svara við ákveðnum atriðum í frásögn þeirra, svo sem því hvort hann hefði rætt við dætur sínar í aðdraganda skilnaðarins um að móðir þeirra væri veik á geði, líkt og Katrína og Kolfinna lýstu báðar. „Hann fór að tala mjög mikið um að mamma væri vond og að lokum um að hún væri geðveik,“ sagði Katrín og Kolfinna sagðist muna mjög vel eftir þeim áhyggjum sem þessar umræður ollu henni. „Ég sat uppi með svo skrítna ábyrgðartilfinningu sem fylgdi því að þurfa að svíkja mömmu og segja honum frá því þegar ég var ósátt við hana af því að hann sagðist vera að hjálpa henni og þyrfti að vita allt sem væri í gangi. Þá sagði ég honum allt. Ekkert slæmt, en það var sett í svo slæmt samhengi.“ 

Sjálfur hafði hann áður staðfest í viðtali sem hann veitti Stundinni árið 2015 að Kolfinna hefði verið í uppnámi vegna slíkrar umræðu, en hafnað því að nokkuð væri til í því: „Dóttir mín hélt því fram að ég væri alltaf að tala um það við hana að mamma hennar væri geðveik ofbeldismanneskja, sem er ekki satt. Ég hef aldrei haldið því fram að hún sé geðveik,“ sagði Dofri þá. 

Eins valdi hann að svara ekki spurningum um andlegt ofbeldi, markaleysi og fyrirsát. Sagðist hann vera upptekinn, en ítrekaði að hann hefði ekki átt í stríði við dætur sínar. Í yfirlýsingu sem hann sendi síðan frá sér á sunnudag sagðist hann hafa gert ýmis mistök. Hann hefði beðist fyrirgefningar vegna þess og gerði það aftur núna.

Eins og barninu  hafi verið rænt

Áður hafði hann hafnað því að bregðast við nafnlausri yfirlýsingu frá dætrunum sem birtist fyrst á Líf án ofbeldis, þar sem þær sögðust hafa slitið samskiptum við hann vegna „ofbeldis og ofríkis,“ en ekki vegna þess að þær hafi verið heilaþvegnar af móður sinni líkt og hann hefur byggt baráttu sína á.

Þess í stað veitti hann Kvennablaðinu viðtal þar sem hann ítrekaði að hann hefði misst dætur sínar vegna „foreldraútilokunar“ í kjölfar skilnaðar. Það væri eins og barninu hans „hafi verið rænt“, eins og það væri „sjúkdómur í fjölskyldunni“. „Það er mikilvægt að halda opinni umræðu um það ofbeldi sem foreldraútilokun er. Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi,“ sagði Dofri þá.

„Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi“

Sakaði hann móður dætranna að hafa beitt stelpurnar ofríki og borið haturshug í hans garð. Afleiðingar af slíku væri „alvarleg hollustuklemma“ sem gerir það að verkum að börn eigi ekki annarra kosta völ en að slíta samskiptum.

Gerði hann lítið úr frásögn þeirra: „Ég trúi að upplifun eldri stelpnanna sé sönn en ég veit líka fyrir víst að þær byggja hana á röngum upplýsingum. Það hvernig þær bregðast við passar algerlega við lýsingu á börnum sem hafna öðru foreldri sínu í kjölfar foreldraútilokunar.“

Nýtur stuðnings

Í máli Kolfinnu og Katrínu kom fram að Dofri ætti ekki erindi í jafnréttisbaráttuna, hvað þá í jafnréttisráð.  

„Um leið ég vissi að hann væri í jafnréttisráði missti ráðið trúverðugleika sinn fyrir mér,“ sagði Katrín. „Maður sem hefur valdið fjölskyldunni svona miklum skaða hefur ekkert í svona nefnd að gera. Ég skammast mín fyrir hann að gera þetta.“

Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Eftir hverjar kosningar skipar ráðherra ellefu manna jafnréttisráð, sem situr allt kjörtímabilið.

„Ég skammast mín fyrir hann að gera þetta.“

Félag um foreldrajafnrétti er með heilan fulltrúa á meðan Stígamót og Kvennaathvarfið deila einu sæti, en fengu að auki varamann.

Kolfinna gagnrýndi jafnramt að Félag um foreldrajafnrétti hefði fyrr á árinu fengið styrk frá félags- og barnamálaráðherra til að efla starfið. „Mér finnst hættulegt að menn sem skekkja umræðuna svona svakalega séu komnir í áhrifastöðu.“

Ljóst er að Dofri nýtur stuðnings Félags um foreldrajafnrétti. Varaformaður félagsins, Brjánn Jónsson, afgreiddi frásögn Katrínar og Kolfinnu sem „uppdikterað tilfinningaklám“ í umræðum um viðtalið í hópi #DaddyToo á Facebook, sem er andsvar forræðislausra feðra við #metoo-hreyfingunni. „Við erum að berjast við persónuleikaraskanir en ekki kyn. En í nafni öfgafemínisma má fórna konum, börnum og karlmönnum fyrir málstaðinn. Þær telja það rétt mæðra að ræna börnum frá feðrum og horfa framhjá mæðrum sem lenda í því sama,“ sagði Brjánn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár