Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.

Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
Þrjár úr Eyjum Þrjár af útgerðunum sjö eru í Vestmannaeyjum. Engin þeirra hefur nýtt sér hlutabótaúrræðið vegna COVID-faraldursins. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum.

Fjórar af útgerðunum sjö sem krefjast samtals 10,2 milljarða króna í skaðabótabætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu út af COVID-faraldrinum. Þetta segja framkvæmdastjórar þessara fjögurra útgerða: Ísfélags Vestmannaeyja, Hugins, Vinnslustöðvarinnar og Loðnuvinnslunnar  Stundin hefur ekki náð í forsvarsmenn hinna þriggja útgerðanna, Gjögurs, Eskju og Skinneyjar-Þinganess, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mögulegt er því að engin af útgerðunum hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. 

Samkvæmt hlutabótaleiðinni geta fyrirtæki sem verða fyrir tekjufalli og samdrætti í starfsemi sinni út af COVID-faraldrinum lækkað starfshlut starfsfólks síns niður í allt að 25 prósent og látið ríkið greiða meirihluta launa viðkomandi tímabundið. Komið hefur fram í Kjarnanum að Samherji hafi nýtt sér hlutabótaleiðina fyrir starfsfólk í fiskvinnslu sinni.  Mögulegt er að fleiri stórútgerðir en Samherji  nýti sér þessa leið en það hefur ekki komið fram ennþá. 

Afturkalli kröfurnarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur kallað eftir því að útgerðirnar afturkalli skaðabótakröfur sínar.

Gæti tekið mörg ár

Skaðabótakröfur útgerðanna sjö hafa vakið mikla athygli í vikunni eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um fjárhæðir stefnanna nú um helgina

Á þessu stigi er óljóst hvernig málunum lyktar og gæti liðið nokkur ár þar til þetta liggur fyrir þar sem málin munu fara fyrir dómstóla ef ekki verður samið um þau áður.  Umrætt mál er í rauninni margra ára gamalt þar sem útgerðirnar hafa reynt að sækja rétt sinn um langt skeið.

Vatnaskil urðu í málinu í lok árs 2018 þegar Hæstiréttur felldi dóma þess efnis að Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Hugin ehf. hefðu orðið fyrir fjártjóni út af makrílúthlutunum á árunum 2011 til 2018 sem byggðu á reglugerðum sem þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, setti. Niðurstaða hæstaréttar var að makrílnum hafi ekki verið úthlutað að fullu út frá veiðireynslu útgerðanna á makríl, líkt og gera hefði átt. 

Málið er því ekki nýtt og hefur margoft verið rætt í fjölmiðlum en opinberunin á stefnufjárhæðum útgerðanna sem og COVID-faraldurinn setja málið í nýtt samhengi. 

Ríkið stígur niður fæti

Miðað við orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í gær þá telur ríkið sig hafa góðan málstað að verja. Í ræðu á Alþingi í gær sagði hann: „Nú höfum við tekið til varna í þessu svo­kall­aða mak­ríl­máli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar góðar vænt­ingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólík­lega vill til að það mál fari rík­inu í óhag þá er það ein­falt mál í mínum huga að reikn­ing­ur­inn vegna þess verður ekki sendur á skatt­greið­end­ur. Reikn­ing­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

„Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar góðar vænt­ingar um að við munum hafa sigur í því máli“

Með síðastnefndu orðunum virtist Bjarni ýja að því að ef ríkið þyrfti að greiða skaðabætur til útgerðanna þá myndi slíkt leiða til aukinnar gjaldtöku á atvinnuveginn til að fjármagna þann reikning. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallaði sömuleiðis eftir því að útgerðirnar myndu afturkalla skaðabótakröfurnar. „Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefni­lega á ábyrgð okkar allra,“ sagði Katrín og tengdi kröfugerðina þar  með við COVID-faraldurinn. 

Tekjufall en full starfsemiFriðrik Már Guðmundsson segir að samdrátttur hafi orðið í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði en að starfsemin sé óbreyt þrátt fyrir COVID.

Tekjusamdráttur en allir í vinnu

Friðrik Már Guðmundsson, framkvæmdast Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að fyrirtækið hafi ekki farið í neinar uppsagnir út af COVID-faraldrinum, fyrirtækið sé með fulla starfsemi: „Ekki eitt stykki hefur farið á hlutabætur,“ segir Friðrik Már.  „Það eru ekki almenn smit í samfélaginu hér. Við höfum bara aðlagað okkur að breyttum aðstæðum og breytt vaktafyrirkomulagi i fiskvinnslunni. Auðvitað er tekjusamdráttur, það gefur augaleið. En við aðlögumst því. Enn sem komið er þá er full vinna í fyrirtækinu.“

Aðspurður um hvað honum finnist um þau ummæli forsætisráðherra að útgerðirnar afturkalli skaðabótakröfurnar segir hann: „Það er bara ekkert hægt að segja um þetta á þessu stigi. Auðvitað ráða menn sínum ráðum. Bjarni [Benediktsson] segir að ríkið sé með góðan málstað og það er bara gott mál. En ég vek bara athygli á því að það er alveg óljóst hvernig þetta mál mun fara. Það á eftir að kalla til dómskvadda matsmenn og svo framvegis,“ segir Friðrik. 

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrirtækið hafi ekki nýtt sér hlutabótaleiðina og að engum hafi verið sagt upp störfum. Hann segir að fyrirtækið sé á fullu að framleiða fisk sem er óseldur. „Við erum bara að framleiða birgðir sem eru óseldar. Það mun verða tekjusamdráttur, það mun verða verðfall á fiski. Starfsemin hefur verið í fullum gangi í gegnum alla kórónaveiruna,“ segir Sigurgeir, sem aldrei er kallaður annað en Binni. Hann segir að fyrirtækið hafi sent nokkra starfsmenn með undirliggjandi sjúkdóma heim vegna smithættu en að fyrirtækið hafi greitt laun viðkomandi á meðan. „Við höfum ekki nýtt hlutabótaleiðina og vorum að ljúka hérna stórri saltfiskvertíð og náð að halda öllu gangandi hérna,“ segir hann. 

Vilji útgerðanna að klára málið eftir lögformlegum leiðum

Páll Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn af hluthöfum Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, segir aðspurður að fyrirtækið hafi ekki nýtt sér hlutabótaleiðina.  Raunar liggur þetta í augum uppi hvað varðar Huginn þar sem fyrirtækið er ekki með fiskvinnslu í landi líkt og hinar útgerðirnar og lætur aðra frysta fiskinn fyrir sig. Möguleiki útgerða til að nýta sér hlutabótaleiðina snýst fyrst og síðast um starfsfólk þeirra í landi, aðallega í fiskvinnslum. „Spurningin er okkur eiginlega algjörlega óviðkomandi þar sem við erum ekki með neina starfsemi í landi,“ segir Páll. Vinnslustöðin er stærsti hluthafi Hugins með tæplega 50 prósent eignarhlut og er því einn allri stærsti hagsmunaaðilinn í málinu. 

„Við búum í réttarríki“

Aðspurður um hvað honum finnist um umræðurnar um skaðabótakröfur útgerðanna sjö segir hann að málið sé í farvegi og að eðlilegast sé að klára það fyrir dómstólum eða með öðrum lögformlegum hætti en ekki í fjölmiðlum. „Við búum í réttarríki og það er vilji til þess að þetta verði klárað þar en ekki í fjölmiðlum. En við skulum sjá til hvernig þetta þróast,“ segir Páll. 

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmanneyjum, segir að fyrirtækið hafi ekki og muni líklega ekki nýta sér hlutabótaleiðina. Aðspurður um tekjusamdrátt Ísfélagsins segir Stefán að vissulega hafi orðið tekjufall í rekstrinum en hvaða áhrif það hafi til lengdar liggi ekki fyrir. „Það er erfitt að svara því. Það er samdráttur til skemmri tíma en ég treysti mér ekki til að svara því til lengri tíma litið. Það stendur ekki til að nýtum okkur þessa leið eins og staðan er í dag. Við höfum sagt starfsfólkinu okkar að það standi ekki til að fara í neinar uppsagnir. Hér eru allir í vinnu,“ segir Stefán. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
FréttirMakríldómsmál

Kaup­fé­lag­ið fékk mak­ríl­kvóta vegna reglu­gerð­ar Jóns og á út­gerð sem krefst skaða­bóta út af sömu reglu­gerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.
Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
FréttirMakríldómsmál

Hug­inn hyggst sækja bæt­ur þó fimm út­gerð­ir hafi hætt við: „Minn hug­ur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.
Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
FréttirMakríldómsmál

Út­gerð­irn­ar sem krefjast bóta fengu 50 millj­arða mak­ríl­kvóta frá rík­inu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár