Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Olíuvinir“ auglýsa að vörur sínar hjálpi „þegar plága gengur yfir“

Sölu­að­il­ar Young Li­ving á Ís­landi ýja að því á sam­fé­lags­miðl­um að vör­ur sín­ar hjálpi gegn COVID-19. Fyr­ir­tæk­ið er um­deilt og sæt­ir hóp­mál­sókn fyr­ir píra­mída­s­vindl.

„Olíuvinir“ auglýsa að vörur sínar hjálpi „þegar plága gengur yfir“
Young Living olíur Íslenskir söluaðilar hafa undanfarið markaðssett ilmolíur í samhengi við heimsfaraldurinn.

Íslendingar í sölukeðju fyrirtækisins Young Living auglýsa nú vörur sínar í samhengi við útbreiðslu COVID-19 veirunnar á Íslandi. Söluaðilar segja að vörurnar hafi gefið „góða raun í Svarta Dauða hér um árið“, reynist vel „þegar að plága gengur yfir“ og gagnist ónæmiskerfinu „á þessum síðustu og verstu“.

Stundin hefur áður fjallað um Young Living, sem er umdeilt bandarískt fyrirtæki sem selur ilmkjarnaolíur í óljósum læknisfræðilegum tilgangi. Fyrirtækið stundar svokallaða tengslamarkaðssetningu (e. multi-level marketing), sem fer að miklu leyti fram á samfélagsmiðlum, og sætir hópmálsókn í Bandaríkjunum fyrir að vera milljarða dollara píramídasvindl sem nær allir þátttakendur tapi pening á.

Varað við markaðssetningunni

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur áður varað við þeim aðferðum sem dreifingaraðilar nota til að selja olíurnar, meðal annars með yfirlýsingum um að þær gætu læknað Ebóla-smit, Parkinson’s sjúkdóminn, einhverfu, krabbamein, elliglöp og MS sjúkdóminn. Stjórnendur hópsins „Olíuvinir“ fyrir íslenska dreifingaraðila á Facebook leggja áherslu á að meðlimir lofi engu um að olíurnar lækni sjúkdóma. „Athugið að notkun á hugtökum um lækningu eða sjúkdóma skal algjörlega forðast,“ segir í lýsingu á hópnum. „Hjálpumst öll að við að gera umræðuna sem mest á heilsu og vellíðunar stigi.“

Engu að síður auglýsa nú margir íslenskir dreifingaraðilar vörurnar í samhengi við faraldurinn sem gengur yfir á heimsvísu.

„Á þessum síðustu og verstu er full ástæða til að vekja athygli á Thieves vörunum frá Young Living,“ segir á sölusíðunni Einstakar olíur. „Nokkrir hafa bankað upp á í skilaboðum hjá mér undanfarna daga og viljað kaupa Thieves olíu - skiljanlega, þar sem Thieves er sú blanda sem gaf góða raun í Svarta Dauða hér um árið,“ segir í annarri færslu.

„Thieves er sú blanda sem gaf góða raun í Svarta Dauða hér um árið“

„Hins vegar er Thieves ekki lagervara þessa dagana, heldur hefur Young Living tæpast undan að framleiða Thieves og aðrar Thieves tengdar vörur s.s. handsprittið (gelið). Að sjálfsögðu sitja tryggir viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir þegar eitthvað kemur á lager. En örvæntið ekki: það er til fullkomin leið til að eignast Thieves olíuna, því hún er alltaf til sem hluti af premium startkittinu. Ef þú kaupir pakkann, þá ertu jafnframt orðin(n) skráður viðskiptavinur hjá Young Living - og pantar úr vefversluninni þeirra á 24% heildsöluafslætti.“

Forsenda er kaup fyrir 170 þúsund krónur

Ekki er tekið fram að slíkir viðskiptavinir þurfa að kaupa vörur fyrir um 100 dollara á mánuði, eða tæpar 170 þúsund krónur árlega, til að missa ekki stöðu sína í keðjunni og möguleikann á þóknun vegna innkaupa þeirra sem eru neðar í keðjunni.

Lilja Dhara Oddsdóttir, stofnandi Heilsumeistaraskólans, hefur keypt vörurnar í tvo áratugi og er ofarlega í keðju Young Living, með marga Íslendinga „í undirlínunni“ eins og það er kallað. „Þú vilt byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní - hugsa vel um heilsuna og ónæmiskerfið ALLTAF - ekki að gera það seinna, eða þegar að plága gengur yfir!“ skrifar hún á Facebook til að auglýsa olíurnar. „Just saying....“

„Ég ætla að segja þér hvernig þú getur, á auðveldan og einfaldan hátt, styrkt ónæmiskerfið þitt og innbyggðar varnir líkamans“

Einn söluaðili, síðan Hið nýja líf, auglýsir netnámskeið um styrkingu ónæmiskerfisins. „Flestir vírusar eru meinlausir, þeir búa í okkur, á okkur og þeir eru alls staðar í kringum okkur, þeir eru hluti af tilverunni okkar, alltaf,“ segir í kynningu á námskeiðinu. „En svo eru vírusar sem hafa áhrif á okkur, valda okkur veikindum og taka jafnvel líf. Af þeim vírusum eru sumir mjög smitandi, eins og Kórónu vírusinn, sem nú herjar um heim allan. Flestir fá væg einkenni, en ef ónæmiskerfið er ekki öflugt, þá ertu viðkvæmari fyrir þeim vírusum, sem ekki eru skaðlausir. Það besta sem þú getur gert, er að gera allt sem í þínu valdi stendur, til þess að efla ónæmiskerfið þitt og styrkja það, ég ætla að segja þér hvernig þú getur, á auðveldan og einfaldan hátt, styrkt ónæmiskerfið þitt og innbyggðar varnir líkamans.“

Loforð sögð „ekkert nema skýjaborgir“

Á Íslandi er óheimilt að reka fyrirtæki með þrepaskiptri tengslamarkaðssetningu, þó að eftir því sem Stundin hefur komist næst hafi opinberir aðilar ekki gert athugasemdir við starfsemi Young Living hérlendis. Í reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir er sérstaklega fjallað um að óréttmætt sé „að stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neytandinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“

Fyrirkomulagið óheimilt á ÍslandiÍ reglum um viðskiptahætti segir að óréttmætt sé „að stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neytandinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“ Hjá Young Living er krafist innkaupa fyrir 150 þúsund krónur á ári, ef meðlimur vill eiga kost á slíkri þóknun.

Hópmálsóknin gegn Young Living í Bandaríkjunum er á grundvelli RICO laganna svokölluðu, sem upphaflega voru sett til að ná til höfuðpaura glæpasamtaka og mafíufjölskyldna. Síðar hafa þau verið notuð í víðari skilningi gegn stjórnendum fyrirtækja og félaga vegna gjörða undirmanna þeirra sem þeir fyrirskipuðu.

„Í raun er Young Living ekkert annað en samtök í ætt við sértrúarsöfnuð sem predika hið falska og síhverfula loforð um fjárhagslega velmegun og annars konar lífsstíl,“ segir í stefnunni. „Young Living segir meðlimum sínum ranglega að þátttaka, sem krefst reglulegra mánaðarlegra greiðslna, muni skila sér í andlegum og veraldlegum gæðum, svo framarlega sem þeir haldi áfram að lokka að nýja meðlimi í Young Living fjölskylduna. En það loforð er ekkert nema skýjaborgir fyrir milljónir meðlima Young Living. Í raun hafa hinir stefndu ekki gert annað en að skapa ólöglegt píramídasvindl og hornsteinninn er áhersla Young Living á að fá nýja meðlimi umfram það að selja vörur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
3
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
9
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
10
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
8
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
9
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu