Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óttast að smitast af covid-19 á Ásbrú

Hæl­is­leit­end­ur sem dvelja í hús­næði Út­lend­inga­stofn­un­ar að Ás­brú í Reykja­nes­bæ ótt­ast covid-19 smit og forð­ast marg­ir að nota sam­eig­in­lega eld­hús­að­stöðu. Í fjöl­menn­asta úr­ræði stofn­un­ar­inn­ar búa sjö­tíu og sex karl­menn tveir og tveir sam­an í her­bergi. Upp­lýs­inga­full­trúi Út­lend­inga­stofn­un­ar seg­ir það gilda um íbúa á Ás­brú eins og aðra, að þeir verði að leggja sitt að mörk­um til að minnka lík­ur á smiti.

Óttast að smitast af covid-19 á Ásbrú
Húsið að Ásbrú Þar dvelja 76 karlmenn í tveggja manna herbergjum. Mynd: RÚV

„Margir okkar eru hræddir við að nota sameiginlega eldhúsið núna. Ég reyni til dæmis að útbúa mér mat á óvenjulegum tímum, svo að ég hitti sem fæsta í eldhúsinu,“ segir umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur að Ásbrú í Reykjanesbæ. Stundinni barst nýverið ábending um að einstaklingar sem starfa með hælisleitendum sem búa á Ásbrú óttist að þar geti breiðst út smit vegna mikils návígis. Útlendingastofnun er með tvö húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú. Í öðru þeirra dvelja nú 36 einstaklingar og í hinu 74. Maðurinn dvelur í því fjölmennara. 

Innan úr sameiginlegu eldhúsiMennirnir, 76 talsins, deila sömu eldhúsaðstöðunni. Margir þeirra forðast nú að nota hana, af ótta við að smitast af covid-19.

„Margir okkar eru hræddir við að nota sameiginlega eldhúsið núna“

 „Ég hef spurt aðra sem hér dvelja hvort þeir óttist covid-19. Þeir eru sumir áhyggjufullir, meðvitaðir um hættuna og reyna að verja sig, en ekki allir. Ég spurði einn þeirra í gær hvort hann væri hræddur. Hann sagði: „Nei, því ég ver mig vel. Ég er með sótthreinsandi gel á herberginu mínu. En ég er hræddur um að smitast í eldhúsinu eða þegar ég fer út í búð.“ Svo spurði ég annan mann hvort hann væri hræddur. Hann sagði: „Nei, Guð verndar mig.“ Hann sagðist ekki nota sótthreinsandi vökva. „Hvað kemur þetta Guði við?“ spurði ég þá. „Kórónavírusnum er sama á hvað þú trúir og eða hvaðan þú kemur.“ Annar maður sem ég ræddi við sagðist heldur ekki nota sótthreinsandi vökva. Hann væri vanur að þrífa hendur sínar vel og héldi því áfram. Hann sagðist líka vera hræddur við að nota eldhúsið.“ 

Allir nýir umsækjendur fari í 14 daga sóttkví

Óskað var upplýsinga frá Útlendingastofnun um til hvaða aðgerða hafi verið gripið til að minnka hættu á smiti á Ásbrú. Í svari frá Þórhildi Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, segir að mikil áhersla hafi verið á það lögð undanfarinn mánuð að vernda húsnæði umsækjenda og starfsstöðvar stofnunarinnar fyrir hugsanlegu smiti. „Frá upphafi hefur fyrirmælum sóttvarnalæknis, um að einstaklingar sem koma frá skilgreindum svæðum og löndum með mikla smitáhættu fari í 14 daga sóttkví við komuna til landsins, verið fylgt í hvívetna. Í samræmi við nýjustu fyrirmæli þurfa nú allir nýir umsækjendur um alþjóðlega vernd að fara í 14 daga sóttkví í sóttvarnarhúsi áður en þeir fara inn í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, óháð því frá hvaða landi þeir ferðast hingað. Þá hefur stofnunin komið sér upp aðstöðu við móttöku nýrra umsækjanda, sem er utan hefðbundinnar móttöku, svo hægt sé að skima fyrir einkennum og halda nýjum umsækjendum aðgreindum frá öðrum meðan unnið er að því að koma þeim í sóttvarnarhús.“

Sóttvarnarhúsið sem Þórhildur Ósk nefnir í svarinu er Fosshótel Lind á Rauðarárstíg. Því hefur tímabundið verið breytt í sóttvarnarhús og er það ætlað ferðamönnum, erlendum ríkisborgurum og öðrum sem geta ekki verið í sóttkví á eigin heimili. Í því eru sjötíu herbergi. 

„Frá upphafi hefur fyrirmælum sóttvarnalæknis, um að einstaklingar sem koma frá skilgreindum svæðum og löndum með mikla smitáhættu fari í 14 daga sóttkví við komuna til landsins, verið fylgt í hvívetna“

Þá segir Þórhildur að í því miði að minnka samneyti umsækjenda við aðra umsækjendur hafi vikuleg nafnaköll verið afnumin og auk þess geti umsækjendur nú hringt í starfsfólk þjónusteymis í stað þess að mæta í þjónustuviðtöl. Þá hafi þeim tilmælum jafnframt verið beint til starfsfólks stofnunarinnar að það gæti til hins ýtrasta að smitvörnum í samskiptum við umsækjendur og samstarfsfólk, í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli sóttvarnalæknis.

Herbergi að ÁsbrúMennirnir dvelja tveir og tveir saman í herbergi.

Hún bendir á að það eigi við umsækjendur um vernd eins og alla aðra að til þess að minnka líkurnar á smiti þurfi hver og einn að leggja sitt af mörkum. „Í öllu húsnæði fyrir umsækjendur um vernd á vegum stofnunarinnar var strax í febrúar komið fyrir handspritti við vaska og athygli vakin á mikilvægi handþvottar og aðgátar til að koma í veg fyrir smit á sérstökum veggspjöldum. Megináhersla hefur verið lögð á að upplýsa íbúa búsetuúrræða stofnunarinnar um hvað þeir geti gert til að draga úr líkum á smiti, í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli sóttvarnalæknis hverju sinni, og að þeir skuli strax leita læknisaðstoðar í síma 1700 finni þeir fyrir einkennum. Í úrræðunum á Ásbrú eru öryggisverðir með viðveru allan sólarhringinn sem íbúar geta leitað til ef veikindi koma upp eða annarrar aðstoðar er þörf.“

Hissa á kæruleysi Íslendinga

Maðurinn ræddi við blaðamann Stundarinnar á þriðjudaginn. Hann sagði að þann sama dag hafi hann séð sótthreinsandi vökva í eldhúsinu. Fram að því hafi hann ekki orðið var við að slíku hafi verið komið fyrir í húsinu af starfsmönnum Útlendingastofnunar. Margir íbúanna hafi hins vegar sjálfir komið sér upp sótthreinsandi vökva og hafi hann í herbergi sínu. Hann staðfestir að í sameiginlegu eldhúsi íbúa séu uppi á vegg upplýsingar um mikilvægi handþvottar og hvernig er best að verja sig gegn vírusnum, en að öðru leyti verði hann ekki var við sérstakar varnir. „En við erum flestir ungir menn og við skiljum hvað er að gerast og getum aflað okkur upplýsinga um hvernig er best að verja sig á netinu. Það þarf enginn að útskýra það fyrir okkur. Það væri hins vegar gott ef hér væri meira lagt upp úr hreinlæti, meira af sótthreinsiefni, hreinum tuskum og þess háttar.“

„Ég er svo hissa að sjá að Íslendingar virðast almennt ekki nota grímur“

Þrátt fyrir að návígið sé mikið á Ásbrú og eflaust flókið að forðast að margir smitist, komi upp smit þar, segist maðurinn helst óttast að smitast á ferðum sínum utan Ásbrúr. „Ég reyni að fara sem minnst út en stundum þarf ég að fara til að kaupa mat eða aðrar nauðsynjar. Ef ég fer út nota ég grímu. Ég er svo hissa að sjá að Íslendingar virðast almennt ekki nota grímur. Fólkið í Keflavík horfir á mig eins og ég sé eitthvað skrýtinn, að ganga með grímu. Ég hef aðeins séð eina aðra manneskju með grímu fyrir andlitinu. Og fólk notar heldur ekki hanska þegar það kaupir í matinn. Svo ég er eiginlega hræddari við að smitast í strætó eða í Bónus, heldur en hér í húsinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár