Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu

Fyrr­ver­andi út­gef­andi DV og Press­unn­ar keypti hús með kúlu­lán­um frá GAMMA og inn­eign á aug­lýs­ing­um. Fé­lag í eigu fyrr­ver­andi starfs­manns GAMMA eign­að­ist hús­ið eft­ir að þrengja tók að Birni Inga fjár­hags­lega.

Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu
Ekki lengur eigandi Björn Ingi á ekki lengur einbýlishúsið sem var keypt með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Einbýlishús sem Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefsíðunnar Viljans og fyrrverandi eigandi fjölmiðlanna Pressunnar og DV, keypti og greiddi fyrir meðal annars með auglýsingasamningi hjá miðlum sínum er ekki lengur í hans eigu. Björn Ingi fékk einnig kúlulán hjá sjóðstýringarfyrirtækinu GAMMA til að fjármagna kaupin. Umrætt einbýlishús komst í eigu félags sem fyrrverandi starfsmaður GAMMA á en hefur nú verið selt aftur. Björn Ingi hefur siglt mikinn öldusjó síðustu misseri en eftir að hafa flogið hátt í viðskiptalífinu hefur hann þurft að sæta því að missa eignir sínar á nauðungaruppboðum, auk þess sem gerð hafa verið hjá honum árangurslaus fjárnám.

Umrætt einbýlishús, sem er 238 fermetrar og stendur við Kirkjustétt í Reykjavík, keypti Björn Ingi með næsta fáheyrðum hætti um mitt ár 2016 af Guðmundi Gauta Reynissyni, einum helsta eiganda Húsgagnahallarinnar. Kaupin voru fáheyrð að því marki að Björn Ingi greiddi Guðmundi Gauta hluta kaupverðsins með 24 milljóna króna auglýsingainneign hjá fjölmiðlum sínum, eins og greint var frá í Stundinni í desember árið 2017. Ætla má að sú auglýsingainneign hafi átt að nýtast Húsgagnahöllinni, Dorma, Betra baki eða öðrum fyrirtækjum sem Guðmundur Gauti átti eða tengdist. Ekki náðist í Guðmund Gauta til að spyrjast fyrir um hvort hann hefði nýtt sér auglýsingainneignina alla.

Fjármagnað með tveimur kúlulánum frá GAMMA

Björn Ingi fékk einnig tvö kúlulán frá sjóðstýringarfyrirtækinu GAMMA til að fjármagna kaupin. Lánin, að upphæð 13 og 22 milljónir króna, fékk Björn Ingi frá sjóðnum GAMMA: Credit Oppurtunity Fund. Lánin sem um ræðir voru veitt til fjögurra og hálfs mánaðar og skyldu þau uppgreidd 30. desember árið 2016. Ári síðar, 8. desember 2017, voru lánin hins vegar enn á veðbandayfirliti hússins að Kirkjustétt. Heildarkaupverð hússins var 97 milljónir króna.

Björn Ingi seldi hins vegar félaginu AH Verktökum ehf. húsið árið 2018, samkvæmt afsali dagsettu 12. febrúar það ár. Samkvæmt afsalinu var þá búið að aflétta lánunum af veðbandayfirliti hússins. Kaupsamningur vegna þeirra viðskipta er hins vegar ekki aðgengilegur og því ekki hægt að fullyrða um hvernig þau viðskipti fóru fram eða hvað AH Verktakar greiddu fyrir húsið.

Kaupverð fæst ekki uppgefið

AH Verktakar er í eigu þeirra Arnars Haukssonar og föður hans, Hauks Halldórssonar. Arnar er fyrrverandi starfsmaður GAMMA og bróðir Gísla Haukssonar, stofnanda GAMMA og forstjóra þess allt þar til í mars árið 2018. Stundin hafði samband við Arnar og spurðist fyrir um hvernig það hefði komið til að félag hans hefði eignast húsið að Kirkjustétt. Arnar svaraði því til að hann hefði frétt af því að Björn Ingi vildi selja húsið og það hefði verið keypt í gegnum félagið AH Verktaka. Spurður hvert kaupverðið á húsinu var vildi Arnar engu svara um það og sagði það trúnaðarmál. Sem fyrr segir var kaupverð hússins 97 milljónir króna þegar Björn Ingi keypti það. Arnar sagði jafnframt að kaup félags hans á húsinu að Kirkjustétt tengdust á engan hátt lánveitingum GAMMA til Björns Inga.

AH Verktakar seldu svo húsið til hjónanna Þorláks Morthens, Tolla, og Guðrúnar Magnúsdóttur og er afsal þess efnis frá 8. janúar síðastliðnum. Kaupsamningur er ekki aðgengilegur og því ekki opinbert hvert kaupverð hússins var í þeim viðskiptum. Arnar Hauksson vildi heldur ekki tjá sig um það þegar Stundin leitaði eftir því.

Gjaldþrot og nauðungaruppboð

Stundin hefur áður fjallað um viðskipti og fjárhagsvandræði Björns Inga Hrafnssonar. Eftir að fjölmiðlafyrirtæki hans, Pressan og DV, urðu gjaldþrota hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot. Rannsóknin tengdist millifærslum frá fyrirtækjunum yfir á hans eigin reikninga en þeirri rannsókn lauk í febrúar á síðasta ári án þess að ástæða væri talin til að aðhafast í málinu.

Í janúar síðastliðnum voru fjórar eignir Björns Inga að Másstöðum í Hvalfjarðarsveit boðnar upp að beiðni ríkisskattstjóra, Hvalfjarðarsveitar, Vátryggingafélags Íslands, sýslumannsins á Vesturlandi, Landsbankans og Íslandsbanka. Foreldrar Björns Inga búa á Másstöðum og seldu syni sínum eignirnar. Í febrúar voru svo tvær sumarbústaðajarðir í eigu félags Björns Inga, Kringluturnsins ehf., sem hann á með viðskiptafélaga sínum, Arnari Ægissyni, boðnar upp að kröfu Grímsnes- og Grafningshrepps. Aðra jörðina keypti Ferðahúsið ehf. á 220 þúsund krónur en uppboð á hinni jörðinni var afturkallað.

Þá féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands 19. febrúar síðastliðinn þar sem Birni Inga var gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. 80 milljónir króna. Dómurinn féllst á að veðsetningu á eignum félagsins, sem gerð var með lánssamningi milli Pressunnar og Björns Inga, yrði rift. Í dómnum segir að ekkert hafi komið fram um að Björn Ingi hafi í raun og sann lánað Pressunni umrædda fjármuni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár