Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Sál­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af því hversu marg­ir leita sér hjálp­ar við al­var­leg­um vanda hjá þerap­ist­um, ráð­gjöf­um eða öðr­um með litla sem enga mennt­un sem styð­ur við með­ferð þeirra. Hafrún Kristjáns­dótt­ir sál­fræð­ing­ur seg­ir mál­ið al­var­legt. Flest­ir myndu gera at­huga­semd við það ef kjöt­iðn­að­ar­mað­ur gengi í starf hjartaskurð­lækn­is. Það sama ætti að gilda um þau sem hafa með and­lega heilsu fólks að gera.

Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur Hún hefur legið undir ámæli fyrir að tala opinskátt gegn meðferðum ófaglærðra sérfræðinga. Hún segir sjálfsagt að leita ólíkra leiða til að bæta líðan sína. Þegar geðraskanir séu í spilinu ættu ófaglærðir þerapistar og ráðgjafar þó að stíga til hliðar og láta fagmenntað fólk um meðferðina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að veita aðstoð eða meðferð við kvillum annarra. Gildir þá einu hversu alvarleg vanlíðan einstaklinganna er, hvort fólk þarfnast bara meiri gleði í líf sitt, hvort það á í hjónabandserfiðleikum, hefur orðið fyrir áfalli eða á jafnvel við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Oft bera þessir einstaklingar titla á borð við sérfræðingur, þerapisti eða ráðgjafi, en hefur þegar að er gáð litla, enga eða óhefðbundna menntun að baki starfsheitinu. Sálfræðingar sem blaðamaður Stundarinnar hefur rætt við fullyrða að innan fagstéttarinnar hafi margir áhyggjur af því hversu algengt það er að einstaklingar leiti sér aðstoðar við andlegri vanlíðan hjá „sérfræðingum“ sem hafa ekki fagmenntun eða lögverndað starfsheiti. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að fá starfandi sálfræðinga til þess að tjá sig opinberlega um málið. Margir veigra sér við því, þar sem þeir vilja ekki setja sig á háan hest, fá á sig stimpil yfirlætis eða menntahroka. Ein þeirra sem hefur tjáð sig opinberlega um málefnið þekkir einmitt það. „Það getur verið erfitt að gagnrýna og fá fyrir vikið að heyra það í morgunútvarpi allra útvarpsstöðva að þú sért menntasnobbari,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík. Vísar hún þar til þeirrar umræðu sem myndaðist í kjölfar þess að hún mætti vinsæla fyrirlesaranum Öldu Karen Hjaltalín í Kastljósi á RÚV. 

Alda Karen hefur fyllt Eldborgarsal Hörpu og Laugardalshöllina með fyrirlestrum sínum, svo ljóst er að hún snertir við mörgum. Kjarni þess sem hún boðar var einfaldur: „Þú ert nóg.“ Í viðtali við Ísland í dag í tengslum við viðburðinn LIFE Masterclass: Into Your Mind tjáði hún sig um sjálfsvíg og sagði það sorglegt þegar það eina sem fólk þyrfti í raun að gera vera að segja við sjálft sig að það væri nóg. Þetta gagnrýndi Hafrún harðlega, sagði það rangt að bjóða upp á svo einfalda lausn við flóknum vanda á borð við sjálfsvígshugsanir. Það gæti beinlínis aukið á vanlíðan viðkomandi. Mörgum þótti Hafrún ganga of langt í gagnrýninni og komu Öldu Karen til varnar. Það gerðu til að mynda samtökin Hugarafl, sem þökkuðu Öldu Karen fyrir að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og benda á að jafnvel einföld ráð eins og möntrur geti virkað. „Það er ekkert gaman að vera á milli tannanna á fólki á þennan hátt,“ segir hún. Henni renni þó blóðið til skyldunnar og því láti hún sig hafa það að sitja undir ásökunum um menntahroka. Hún tekur fram að hún telji ekki að allir þurfi að leita til sálfræðings, líði þeim illa. „Ef mér sjálfri líður illa út af einhverju í mínu lífi finnst mér oft best að tala við vini og fjölskyldu. Ég fæ góð ráð hjá þeim og þá líður mér betur. Það er líka alveg satt, sem margir segja, að það getur verið fín meðferð við depurð að fara út að ganga. Það þarf ekki alltaf að leita til sálfræðings. En þegar við erum að tala um geðraskanir snýr málið öðruvísi við okkur. Ég sé ekki fyrir mér að einhverjum þætti snobbað af hjartaskurðlækni að gera athugasemd við það að kjötiðnaðarmaður færi í að skera manneskju upp.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár