Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fagnar sjö ára afmæli í dag og verður fluttur úr landi á mánudag

Muhammed Zohair Faisal á sjö ára af­mæli í dag og á marga vini í Vest­ur­bæj­ar­skóla sem vilja fagna því með hon­um. Lík­lega verð­ur þó lít­ið um veislu­höld, því til stend­ur að fylgja hon­um úr landi á mánu­dag­inn með for­eldr­um sín­um, Niha og Faisal. Þau eru bæði há­skóla­mennt­uð, hafa beð­ið í tvö ár eft­ir úr­lausn sinna mála hér á landi og máttu ekki vinna á með­an. Und­ir­skrifta­söfn­un fyr­ir þau var sett af stað seint í gær­kvöldi sem 3.300 manns höfðu skrif­að und­ir up­p­úr há­degi í dag.

Fagnar sjö ára afmæli í dag og verður fluttur úr landi á mánudag
Muhammed Þegar pabbi hans sagði honum að þau væru að fara til Pakistan leist honum vel á það ferðalag. Hann hélt þau væru að fara í ferðalag og spurði: „En hvenær komum við svo aftur heim?“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Uppúr klukkan tíu í gærkvöldi settu foreldrar vina Muhammeds Zohair Faisal, sem er sjö ára nemandi við Vesturbæjarskóla, af stað undirskriftarsöfnun til að þrýsta á íslensk stjórnvöld að hætta við brottvísun hans og foreldra hans á mánudaginn, 3. febrúar. Undirskriftarsöfnunin hlaut strax mikið brautarfylgi, um miðnætti höfðu 750 manns skrifað undir hana. 3.300 manns höfðu skrifað undir hana í hádeginu í dag og bætist hratt í hóp fólks sem skrifar undir. 

Muhammed á sjö ára afmæli í dag, laugardaginn 1. febrúar. Hann var fjögurra ára, alveg að verða fimm, þegar foreldrar hans komu til Íslands og sóttu um hæli hér. Þau eru frá Islamabad í Pakistan en hafa ekki komið þangað í tíu ár. Áður en þau komu til Íslands bjuggu þau í nær áratug í Óman. Að búa í Pakistan var ekki inni í myndinni fyrir þau, þar sem þau óttast hefndaraðgerðir fjölskyldu hennar. Þau giftu sig í óþökk föðurbróður hennar, sem að þeirra sögn var áður fyrr hátt settur maður í Alríkislögreglu Pakistan. Hann er jafnframt faðir mannsins sem Niha átti að giftast. Því til viðbótar eru þau Faisal og Niha ekki úr sömu stétt, en brúðkaup stétta á milli er illa séð á þeirra heimaslóðum. 

Niha, Muhammad og FaisalUm það bil tíu ár eru frá því hjónin yfirgáfu Pakistan. Þau giftust í óþökk fjölskyldu hennar og óttast um afdrif sín þar.

Faisal og Niha eru bæði háskólamenntuð á sviði viðskipta, hann með meistaragráðu og hún með BS-gráðu. Í Óman vann Faisal við bókhald í byggingariðnaði og hún vann í banka. Þau áttu gott líf þar en höfðu hins vegar ekki möguleika á að fá ríkisborgaraétt. Þar sem þau óttuðust að missa atvinnuleyfið og þurfa að fara aftur til Pakistan ákváðu þau að fara lengra í burtu, eitthvert þar sem þau væru örugg. Eftir nokkra leit að öruggasta staðnum tóku þau ákvörðun um að fara til Íslands. Þau seldu bílinn sinn, sögðu upp störfum sínum og yfirgáfu heimili sitt. Þau komu hingað í desember 2017 og sóttu um hæli hér. Þau áttu ekki von á því að fram undan yrði langur tími sem færi fyrst og fremst í bið og að þau mættu ekki nýta menntun sína og reynslu til að vinna á meðan.

„Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans“

Biðin hefur reynt á þau Faisal og Nihu en sonur þeirra varð ekki var við hana. Á meðan á henni hefur staðið hefur hann aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann talar lýtalausa íslensku, stendur sig afburðavel í skóla, lyndir vel við skólasystkin sín og á góða vini. „Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans. Faisal, viltu sýna henni heimavinnuheftið hans?“ segir Niha. Þau taka fram stærðfræðibók sem sýnir ansi flókna útreikninga, með margföldun og deilingu hárra talna. 

Þau tóku á móti blaðamanni í litlu stúdíóíbúðinni þar sem þau hafa búið undanfarin tvö ár. Í kringum þau eru ferðatöskur, þau eru byrjuð að pakka fyrir ferðina sem þau vilja síst af öllu fara í. Þegar Faisal sagði Muhammad fyrir nokkrum dögum að fjölskyldan væri að fara til Pakistan varð hann spenntur, því þangað hefur hann aldrei komið. Hann hélt þau væru að fara í ferðalag og spurði strax: „En hvenær komum við svo aftur heim?“ „Ísland er eina heimilið sem hann þekkir,“ segir pabbi hans. 

VinirMuhammed með vinum sínum, Bjarti og Illuga.

Í beiðninni til stjórnvalda nefna stuðningsmenn fjölskyldunnar þá staðreynd, að Muhammed þekkir ekki heimaland foreldra sinna, heldur lítur á Ísland sem sinn stað í tilverunni. „Þegar málsmeðferð ungs barns hefur staðið yfir í  rúmlega tvö ár bera stjórnvöld ríkar skyldur gagnvart barninu, sem dvalið hefur hér stóran hluta ævi sinnar og aldrei séð heimaland foreldranna. Íslensk stjórnvöld hafa gefið það út að Ísland skuli verða besta land í heimi fyrir börn. Sýnum það í verki,“ segir í áskoruninni. 

„Ísland er eina heimilið sem hann þekkir“

Þegar lögreglan kom að undirbúa fjölskylduna fyrir brottflutninginn og skoða hversu mikinn farangur hún hygðist taka með sér tók Mohammed lögreglumönnunum opnum örmum, vildi sýna þeim dótið sitt og leika við þá. Hann spurði þá líka hvort þeir vildu ekki bara búa með þeim, þarna í íbúðinni. „Hann er svona opinn og glaður strákur og vill vera vinur allra. Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn. Þeir tóku honum líka vel og voru góðir við hann. Svoleiðis er þetta á Íslandi. Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur. Það er annað en við megum eiga von á í Pakistan. Þar er ekki komið svona vel fram við þig, nema þú sért hátt settur. Í Pakistan eru heiðursmorð ennþá við lýði. Við erum mjög hrædd við að fara þangað aftur,“ segir Niha. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár