Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi

Sjö ára nem­andi í Vest­ur­bæj­ar­skóla vill taka stærð­fræði­verk­efn­ið sitt í skól­an­um með sér ef hann verð­ur send­ur úr landi á mánu­dag.

Muhammed í dag Muhammed hefur búið í tvö ár á Íslandi. Hann sýnir hér skólaverkefnið sitt í fyrsta bekk í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning, og útskýrir það sem bíður hans.

Muhammed litli býst ekki við að ná að klára skólaverkefnið sitt í Vesturbæjarskóla, svokallaðan renning. Í verkefninu skrifa börnin niður tölur, eins háar og þau ná. Hann er kominn vel yfir fimm þúsund, og fékk borða með íslenska fánanum þess til staðfestingar, en stefnir að tíu þúsund. 

„En ég næ ekki að fara í það,“ segir Muhammed.

Ferðatöskur og afmæli

Stundin hitti Muhammed og fjölskyldu hans í dag á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Heimilið var annars vegar undirlagt af sjö ára afmæli hans og hins vegar ferðatöskum. 

Ástæðan er að íslensk yfirvöld hafa úrskurðað að þau eigi að fara til Pakistan á mánudag. Þau hafa búið hér í tvö ár og komu hingað frá Óman, en samkvæmt úrskurði útlendingayfirvalda ber að senda þau til Pakistan, upprunalands síns.

Sjö ára í dagMuhammed er glaðlyndur og tók lögreglumönnunum vel.

Þegar Muhammed frétti að hann myndi fara úr landi, til Pakistan, brást hann vel við og spurði hvenær þau myndu koma aftur. Hann hefur eignast góða vini á Íslandi og talar vel íslensku. Svarið er að þau eiga ekki von á því að koma aftur.

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm ætla ég að fara“

„Ég ætla að fara í skóla þriðja febrúar, en klukkan fimm, þá ætla ég að fara,“ útskýrði Muhammed í dag. Hann sér hins vegar lausn á skólaverkefninu. „Ég má líka taka renningin með til Pakistan.“

Þegar þetta er skrifað hafa 8.500 manns undirritað mótmælalista gegn brottvísun fjölskyldunnar.

Bæði háskólamenntuð í viðskiptum

Foreldrar hans, Faisal og Niha, eru bæði háskólamenntuð á sviði viðskipta, hann með meistaragráðu og hún með BS-gráðu. Í Óman vann Faisal við bókhald í byggingariðnaði og hún vann í banka. Þau áttu gott líf þar en höfðu hins vegar ekki möguleika á að fá ríkisborgaraétt. Þar sem þau óttuðust að missa atvinnuleyfið og þurfa að fara aftur til Pakistan ákváðu þau að fara lengra í burtu, eitthvert þar sem þau væru örugg. Eftir nokkra leit að öruggasta staðnum tóku þau ákvörðun um að fara til Íslands. Þau seldu bílinn sinn, sögðu upp störfum sínum og yfirgáfu heimili sitt. Þau komu hingað í desember 2017 og sóttu um hæli hér. Þau áttu ekki von á því að fram undan yrði langur tími sem færi fyrst og fremst í bið og að þau mættu ekki nýta menntun sína og reynslu til að vinna á meðan.

„Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn.“

Bauð lögreglumönnum að búa hjá þeim

Með vinumMuhammed er opinn og vinsæll og hefur eignast góða vini í Vesturbæjarskóla og á leikskólanum Dvergasteini. Hér er hann með vinum sínum Bjarti og Illuga.

Biðin hefur reynt á þau Faisal og Nihu en sonur þeirra varð ekki var við hana. Á meðan á henni hefur staðið hefur hann aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann talar lýtalausa íslensku, stendur sig afburðavel í skóla, lyndir vel við skólasystkin sín og á góða vini. „Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans. Faisal, viltu sýna henni heimavinnuheftið hans?“ spyr Niha. Þau taka fram stærðfræðibók sem sýnir ansi flókna útreikninga, með margföldun og deilingu hárra talna. 

Fyrir Faisal og Nihu er Pakistan ekki valkostur. Niha átti að giftast syni föðurbróður síns, samkvæmt ákvörðun fjölskyldunnar, en ákvað að giftast Faisal. Þar sem þau eru af sitt hvorri stétt brutu þau um leið reglur samfélagsins, sem heimila ekki hjónaband þvert á stéttir. 

„Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur.“

Þegar lögreglan kom að undirbúa fjölskylduna fyrir brottflutninginn og skoða hversu mikinn farangur hún hygðist taka með sér tók Mohammed lögreglumönnunum opnum örmum, vildi sýna þeim dótið sitt og leika við þá. Hann spurði þá líka hvort þeir vildu ekki bara búa með þeim, þarna í stúdíóíbúðinni. „Hann er svona opinn og glaður strákur og vill vera vinur allra. Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn. Þeir tóku honum líka vel og voru góðir við hann. Svoleiðis er þetta á Íslandi. Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur. Það er annað en við megum eiga von á í Pakistan.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu