Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill ræða „málefnalega og ekki mjög gildishlaðið“ um mannréttindi og Trump

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra varði banda­rísk stjórn­völd þeg­ar um­ræð­an um fanga­flug um ís­lenska loft­helgi stóð sem hæst ár­ið 2006. „Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðs­mynd­um sem hátt­virt­ur þing­mað­ur dreg­ur hér upp, enda finnst mér það vera nokk­uð hæp­ið,“ sagði hann að­spurð­ur um pynt­ing­ar og hugs­an­legt fanga­flug Banda­ríkj­anna um Ís­land í fram­tíð­inni í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag.

Vill ræða „málefnalega og ekki mjög gildishlaðið“ um mannréttindi og Trump

„Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðsmyndum sem háttvirtur þingmaður dregur hér upp, enda finnst mér það vera nokkuð hæpið, virðulegi forseti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Alþingi í dag eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði hvort ráðherrann hygðist tryggja að Ísland yrði ekki millilendingarstaður fyrir fangaflug Bandaríkjanna í framtíðinni. Vísaði hún sérstaklega til þess að Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, hefði lýst yfir vilja til að hefja aftur pyntingar. 

„Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til þess að geta þar stundað pyndingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyndinga til þess að ná fram að sögn mikilverðum upplýsingum,“ sagði Þórhildur og bætti við:

„Ég vil spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra út í það hvað hann hyggist gera til þess að tryggja að sagan endurtaki sig ekki, að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og við gerðum hér og eins og kom í ljós í skýrslu 2007 að Ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn. Ég vil spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra að því hvort hann deili þeim áhyggjum mínum. Hvað hyggst hann gera til þess að koma í veg fyrir að íslenskir flugvellir verði millilendingarstaður fyrir fangaflug Bandaríkjanna eins og allar líkur eru á að þeir hafi verið í tíð forvera Trumps, George Bush yngri? Hvað ætlar hann að gera til þess að koma í veg fyrir að það gerist? Hvernig ætlum við að tryggja að við tökum ekki þátt og eigum ekki hlutdeild í stríðsglæpum eins og við gerðum hér um árið?“

Í svari sínu sagði Guðlaugur að íslensk utanríkisstefna myndi áfram grundvallast á sömu gildum og áður. „Ég held að það sé besta leiðin til þess að berjast fyrir mannréttindum, að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. Ég held að sé best að gera það með þeim hætti. Við munum standa fyrir það sem við höfum staðið fyrir fram til þessa í utanríkisstefnu okkar,“ sagði Guðlaugur og bætti því við að hann vildi ekki leggja út af sviðsmyndum Þórhildar, enda þætti honum það „nokkuð hæpið“. 

Varði sjálfur bandarísk stjórnvöld
þegar fangaflugsmálið kom upp

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þá forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands, lýstu yfir stuðningi við Íraksstríðið árið 2003 án þess að málið væri borið undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vörðu ákvörðunina af mikilli hörku og hæddust að stjórnarandstöðunni þegar þingmenn hennar tóku málið upp. 

Með stuðningnum við Íraksstríðið var bandarískum stjórnvöldum veittur aðgangur að íslenskri lofthelgi og heimild til að nota Keflavíkurflugvöll ef nauðsyn krefði vegna aðgerða í Írak. Árið 2005 greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að flugvélar á vegum CIA, sem grunur lék á að flyttu fanga, hefðu lent á Íslandi í að minnsta kosti 67 skipti frá árinu 2001. Sömu vélar flugu til og frá Texas og Washington í Bandaríkjunum og Búkarest í Rúmeníu þar sem starfrækt voru leynifangelsi og viðhafðar pyntingar. Í skýrslu sem hugveitan Open Society Foundation birti árið 2013 er fullyrt að án samstarfs við ríki á borð við Ísland hefði fangaflug CIA aldrei verið mögulegt, en í því fólst að menn grunaðir um hryðjuverk voru numdir á brott og flogið með þá í leynifangelsi víða um heim þar sem þeir voru pyntaðir. Með þessu brutu Bandaríkin alþjóðalög, svo sem Genfarsáttmálann um verndun stríðsfanga, og skýldu sér á bak við að ekki væri um hefðbundna stríðsfanga að ræða heldur hryðjuverkamenn.

Á meðal þeirra sem vörðu Íraksstríðið voru Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra. Þegar rætt var um fangaflug og pyntingar á Alþingi árið 2006 átaldi Guðlaugur Þór stjórnarandstöðuþingmenn fyrir yfirlýsingagleði. Tók hann sérstaklega fram að bandarískir ráðamenn hefðu gefið út yfirlýsingar „þar sem þeir vísa því á bug að þeir stundi pyndingar“. Þetta sagði hann þrátt fyrir að á þessum tíma hefði þegar verið fjallað ítarlega, bæði í íslenskum og erlendum fjölmiðlum, um pyntingar og mannréttindabrot bandarískra stjórnvalda í fangelsum á borð við Guantanamó á Kúbu og Abu Ghraib í Írak.

„Það er ekkert sem kallar á að vera með
þessar stóru yfirlýsingar“

„Komið hafa yfirlýsingar frá Bandaríkjamönnum þar sem þeir vísa því á bug að þeir stundi pyndingar og á sama hátt hafa þeir samþykkt ný lög 15. desember síðastliðinn um það efni. Það er ekkert sem kallar á að vera með þessar stóru yfirlýsingar sem hæstvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið með, ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt meðferð Bandaríkjanna á föngum og millilendingu CIA-flugvéla á íslandi harðlega. 

Eins og fram kom á Alþingi í dag hefur Guðlaugur ekki áhyggjur af því að sagan endurtaki sig í stjórnartíð Donalds Trump eða að Keflavíkurflugvöllur verði aftur notaður við fangaflug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár