Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslenskar konur deila sögum af fyrsta kynferðislega ofbeldinu

Í kjöl­far um­mæla Don­alds Trump um að hann mætti áreita kon­ur vegna frægð­ar sinn­ar deildi kanadíski rit­höf­und­ur­inn Kelly Oxford reynslu sinni af fyrsta kyn­ferð­is­legu of­beld­inu sem hún varð fyr­ir. Hild­ur Lilliendahl opn­aði á um­ræð­una fyr­ir ís­lenska Twitter-not­end­ur og er þar nú að finna fjöld­ann all­an af slá­andi reynslu­sög­um.

Íslenskar konur deila sögum af fyrsta kynferðislega ofbeldinu
Hildur, Trump og Kelly Oxford Atburðarrásin hefur verið hröð, eins og oft er á gervihnattaöld.

 *TW* Rétt er að vara sterklega við sumum af þeim frásögnum sem eru hér að neðan. Þolendur kynferðisbrota eða aðrir með áfallastreituröskun ættu ekki að lesa fréttina nema að vandlega íhuguðu máli.

Íslenskar konur deila nú sögum á Twitter af fyrstu kynferðisbrotunum sem þær urðu fyrir. Í kjölfar þess að Hildur Lilliendahl benti á tíst kanadíska rithöfundarins Kelly Oxford þar sem hún hvetur konur til þess að deila reynslu sinni hafa íslenskar konur nú opnað á sínar sögur.  

Fyrir stuttu birtist myndband af Donald Trump frá 2005 þar sem hann gortar sig af því að hann geti „gripið“ konur „í píkuna“ af því hann er frægur. Í kjölfar birtingar myndbandsins sendi kanadíski rithöfundurinn Kelly Oxford frá sér skilaboð, síðasta föstudag, þar sem hún hvatti konur til þess að deila fyrsta skiptinu sem þær urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Hennar skilaboð voru á þessa leið: „Konur: Tístið til mín fyrstu árásinni ykkar. Þetta er ekki bara tölfræði. Ég skal vera fyrst: Gamall maður í strætó grípur í „píkuna“ á mér og brosir til mín, ég er 12 ára.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en seinna sama dag setti Oxford skilaboð inn á Twitter: „Ég fæ nú sendar 2 sögur um kynferðislegt ofbeldi á sekúndu. Þeir sem afneita nauðgunarmenningu, vinsamlegast lítið á tímalínuna mína núna.

Daginn eftir, þann 8. október, var íslenska Twitter-samfélagið búið að taka við sér. Hildur Lilliendahl vakti þá athygli á því sem hafði verið að gerast á síðu Oxford, og deildi stuttu seinna sinni fyrstu reynslu af ofbeldi:

Undir þessari deilingu Hildar er, þegar þetta er skrifað, kominn fjöldinn allur af frásögnum kvenna af fyrstu upplifun þeirra af kynferðislegu ofbeldi. Sumar vísa í dómsmál sem urðu til, aðrar segjast ekki muna hversu gamlar þær voru þegar misnotkunin hófst og einhverjar þeirra treysta sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Hér má finna sumar af þeim deilingum:

Hildur Lilliendahl: „Trump er alls staðar“

Hildur segist lengi hafa fylgst með Kelly Oxford á Twitter og að það fyrsta sem hún hugsaði þegar hún sá viðbrögðin hjá henni hafi verið hvort íslenskar konur gæti verið móttækilegar fyrir svona átaki. „Tengslin við kvenhatandi forsetaframbjóðandann eru kannski helst óbein, hans athugasemdir eru ástæðan fyrir því að Kelly fór af stað en það er mikilvægt að gleyma því ekki að Trump er alls staðar. Eins og Lindy West orðaði það svo frábærlega í grein í New York Times um helgina; allar konur þekkja útgáfu af Donald Trump.“ Segir hún flestar konur hafa þekkt fleiri svona karlmenn en þær kæra sig um að muna. „Hann er táknmynd allra karlanna sem hafa í gegnum tíðina komið fram við okkur eins og við skuldum þeim eitthvað og það hvort við segjum nei eða já er algjört aukaatriði fyrir þeim.“ [thum hilhil]

„Konur hafa verið neyddar til að sjá hluti sem þær vilja ekki sjá, snerta líkama sem þær vilja ekki snerta, karlar hafa þröngvað sér kynferðislega inn í þær og upp á þær alla tíð.“

Þrátt fyrir mikinn fjölda frásagna segir Hildur það ekki koma sér beinlínis á óvart. „Ég var með efasemdir um það í upphafi að margar konur myndu taka þátt, einfaldlega vegna þess að hugsanlega hefði dregið úr eftirspurninni eftir tækifærum til að segja frá eftir mikla og opna umræðu um kynferðisbrot og kúgun af ýmsum toga undir fjölmörgum myllumerkjum og herferðum undanfarin misseri, allt frá albúminu mínu um karla sem hata konur og til samfélagsmiðlaherferðanna #þöggun, #konurtala, #égerekkitabú, #6dagsleikinn, #whenIwas, #freethenipple, #everydaysexism og svo framvegis.“

Hildur segir þær efasemdir sínar hins vegar ekki hafa átt rétt á sér. Konur hafi alla tíð þurft að þegja yfir kynferðisofbeldi og að þær séu augljóslega ekki búnar að fá nóg af því að mega tala um það. „Það er ekkert við fjölda þessara frásagna sem ætti að koma okkur á óvart. Kynferðisofbeldi í víðum skilningi er eitthvað sem ég þori að fullyrða að flestar konur þekki af eigin reynslu. Konur hafa verið neyddar til að sjá hluti sem þær vilja ekki sjá, snerta líkama sem þær vilja ekki snerta, karlar hafa þröngvað sér kynferðislega inn í þær og upp á þær alla tíð og stundum eru þær svo vanar því að það þarf sérstakt átak svo þær átti sig á því að um ofbeldi hafi verið að ræða.“ Segir hún þó ekki þar með sagt að það skilji ekki eftir sig ýmiskonar sár og ör. „Auðvitað grefur það undan sjálfsmynd konu að vera sagt beint eða óbeint frá unga aldri að hún ráði ekki líkama sínum sjálf. Það gefur auga leið.“

Sögurnar sem hafa verið sagðar segir Hildur allar vera skelfilegar og að hún sé ótrúlega stolt af konunum sem hafi staðið upp og sagt frá. „Það er ekki hægt að stöðva heimsfaraldurinn sem ofbeldi gegn konum er ef við getum ekki talað um hann. Að því sögðu er mikilvægt að árétta að þetta er vægast sagt átakanleg lesning og ég mæli ekki með að þolendur eða aðrir með áfallastreituröskun lesi þráðinn nema að vandlega íhuguðu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár