Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi

Stund­in greindi fyrst frá Christian Thurner í gær en hann geng­ur und­ir fleiri nöfn­um og send­ir Ís­lend­ing­um í íbúða­leit gylli­boð á hverj­um ein­asta degi. Saga Auð­ar Asp­ar var svo sann­ar­lega ekki eins­dæmi en svo virð­ist sem að hann stundi fjár­svik­in í fjöl­mörg­um lönd­um. Lög­reglu­yf­ir­völd vara við þess­um fjár­svik­um.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi
Er þetta Christian Thurner? Þessa ljósmynd sendi Christian Thurner með fölsuðum samning sem hann sendi til Auðar Aspar í fyrradag. Hann reyndi að leigja henni út íbúð í Lönguhlíð 19. Mynd: Já.is

Stundin greindi frá því í gær að maður að nafni Christian Thurner hefði reynt að svíkja fé út úr Auði Ösp Guðjónsdóttur sem svaraði auglýsingu um íbúð á Bland.is. Frá því fréttin birtist hafa fjölmargir haft samband við Stundina og greint frá sambærilegum tölvupóstsamskiptum sem þau áttu við Christian, en svo virðist sem að hann gangi undir fleiri nöfnum.

Hann hefur til dæmis kallað sig Philipp Bunse, Sebastian Rostad, Jonas Nilsson, Victor Bruhn og Justin Ludin. Þá hefur hann boðið íbúðir til leigu í Álftamýri, Lönguhlíð og Tómasarhaga.

Sagðist hafa keypt íbúðina fyrir dóttur sína

Christian þessi sagðist í samtali við Auði Ösp vera 58 ára gamall verkfræðingur sem hefði keypt íbúð á Íslandi fyrir dóttur sína á meðan hún stundaði þar nám. Að náminu loknu hafi dóttir hans flutt aftur heim og því stæði íbúðin tóm.

Auður Ösp
Auður Ösp Þótti gylliboð mannsins of gott til að vera satt.

Maðurinn sagði íbúðina vera í Lönguhlíð 19 og að afhending lykla og samnings færi fram eftir að hún hefði greitt það sem samsvarar þriggja mánaða leigu inn á reikninginn hans. Þriggja mánaða leiga í þessu tilfelli voru þrjú hundruð og fimmtán þúsund krónur.

Nýtti Airbnb til þess að ávinna sér traust

Til þess að ávinna sér traust Auðar Aspar þá sagði hann alla þessa gjörninga fara fram í gegnum vefsíðuna Airbnb. Sú vefsíða hefur samt sem áður gefið út aðvörun vegna slíkra gjörninga þar sem þeir séu ekki á vegum vefsíðunnar.

Auður Ösp áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu og ákvað að hætta að eiga í frekari samskiptum við manninn.

Sami maður, annað nafn

„Ég lenti í þessum sama gæja nema hann var undir öðru nafni þá en sama sagan að hann hefði keypt íbúð fyrir dóttur sína sem hafði stundað nám á Íslandi. Ég var alltaf með efasemdir enda var þetta of gott til að vera satt,“ segir Sunna Björk sem greinir frá samskiptum sínum við manninn í hópi á Facebook sem heldur utan um íbúðaauglýsingar.

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei.“

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei og sagði hann vera ljótan mann að reyna að svindla svona á fólki. Hann svaraði aldrei aftur.“

Slóðin nær til Írlands

Önnur kona sem tjáir sig um samskipti sín við þennan dularfulla Christian er Sigríður Þórðardóttir en hún segir manninn hafa sagst vera frá Englandi þegar dóttir hennar var að leita sér að leiguíbúð í Reykjavík.

„Þá fundum við hann á netinu og fullt af málum þar sem hann var að nota sömu aðferð í Írlandi. Hann hlýtur að hafa vel upp úr þessu því það þarf ekki nema örfáa til að glepjast á þessum gylliboðum hans svo hann hafi vel upp úr þessu. Farið bara varlega ef þið eruð að leita ykkur að íbúð til leigu,“ segir Sigríður.

Góðar varúðarreglur frá lögreglunni:

Lögregluyfirvöld hér á landi vara við þessum fjársvikurum og segja þessi svindl mjög algeng hér á landi. Þau tengist nánast aldrei því nafni sem gefið er upp í auglýsingunni og ljósmyndirnar eru oftast teknar af Google. Þá segir lögreglan einnig að textinn í auglýsingunum sé nánast alltaf sá sami en mjög erfitt sé að rekja hvaðan þetta kemur enda eru þær sjaldnast frá Evrópulöndum.

  • Farið alltaf og skoðið íbúðina ef það er hægt eða fáið einhvern til að fara fyrir ykkur. Aldrei leigja íbúð í sama landi/borg nema að skoða hana fyrst!
     
  • Ef þið pantið í gegn um þjónustu eins og Airbnb þá skuluð þið varast ef einhver vill fá greiðslu utan við kerfið. Airbnb og margar þjónustur eru með varnagla sem þýðir að greiðsla berst ekki leigusala fyrr en 24 tímum eftir að þú hefur tekið við íbúðinni. Um leið og þú greiðir utan þjónustunar þá er engin ábyrgð.
     
  • Ef einhver vill fá greiðslu í gegn um Western Union eða Barclays Banka. Það er mjög auðvelt að áframsenda þessar greiðslur þar til týnast alveg og eru órekjanlegar.
     
  • Einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, það er hvorki á Íslandi eða í landinu sem þú ætlar að leigja í. Dæmi, þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðsla á að berast til Englands.
     
  • Fáið mynd af íbúðinni að utan og berið hana saman við google maps eða ja.is eða álíka, það er ekkert mál að sýna einhverjar myndir innan úr íbúð en málið flækist aðeins ef það á að sýna myndir að utan en það er samt engin trygging.
     
  • Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það sennilega ekki satt.
     
  • Skoðið alltaf íbúðina á einhverju korti, sum hús eins og Laugavegur 75 eru einfaldlega ekki til.
     
  • Grunsamleg netföng eins og airbnb12@hotmail.com og svoleiðis.
     
  • Lesið umsagnir, ef þær eru margar frá mismunandi aðilum (sem skrifa í ólíkum stíl) og eru jákvæðar þá er það líklega rétt.
     
  • Aldrei senda kortaupplýsingar í tölvuskeyti (email).
     
  • Sendið inn fyrirspurnir, til skóla sem þið eruð að fara til og annað. Sumir eru með vefi sem safna upplýsingum um varasöm netföng eða staði.
     
  • Þið megið líka senda fyrirspurn á okkur abendingar@lrh.is og við munum meta þær eftir bestu getu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár