Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sverrir Stormsker uppnefnir Salmann Tamimi tíu sinnum

Tón­list­ar­mað­ur­inn Sverr­ir Stormsker upp­nefn­ir Sal­mann Tamimi í svar­skeyti sem hefst á orð­un­um „Hr. Man­sal Tamimi“. Sverr­ir seg­ir að múslim­ar fremji flest­ar nauðg­an­ir í Sví­þjóð.

Sverrir Stormsker uppnefnir Salmann Tamimi tíu sinnum

Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem meðal annars samdi Eurovision-framlag Íslendinga árið 1988, gerir grín að málfari Salmans Tamimi, fyrrverandi formanns Félags múslima á Íslandi, og uppnefnir hann á tíu mismunandi vegu í bloggfærslu vegna umræðu um nauðganir múslima.

„Ég ekki vita. Ég ekki vera að tala um nauðgarar á Íslandinu. Ég vera að tala um nauðgarar í Svínþjóð. Við senda reykmerki einsog indjánar ef við ekki geta talað saman mannamál,“ segir Sverrir við Salmann, eftir að sá síðarnefndi gerði athugasemd við fullyrðingu um nauðganir múslima. 

„Skeyti“ til múslima

Sverrir kallar Salmann meðal annars „Mansal Tamimi“, „Salvar Tannlími“, „Salat Tamimi“ og „Saltmann Tamími“.

„Hr. Mansal Tamimi. Eins og þú getur kannski séð - þá er ég lítillega blyndur. Skryfblyndur. Ég segi og skrifa: Skuðbrundur. Þarna kom þetta rétt. Ég vil frekar nota orðið „skeyti“ en „bréf“ þegar ég skrifa til múslima. Held að þið eigið auðveldara með að skilja það. Við vesturlandabúar tölum um flugpóst en þið talið líklega um flugskeyti. Það er svona nær ykkar siðmenningu. Hvað um það.“

Blogg Sverris er sett upp sem nokkurs konar svarbréf við gagnrýni Salmanns Tamimi við öðru bloggi Sverris deginum áður. Í gær bloggaði Sverrir um að múslimar bæru ábyrgð á flestum nauðgunum í Svíþjóð.  

Stundin ræddi við Salmann sem segir að fyrri færslan hafi einkennst af fáfræði. „Þetta er svo mikil vanþekking, hann er að byggja þetta á einhverjum rasistabloggsíðum. Hann ætti að skoða gögn lögreglunnar þarna úti, ekki vera með svona ásakanir sem eru tómt rugl,“ segir hann.

Segir Svíþjóð nauðgunarbæli

Sverrir segir í bloggi sínu í gær að það séu fyrst og fremst múslimar sem stundi nauðganir í Svíþjóð. „Síðast þegar ég vissi var Svíþjóð í 2. sæti á listanum yfir mestu og verstu nauðgunarbæli heims. Það er allavega í 1. sæti í Evrópu, með tvöfalt fleiri nauðganir en nokkurt annað Evrópuríki. Það eru ekki Svíar sjálfir sem eru svona duglegir við þessa ömurlegu iðju heldur innflytjendur, fyrst og fremst múslimar. Svíar eru hinsvegar ábyrgir fyrir því hvernig komið er vegna galopinnar, galinnar innflytjendastefnu sinnar og smáborgaralegs ótta við að vera sagðir „fordómafullir“ og kallaðir „rasistar.“,“ skrifaði Sverrir í gær.

Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna eru þessar fullyrðingar Sverris ekki alveg réttar. Hið rétta er að Svíþjóð er í fjórða sæti hvað varðar hlutfall nauðgana miðað við höfðatölu og er í fyrsta sæti sé litið til Evrópu. Samkvæmt tölfræði sænsku útlendingastofnunarinnar eru innflytjendur líklegri til að fremja glæpi. Samkvæmt tölum frá árinu 2005 voru 12 prósent af öllum glæpum framdir af innflytjendum. Í flestum tilvikum var um aðra Norðurlandabúa að ræða. Af þessum 12 prósentum glæpa fólks af erlendum uppruna eru 5 prósent framin af innflytjendum frá öðrum Norðurlöndum, það er að segja Finnlandi, Danmörku, Noregi og Íslandi. Sænska yfirvöld tengja hvorki þjóðerni né trú saman við gerendur í nauðgunarmálum og því er skortur  á opinberum gögnum. Gögnin sem Sverrir byggir á koma nær alfarið frá áróðursritum andstæðinga múslima.

„Góða fólkið“ á Íslandi

Sverrir heldur áfram og gagnrýnir bæði frjálslyndi og umburðarlyndi, sem hafi eyðilagt Svíþjóð. „Einsog flestir ættu að vita er Svíþjóð alveg þéttpakkað af gífurlegum leiðindum og þversagnakenndri pólitískri rétthugsun; til dæmis tröllheimskum öfgafemínisma en um leið miklu umburðarlyndi í garð kvenfjandsamlegra óumburðarlyndra islamista. Óskiljanlegt rugl. Greinilegt að rétthugsun er andstæða rökhugsunar. Ekki að ástæðulausu að menn eru farnir að tala um Svíþjóð í þátíð. Líta á þetta sem búið spil. Ónýtt land. Hér á landi er hópur karla og kvenna sem er kallaður „góða fólkið.“ Þetta eru aðallega vinstrimenn, af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru svo illa haldnir af pólitískri rétthugsun að þeir fullyrða að það sé ekkert til sem heiti pólitísk rétthugsun, en ef hún sé til þá séu það hinir sem séu haldnir henni, ekki þeir. Þessi háværi, stjórnsami, freki minnihluti vill snúa merkingu orða á haus a la Orwell og opna um leið landið uppá gátt einsog útglennta hóru í nafni „frjálslyndis“ og „umburðarlyndis“ og þessarar margumtöluðu göfugu „fjölmenningar,“ sem flestir þjóðhöfðingjar Evrópu játa nú fyrst að hafi beðið algjört skipbrot. En einmitt þá finnst bláeygum bernskum íslenskum óvitum best að sigla í sama far,“ skrifar Sverrir.

Hrósað fyrir hugrekki

Í athugasemdum við bloggfærsluna fær Sverrir hrós frá Jóni Vali Jenssyni fyrir hugrekki. Salmann gagnrýnir þetta blogg þó í athugasemd. „Hver er sá sem nauðga islenska stelpur hér á landi? Ekki eru þetta múslimar. Þvílik heimska og fáfræði,“ skrifar Salmann. Þessi athugasemd varð til þess að Sverrir skrifaði fyrrnefnt „svarbréf“ þar sem hann uppnefnir Salmann ítrekað.

„Ég er að fjalla um borðleggjandi staðreyndir Hr. Saltmann Tamíní. Mr. Google lýgur ekki. Hann lætur ekki blekkjast. Þó að meirihluti strangtrúaðra og „hófsamra“ múslima í Evrópu styðji ISIS, samkvæmt viðamiklum áreiðanlegum könnunum, og vilji sharialög og vilji t.d. láta handarhöggva þjófa þá skulum við ekki einhenda okkur útí öskur um „heimsku og fáfræði“ þegar herra Google á í hlut. Hann veit betur. Staðreyndirnar tala sínu máli Hr. Salsa Taðlífi og munu gera það áfram þó að boðberar þeirra fái 10 ára fangelsi og 1000 svipuhögg. 2+2 eru 4 hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hr. Salvia Talsími. Hvað viðkemur klakanum þá mun ástandið hér verða eins og í Svíþjóð sálugu ef við höldum áfram að gleypa allt öfgafeministakommalufsurétttrúnaðarruglumbullið hrátt sem þaðan kemur og ef við stöndum ekki vaktina og á bremsunni og í lappirnar. Það þarf ekki einusinni alfræðing einsog Mr. Google til að segja okkur það,“ skrifar Sverrir meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár