Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Starfsmaður Fjölskylduhjálpar hringdi í Útvarp Sögu og klagaði Tony Omos

Anna Val­dís Jóns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri úti­bús Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands í Reykja­nes­bæ, hringdi í Út­varp Sögu og greindi frá því sem hæl­is­leit­and­inn Tony Omos á að hafa sagt við hana. Óvana­legt er að starfs­menn hjálp­ar­sam­taka kvarti op­in­ber­lega yf­ir nafn­tog­uð­um ein­stak­ling­um sem þurfa að leita á náð­ir þeirra.

Starfsmaður Fjölskylduhjálpar hringdi í Útvarp Sögu og klagaði Tony Omos
Pétur Gunnlaugsson Pétur ræddi við Önnu Valdísi í beinni útsendingu í dag. Mynd: Rúv

Verkefnisstjóri Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ, hringdi í Útvarp Sögu í dag og klagaði hælisleitandann Tony Omos fyrir meintan dónaskap. Starfsmaðurinn segist í samtali við Stundina telja að hælisleitendur eigi að sýna Íslendingum kurteisi.

Óvanalegt er að starfsmenn hjálparsamtaka kvarti opinberlega yfir nafntoguðum einstaklingum sem þurfa að leita á náðir þeirra. 

Trúnaðargögnum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr Innanríkisráðuneytinu eins og frægt er orðið og var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Tony, sem er nígerískur, kom upphaflega til Íslands frá Sviss árið 2011. Hann sneri aftur til Íslands fyrr í ár eftir hafa verið sendur úr landi árið 2013.

Tjáir sig opinberlega um aðstoðarbeiðni

Verkefnisstjórinn, Anna Valdís Jónsdóttir, sagði í útvarpinu að Tony hafi sýnt frekju í garð starfsmanna og krafist þess að fá sólgleraugu og uppþvottabursta ókeypis. 

„Hann segir að þetta sé frítt en ég segi honum að burstinn kosti 300 krónur vegna þess að við þurfum að passa hverja einustu krónu, við erum bara fátæk hjálparsamtök og hann veit það því hann þarf að leita á náðir okkar, og ég segi strax við hann að ég skuli bara taka við burstanum ef hann hafi ekki peninga til þess að borga hann en hann segir nei og að þetta sé frítt fyrir hann,“ er haft eftir Önnu Valdísi í frétt Útvarp Sögu um innhringingu hennar. Fréttin hefur nú verið fjarlægð af vef Útvarps sögu. Haft er eftir Önnu Valdísi í fréttinni að hún hafi verið hrædd við Tony. 

Hér má hlusta á upptöku Útvarps Sögu af samtali Önnu Valdísar og Péturs. Samtal þeirra byrjar á áttundu mínútu.

Blöskrar fjárveiting til flóttamanna

Í samtali við Stundina heldur Anna Valdís því fram að ekkert óeðlilegt sé við það að hún hafi hringt í Útvarp Sögu og kvartað undan skjólstæðingi. Hún segist hafa hringt í Útvarp Sögu þar sem henni blöskraði hversu mikið fé flóttamenn fengju frá ríkinu. „Það er búið að liggja svolítið á okkur að hér komi 20 flóttafjölskyldur á fimmtudögum í matarúthlutun. Ég hringdi til að spyrja hvað hver einstaklingur hefði til framfærslu frá ríkinu því þegar gamla fólkið okkar er búið með peningana sína fjórða hvers mánaðar þá er maður að heyra það að þetta fólk sé með skattfrjálsartekjur og hafi fjórar milljónir á ári hver og einn. Ef þetta er rétt þá trúi ég þessu varla,“ segir Anna Valdís.

Fréttablaðið fjallað á dögunum um árlegan kostnað af hverjum flóttamanni. Úttektin miðaðist við flóttakonu með tvö börn en samkvæmt Fréttablaðinu kostar sú fjölskylda ríkið samtals 3,5 milljónir á ári í fjárhagsaðstoð, styrki og bætur, meðal annars vegna leikskólagjalda og annars sem á ekki við um alla flóttamenn. Framfærslustyrkur einstaklings á mánuði er þó umtalsvert minni eða um 140 til 170 þúsund krónur á mánuði, eða upp undir tvær milljónir á ári. 

„Ég sagði bara svona að maður sem er af þessu þjóðerni, er búinn að vera hér og er vísað í burtu og kemur hér aftur með dónaskap. Mér finnst það ekki eðlilegt.“ 

Hún segist svo hafa farið að segja Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni sögu af Tony Omos. „Ég nefndi það við hann að það hafi komið hingað í gær flóttamaður og að hann hafi verið að leyfa sér að vera með dónaskap vegna þess að þessum manni var vísað héðan úr landi. Ég var við afgreiðslu hér í nytjamarkaðinum okkar og hann ætlaði að kaupa uppþvottabursta og ætlaði ekkert að borga. Hann myndi ekki leyfa sér það í Bónus. Hann margsagði það að hann ætlaði að eiga þetta. Svo var hann að máta sólgleraugu ásamt fleirum vinum sínum sem eru af sama þjóðerni. Ég var ekkert að kvarta, ég var bara að segja þessa sögu. Mér finnst að þessi maður eigi að sýna almenna kurteisi gagnvart okkur löndum. Þessi maður er búinn að sýna okkur þvílíkan dónaskap á árum áður ásamt fleiri mönnum. Ég er ekkert að kvarta undan honum sem slíkum. [...] Ég sagði bara svona að maður sem er af þessu þjóðerni, er búinn að vera hér og er vísað í burtu og kemur hér aftur með dónaskap. Mér finnst það ekki eðlilegt,“ segir Anna Valdís.

Hún leggur áherslu á að flóttamenn til Íslands skuli vera kurteisir. „Mér finnst að fólk sem er að þiggja hæli hér af okkur Íslendingum geti bara komið fram eins og manneskjur,“ segir Anna Valdís. Hún hörð á því að ekki hafi verið um að ræða misskilning eða tungumálaörðugleika. „Er það ekki dónaskapur að segja: „frítt fyrir Tony, frítt fyrir Tony“?“ spyr Anna Valdís. 

Stundin leitaði eftir viðbrögðum Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, við þessari frásögn á opinberum vettvangi af manni sem þangað leitaði, en hún hefur ekki svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
6
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
10
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár