Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“

For­sæt­is­ráð­herra gagn­rýn­ir Rík­is­út­varp­ið harð­lega í að­drag­anda birt­ing­ar Kast­ljóss­þátt­ar um leynd­ar eign­ir ís­lenskra stjórn­mála­manna í skatta­skjól­um. Hann er ósátt­ur við Rík­is­út­varp­ið og seg­ir jafn­framt að Stund­in okk­ar hafi ver­ið gerð að áróð­urs­þætti.

Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, svarar fyrir yfirvofandi umfjöllun Kastljóssins fyrirfram á bloggsíðu sinni í dag.

Hann segist verða fyrir því að einstaklingar á Íslandi dreifi óhróðri um hann erlendis, sem sé „grundvöllur að nýrri útrás“. 

Yfirlýsingin kemur í aðdraganda þess að sýndur verður sjónvarpsþáttur á Rúv klukkan 18 í dag þar sem fjallað verður um íslenska stjórnmálamenn og aflandsfélög í skattaskjólum. Sigmundur gagnrýnir einnig sýningu þáttarins fyrirfram á þeirri forsendu að þátturinn ryðji burt barnaþættinum Stundinni okkar. „Nú liggur svo á að þátturinn mun ryðja úr vegi öðrum þætti sem gerður hefur verið að pólitískum áróðursþætti í seinni tíð, Stundinni okkar.“ 

Uppfært: Í þætti Kastljóssins birtist viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þar sem hann fer með ósannindi um að komu sína að aflandsfélaginu Wintris Inc. Sigmundur gekk út úr viðtalinu.

Í þættinum koma fram upplýsingar sem byggja á upplýsingaleka sem afhjúpar dulið eignarhald félaga í skattaskjólum. Þannig hefur panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca meðal annars varað viðskiptavini sína við leka, eftir að brotist var inn í netþjóna í hennar umsjón. Upplýsingarnar verða birtar samtímis víða um heim klukkan 18 í dag og útskýrir það tilfærslu á sýningu Stundarinnar okkar á Rúv.

Svo virðist sem stór hluti athyglinnar vegna lekans muni beinast að Íslandi. Í stiklu sænska ríkissjónvarpsins í dag er greint frá því að fjallað verði um íslenska stjórnmálamann í skattaskjólum í þætti á stöðinni klukkan sex í dag.

Umfjöllun um leynda hagsmuni

Fram hefur komið að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á félag á Tortóla með kröfur upp á hálfan milljarð í slitabú bankanna, en Sigmundur var leiðandi í mótun á viðbrögðum við kröfum kröfuhafa bankanna í trúnaðarstarfi fyrir almenning án þess að láta í ljós hagsmuni sína.

Auk þess var Sigmundur sjálfur áður skráður helmingseigandi að félaginu, þar til hann seldi eiginkonu sinni hlut sinn á einn Bandaríkjadal, eða um 130 krónur.

Segir óhróðri um sig dreift erlendis

„Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás,“ segir Sigmundur.

„... einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla“

Sigmundur er ósáttur við pistil Sigrúnar Davíðsdóttur um málið og segir að Sigrún hafi „sérhæft [sig] í að skrifa lofgreinar um útrás íslensku bankanna og annarra fyrirtækja.“

Segist hafa barist fyrir að fórna milljónum eiginkonu sinnar

Sigmundur hefur ítrekað að honum hefði þótt siðferðislega rangt að greina frá leynilegum hagsmunum sínum. Hann hafi barist fyrir leið sem fæli í sér mikið tap fyrir eiginkonu hans. „Í þeirri baráttu var ég um leið að berjast fyrir því að fórna tugum milljóna af eignum eiginkonu minnar vegna þess að ég taldi það mikilvægt fyrir samfélagið.“

Hins vegar hafi gagnrýnendur hans nú barist gegn hagsmunum þjóðarinnar þá. „Uppgjör slitabúanna og losun hafta snýst um hagsmuni almennings á Íslandi. Það er sérlega merkilegt að þeir sem voru hörðustu gagnrýnendur mínir varðandi mikilvægi þess að kröfuhafar gæfu eftir af eignum sínum og baráttunni gegn því að Icesave-kröfunum yrði skellt á íslenskan almenning, telja sig best til þess fallna að gagnrýna mig nú þegar í ljós er komið að í þeirri baráttu var ég um leið að berjast fyrir því að fórna tugum milljóna af eignum eiginkonu minnar vegna þess að ég taldi það mikilvægt fyrir samfélagið.“

Ósáttur við RÚV

Þá hafi eiginkona hans fórnað sér með öðrum hætti. Hann segir konuna sína hafa tapað peningum á því að ákveða að kaupa ekki krónur á afslætti, eins og hún hefði getað gert. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda. Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn“. Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“

Umfjöllun um leynilegar eignir íslenskra stjórnmálamanna í skattaskjólum verður birt á RÚV klukkan 18.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu