Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Myrkrið er hluti af mér“

Skáld­ið Soffía Lára ferð­ast milli ljóss og myrk­urs í lífi sem list. Hún hef­ur oft reynt að svipta sig lífi. Hún var um­lukin óreiðu en á sér drauma um ein­falt líf og skrif­ar sig eft­ir leið­inni að því.

Soffía Lára svaf í skáp um daginn, vegna þess að hún átti ekki dýnu. Það er þó framför frá því í sumar þegar hún var heimilislaus og þræddi göturnar með ritvél í bakpoka. Hún svaf í hengirúmi við hafið í miðnætursólinni. Þess á milli reyndi hún að selja ljóðabækurnar sínar á götunni og á börum. Hún gefur út ljóðin sjálf. Þau fjalla um leið hennar í myrkrinu og í ljósinu.
Soffía Lára situr og segir frá á Hressó. Hún er í kolsvartri loðkápu með hettu en á loðinu eru hvítar, tilviljanakenndar rákir. Hún fann leiðina til að losa sig við myrkrið.

Skrifin

Þegar Soffía Lára var sautján ára komst hún að þeirri niðurstöðu að hún yrði að gera eitthvað. Hún bjó ein í risíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt þremur köttum.

„Ég var að lifa lífinu. Mjög hversdagslega. Ég átti ketti. Vaskaði upp. Keypti í matinn. Þá datt mér í hug: Ég verð að gera eitthvað við líf mitt. Hvað á ég að gera? Ég er góð í málfræði og íslensku og svona, ég skrifa bara bækur. Ég verð bara rithöfundur eða ljóðskáld eða hvað þú vilt kalla það, ég bara skrifa. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég hafði aldrei skrifað sögu eða ljóð. En mér datt þetta bara í hug. Hvað á ég að gera? Ég verð að hafa 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár