Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Dæmi eru um að vör­ur í Costco séu dýr­ari en í öðr­um versl­un­um, þótt keypt sé í magni. 4,5 kíló­gramma Toblerone var lækk­að í verði um 70 pró­sent í gær.

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“
Bið við Costco Umferðartafir hafa verið í nágrenni Costco og röð við verslunina síðustu daga. Mynd: RÚV / Skjáskot

Þótt fjöldi dæma séu um að vörur í Costco séu mun ódýrari en í öðrum íslenskum verslunum, sérstaklega ef þær eru keyptar í magni, eru sumar vörurnar dýrari. Það gildir jafnvel þótt keypt sé í stórum pakkningum.

Verslunin hefur slegið í gegn og hefur fólk beðið í löngum röðum til að komast inn í hana, auk þess sem nágrannar hafa kvartað undan umferðartöfum.

Facebook-hópur viðskiptavina Costco - „Keypt í Costco - myndir og verð“ - er orðinn einn sá fjölmennasti á Íslandi, með 52 þúsund meðlimi.

Gríðarleg ánægja með Costco

Í Facebook-hópnum hefur verið bent á fjölda dæma um vörur sem kosta meira í öðrum verslunum á Íslandi. Viðskiptavinir hafa játað ást sína gagnvart versluninni og greint frá því að þeir líti á hana sem vin sinn. „Ef það væri hægt að vera í ástarsambandi með verslun þá væri það Costco hjá mér,“ segir einn viðskiptavinurinn í hópnum. „Vinir mínir sviku mig ítrekað. Ég eignaðist nýjan vin. Hann heitir Costco,“ segir annar viðskiptavinur.

Í hópnum hefur komið upp misskilningur um vöruverð, þar sem margir gera ráð fyrir því að allt sé á lægsta verði í Costco. Þannig hvatti viðskiptavinur verslunarinnar aðra til þess að kaupa nautahakk í rúmlega 2,5 kílóa skömmtum, sem þar er selt.

„2,5 kg af nautahakki á 1800. Kíló út úr annarri búð 1600. Um að gera að ná sér í það,“ sagði kona í hópnum. 

Hún var hins vegar leiðrétt, þar sem um er að ræða kílóverð, en ekki verð fyrir þá stóru pakkningu sem Costco selur. Viðskiptavinurinn átti erfitt með að trúa því að Costco hefði töluvert hærra verð en aðrar verslanir. „Ertu viss? Það passar ekki. Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð.“

Erfitt að fá upplýsingar um verð

Stundin hafði samband við Costco til að spyrja út í verðið á nautahakki í gær. Starfsmaður verslunarinnar neitaði hins vegar að gefa upp verðið. „Ég get ekki svarað því,“ sagði starfsmaður Costco, sem svaraði í síma. 

Blaðamaður: „Þetta er númerið hjá ykkur, á já.is, er ekki hægt að hringja í ykkur og komast að því hvað vörur kosta?“ 

Starfsmaður: „Nei. Það er ekki hægt. Bara koma í búðina.“

Blaðamaður: „Má ég koma inn í búðina ef ég er ekki með meðlimakort?“

Starfsmaður: „Nei.“

Blaðamaður: „Ég er að hringja frá fjölmiðli. Eruð þið með upplýsingafulltrúa eða eitthvað slíkt sem getur svarað spurningum um hvað vörur kosta?“

Starfsmaður: „Augnablik.“

Gefið var samband við markaðsstjóra Costco. Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, sem gegnir stöðunni, vildi ekki gefa upp verðið á nautahakki.

Markaðsstjóri: „Við getum ekki gefið það upp svona í gegnum síma. En þú verður bara að kíkja í heimsókn til okkar.“

Blaðamaður: „En ég má ekki koma í búðina nema ég sé með meðlimakort.“

Markaðsstjóri: „Ertu að segja mér að þú viljir ekki vera meðlimur?“

Blaðamaður: „Ég er bara ekki meðlimur.“

Markaðsstjóri: „Það er skandall.“

Blaðamaður: „En það sem við erum að gera, er að fjalla um verðlag, og verðlag í Costco. Yfirleitt hefur maður getað hringt í verslanir ...“

Markaðsstjóri: „Það besta sem ég get gert fyrir þig er að láta þig fá tölvupóstinn hjá framkvæmdastjóranum okkar. Þú getur sent spurningar á hann.“

Blaðamaður: „Já, þannig að þið gefið ekkert upp verð í búðinni?“

Markaðsstjóri: „Við erum ekki að gera það núna.“

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, svaraði ekki tölvupóstum í gær með spurningu um verðlag á kjöthakki og innihaldi þess.

Kjöthakkið dýrara í Costco

RöðinFjöldi fólks beið í röð dagana eftir opnun Costco.

Fram hefur hins vegar komið í máli og myndum viðskiptavina Costco að þeir hafi greitt 1.899 krónur fyrir kílóið af nautahakki.

Þegar haft var samband við Bónus kom fram að verð þar er 1.798 krónur fyrir 100% ungnautahakk frá Íslandsnauti. Ungnautahakk fæst einnig á 1.798 krónur í matvöruverslun Nettó. Nautgripahakk er hins vegar á töluvert lægra verði en ungnautahakk, sem og fryst nautahakk.

Kjöthakkið í Costco er einnig íslenskt, samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram í Facebook-hópi um kaup á vörum í Costco. 

4,5 kílóa Toblerone lækkað um 70 prósent

Toblerone í CostcoKostar nú aðeins 3.000 krónur.

Athygli vakti meðal viðskiptavina Costco í gær að ein vara fyrirtækisins, 80 sentímetra langt Toblerone súkkulaði, var lækkað í verði um 70 prósent. Súkkulaðið fæst nú á 3.000 krónur, en var verðlagt á 10 þúsund krónur í upphafi. Stykkið vegur um 4,5 kílógrömm, eða líkt og þéttvaxinn hvítvoðungur. Mikil ánægja skapaðist meðal viðskiptavina Costco vegna lækkunarinnar og birtir einn meðlima hópsins mynd af sér faðmandi súkkulaðistykkið með textanum „The love of my life“. 

Miðað við kaloríufjölda nægir 4,5 kílógramma Toblerone-stykki meðalmanneskjunni til orkubrennslu í 12 daga, borði hún ekkert annað. Hver hundrað grömm af Toblerone gefa 534 kaloríur, en kaloríuþörf meðalmanneskju er rúmlega 2000 á sólarhring. 

Þetta jafngildir því að 100 gramma stykki af Toblerone kostaði 67 krónur, en 222 krónur fyrir lækkunina. Einn viðskiptavinur Costco sá sér leik á borði og keypti súkkulaðistykkið til þess að veita gestum í brúðkaupi sínu í sumar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár