Fréttir

„Hún var dregin í eitthvað ruglviðtal í Fréttablaðinu“

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, gefur lítið fyrir orð Nichole Leigh Mosty, formanns velferðarnefndar Alþingis, um að kannski sé æskilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins um jafnlaunavottun.

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, gefur lítið fyrir orð Nichole Leigh Mosty, formanns velferðarnefndar Alþingis, um að kannski sé æskilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins um jafnlaunavottun. Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu í dag.

Nichole er framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd og sagði nýlega í viðtali við Fréttablaðið að hún væri til í að fresta afgreiðslu þess. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ var haft eftir henni.

Þegar frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun bar á góma í Silfrinu í dag benti Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, á að frumvarpið stæði ekki aðeins í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins heldur væri Björt framtíð greinilega líka komin á bremsuna. 

Karl Pétur kvað þetta misskilning. „Hún var dregin í eitthvað rugl viðtal í Fréttablaðinu,“ sagði hann um Nichole. Margrét greip fram í fyrir Karli og sagði óþarfi að gera lítið úr þingkonu Bjartrar framtíðar. „Ég er ekkert að gera lítið úr henni,“ svaraði hann. „Ég er bara að segja að þarna er Fréttablaðið bara að teikna upp einhverja atburðarás sem er ekki í gangi. Þetta frumvarp fer bara í gegn á þessu þingi.“

Mikil andstaða er við frumvarpið um jafnlaunavottun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þá reyndi flutningsmaður þess, Þorsteinn Víglundsson, að fá aðila á vinnumarkaði til að semja um jafnlaunavottun svo hann þyrfti ekki að leggja frumvarpið fram.

Engu að síður hafði hann tilkynnt, þegar hann tók við stöðu félagsmálaráðherra, að jafnlaunavottunin yrði hans fyrsta frumvarp og jafnframt kynnt fyrirhugaðar lagabreytingar á erlendri grund og hvatt Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum