Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hatursglæpum fjölgar meira eftir kosningasigur Trumps

Í ný­legri skýrslu FBI al­rík­is­lög­regl­unn­ar kem­ur í ljós að hat­urs­glæp­um í Banda­ríkj­un­um fer fjölg­andi. Enn meiri aukn­ing er tal­in vera að eiga sér stað í kjöl­far þess að Don­ald Trump var kos­inn for­seti lands­ins.

Hatursglæpum fjölgar meira eftir kosningasigur Trumps
Fordómafullar skoðanir eru nú að vera æ háværari

Ríkissaksóknari Bandaríkjanna og ríkisstjóri New York vara við því að hatursglæpir hafa aukist gríðarlega undanfarið ár, og hefur orðið sprenging síðan Donald Trump var kosinn forseti 8. nóvember síðastliðinn.

Bandaríska alríkislögreglan gaf fyrir stuttu út skýrslu um hatursglæpi fyrir árið 2015. Þar kom fram að aukning hefur orðið í glæpum sem beinast gegn múslimum í landinu, sem og ofbeldi sem beinist gegn fólki vegna kynþáttar, kynhneigðar og kynáttunar. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna ávarpaði þjóðina í nýlegu ávarpi þar sem hún sagði að þessi aukning í hatursglæpum ætti að vekja landsmenn til alvarlegrar íhugunar.

Síðan Donald Trump var kosin forseti, þann 8. nóvember síðastliðinn, hefur hins vegar orðið algjör sprenging í tilkynningum á hatursglæpum. Ríkisstjóri New York ríkis, Andrew Cuomo, hefur nú heitið því að stofna sérstaka lögreglusveit sem á að taka á þessari aukningu, auk þess sem hann ætlar að stofnsetja sjóð svo einstaklingar sem telji Trump-stjórnina brjóta á sér geti leitað réttar síns. „Sérfræðingar munu rannsaka hvert einasta atvik og lögsækja þá sem brjóta af sér eins langt og bókstafur laganna nær,“ sagði ríkisstjórinn.

Atvik tengd kosningunum

Á fimm dögum í kjölfar kosninganna skráði Southern Poverty Law Center, samtök sem berjast gegn fordómum og fátækt, 437 tilfelli hatursglæpa. Á síðu samtakanna má finna nokkrar lýsingar þar sem árásum og ógnandi hegðun er lýst:

Múslimsk kona í Oregon fylki:

„Múslimsk kona sat í MAX lestinni til Beaverton einn eftirmiðdag þegar hópur af táningum umhringdi hana í horni vagnsins sem hún sat í og öskruðu framan í hana að hún væri hryðjuverkamaður, að nýji forsetinn okkar myndi flytja hana úr landi og að hún mætti ekki ganga með höfuðslæðu lengur. Þeir urðu sífellt árásagjarnari þar til ég og vinur minn fengum unglingana til þess að yfirgefa lestina. Þegar þau voru að fara reyndu þau að hrækja á konuna.“

Samkynhneigður maður í Norður-Karólínu:

„Ég og kærastinn minn vorum að rölta niður gangstéttina í Raleigh. Klukkan var 9:30 um kvöld og við leiddumst og vorum á leið á veitingastað til þess að fá okkur kvöldmat. Hvítur bíll keyrði fram hjá okkur og hvítur karlmaður sem var í aftursætinu hallaði sér út um gluggann og öskraði „Helvítis hommar!“ að okkur.“

Grunnskóli í Texas:

„13 ára hálf-Filippeysk dóttir mín var að bíða eftir strætó þegar drengur sem hún þekkti ekki gekk upp að henni. Hann spurði „Þú ert asískt, er það ekki? Þegar þeir sjá augun í þér þá verður þú flutt úr landi,“ sagði hann og gekk í burtu.“

Úr frétt frá Georgíu fylki:

„Kennari við Gwinnet County framhaldsskólann fann bréf sem hafði verið skilið eftir fyrir hana eftir tíma á föstudaginn þar sem henni var sagt að múslimskur höfuðklútur hennar „væri ekki leyfilegur lengur.“ Ennfremur stóð í bréfinu: „Afhverju bindur þú hann ekki utan um hálsinn á þér og hengir þig með honum...?“ Bréfið var undirritað „Ameríka!“

KKK styður Trump

Frægustu samtök kynþáttahatara í bandaríkjunum, Ku Klux Klan, eða KKK, studdu Donald Trump opinberlega í aðdraganda forsetakosninganna. Á forsíðu fréttaritsins „Krossfarinn“ [e. The Crusader] sem samtökin gefa út fjórum sinnum á ári var slagorði Trump, „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur,“ slegið upp í fyrirsögn og farið í ítarlegu máli ofan í það hvernig stefnumál Trumps og baráttumál KKK samræmdust, en á vefsíðu samtakanna segir að höfuðbaráttumál þeirra sé að stöðva útrýmingu hvíta kynstofnsins.

Í kjölfar kosninganna um veru Bretlands í Evrópusambandinu átti sér stað álíka þróun. Eftir þær varð mælanleg aukning í tíðni árása á minnihlutahópa, múslima og samkynhneigða. Þeir stjórnmálamenn sem börðust fyrir útgöngu breta voru ásakaðir um að ýta undir fordóma í baráttu sinni, og virðast þeir sem létu sannfærast af þeirra málstað líta svo á að með kosningunni hafi þeir fengið staðfestingu á skoðunum sínum.

„Hættið þessu.“

Svipuð þróun virðist vera að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Trump hefur sætt ámæli fyrir að ýta undir fordóma, meðal annars gagnvart Mexíkóum og múslimum. Hann lagði meðal annars til algjört bann við því að múslimar mættu koma til landsins og lagði til að settur yrði á fót gagnagrunnur þar sem öllum múslimum væri gert að skrá sig, svo hægt væri að fylgjast náið með þeim, auk þess sem hann hefur lofað því að byggja vegg við landamæri Mexíkó, til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komist til landsins.

Í nýlegu viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 Minutes fordæmdi Trump hinsvegar árásir á minnihlutahópa í kjölfar kosninganna og ákallaði hann stuðningsmenn sýna að láta af hegðuninni: „Ef það hjálpar til, þá skal ég segja þetta, og ég segi það beint í myndavélarnar: Hættið þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár