Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hagfræðistofnun telur að „höftin muni áfram um alllanga framtíð torvelda viðskipti með íslenskar krónur“

Frum­varp um los­un fjár­magns­hafta geng­ur of skammt að mati Hag­fræði­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands.

Hagfræðistofnun telur að „höftin muni áfram um alllanga framtíð torvelda viðskipti með íslenskar krónur“

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um losun fjármagnshafta gengur of skammt og útlit er fyrir að áfram verði til staðar höft um alllanga framtíð sem torveldi viðskipti með íslenskar krónur. Þetta er álit Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem sett er fram í umsögn um frumvarpið. 

Stofnunin bendir á að frumvarpið byggi á því að allar fjármagnshreyfingar séu óheimilar en síðan séu taldar upp undantekningar. „Sérreglur sem ráðast af tilefni gjaldeyrisviðskipta, þjóðerni þeirra sem eiga viðskiptin eða félagslegri stöðu eru þunglamalegar og hamla gegn skilvirkni í hagkerfinu. Ekki má gleyma því að óheft millilandaviðskipti eru miklu mikilvægari fyrir smáþjóðir en þær sem stærri eru. Ef ætlunin er að draga úr hættu á skyndilegum gengishreyfingum má gera það með reglum sem gilda fyrir alla - til dæmis tímabundnum útgönguskatti. Óvíst er þó að ástæða sé til þess að setja slíkar reglur núna,“ segir í umsögninni.

Þá er bent á að samkvæmt greinargerð frumvarpsins hafi verið afgreiddar ríflega eitt þúsund undanþágubeiðnir frá gjaldeyriseftirlitinu á liðnu ári. „Lágmarksafgreiðslutími er „almennt“ átta vikur. Gert er ráð fyrir að undanþágubeiðnum frá lögum um gjaldeyrismál fækki um 50-65% með frumvarpinu og að kostnaður við þennan þátt í rekstri bankans ,,get[i] farið lækkandi á næstu árum“. Ráða má af þessum orðum að höftin muni áfram um alllanga framtíð torvelda viðskipti með íslenskar krónur.“

Frumvarp Bjarna Benediktssonar um losun fjármagnshafta var lagt fram 16. ágúst síðastliðinn og kynnt á fréttamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sama dag. Um er að ræða eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og eina af ástæðum þess að forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að gengið yrði til þingkosninga fyrr en í haust þrátt fyrir þann óróa sem skapaðist í kjölfar Panama-hneykslisins síðasta vor.

Umsögn Hagfræðistofnunar í heild:

Umsögn Hagfræðistofnunar um frumvarpið hefur ekki birst á Alþingisvefnum en hana má lesa í heild hér að neðan:

Eftir fall bankanna haustið 2008 voru sett höft á streymi gjaldeyris úr landi. Höftin hafa nú varað í tæp 8 ár, miklu lengur en ráðgert var í upphafi og miklu lengur en í löndum sem hafa á nýliðnum árum sett höft á útstreymi gjaldeyris af sama tilefni og Íslendingar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi mikla áherslu á varfærni við losun hafta. Það kann að vera rétt, en lengst af hefur sjóðurinn talað fyrir frjálsum viðskiptum með gjaldeyri. Þannig sagði Poul Thomsen hagfræðingur, sem stýrði samskiptum sjóðsins við Ísland, á fundi með íslenskum háskólamönnum í Safnahúsinu 18. desember 2008, að hann gerði ekki ráð fyrir að höftin stæðu lengur en hálft ár. Ekki hefði þýðingu að draga þau meira á langinn, því að á þeim tíma mundu menn finna leiðir framhjá þeim. Einnig er rétt að vekja athygli á því, að stefnubreyting varð í framkvæmd haftanna haustið 2009, eftir að nýr seðlabankastjóri tók til starfa. Um það leyti voru höftin að miklu leyti óvirk. Þeir sem áhuga höfðu á að flytja gjaldeyri milli landa höfðu lært að sniðganga þau. Litlu munaði á opinberu gengi krónunnar og óopinberu gengi hennar. Allt stefndi í að örlög hafta yrðu svipuð hér á landi og annars staðar þar sem þau hafa verið sett af svipuðu tilefni á nýliðnum árum. Þau hefðu verið afnumin án þess að margir tækju eftir því - og án þess að þess sæjust veruleg merki á mörkuðum. Rök má líka leiða að því að höft á viðskipti með gjaldeyri hafi verið óþörf sumarið 2009. Þá ríkti ekki lengur örvænting á íslenskum markaði. Útlendingar gátu flutt fé sitt úr landi ef þeir kærðu sig um það, en fæstir gerðu það. Frá því að höftin voru hert, haustið 2009, hafa útlendingar sem eiga fé á Íslandi fengið mörg færi á að flytja fé sitt héðan í uppboðum, en þátttaka í þeim hefur iðulega verið minni en forráðamenn seðlabankans hafa vonast til. Nýlega reyndi seðlabankinn að fá erlenda eigendur innlendra verðbréfa til þess að selja krónueign sína á tilteknu gengi, en útlendingarnir höfðu minni áhuga á viðskiptunum en bankinn bjóst við. Þeir töldu gengi krónunnar í útboðinu of lágt. Með öðrum orðum höfðu útlendingarnir meiri trú á krónunni en bankinn. Erfitt er að sjá að krónueign þeirra skapi mikla hættu fyrir krónuna.

Höft á gjaldeyrisviðskipti geta valdið litlu landi stórtjóni. Lífeyrissjóðir þurfa til dæmis að eiga stóran hlut af eignum sínum erlendis ef vel á að vera. Það dregur úr áhættu sjóðfélaga og vænt ávöxtun að gefinni áhættu vex. Þvinguð eign í íslenskum verðbréfum skapar hættu á að bólur verði til á innlendum markaði. Þegar bankarnir hrundu, haustið 2008, dró erlend verðbréfaeign lífeyrissjóða úr tapi þeirra. Þegar eignaverð hrapar næst hér á landi, þegar bakslag verður í hagkerfinu, verður erlend verðbréfaeign ekki sami bakhjarl og 2008. Þá hafa höftin leitt til óþæginda í daglegu lífi fólks, sem ekki er ríkara en gengur og gerist. Þar sem nauðsynlegt hefur þótt að stoppa í allar glufur haftanna hefur ,,venjulegt fólk“ átt erfitt með að flytjast úr landi, dæmi er um að arfur hafi ekki fengist fluttur til Íslendinga í útlöndum, og útlendingar sem hér starfa um tíma hafa ekki getað greitt vexti og afborganir af fasteignalánum í heimalandi sínu. Á frjálsum markaði ræðst gengi gjaldmiðla ekki síst af almennri trú á hagstjórn landa sem gefa gjaldmiðlana út. Fjármagnshöft koma í veg fyrir að gengi krónunnar sé nýtilegur mælikvarði á gæði hagstjórnar hér á landi. Enn er ótalið að höftin og framganga yfirvalda gagnvart erlendum fjárfestum skaða orðspor Íslendinga í öðrum löndum.

Í upphafi frumvarpsins segir að allar fjármagnshreyfingar séu óheimilar - síðan eru taldar undantekningar. Sérreglur sem ráðast af tilefni gjaldeyrisviðskipta, þjóðerni þeirra sem eiga viðskiptin eða félagslegri stöðu eru þunglamalegar og hamla gegn skilvirkni í hagkerfinu. Ekki má gleyma því að óheft millilandaviðskipti eru miklu mikilvægari fyrir smáþjóðir en þær sem stærri eru. Ef ætlunin er að draga úr hættu á skyndilegum gengishreyfingum má gera það með reglum sem gilda fyrir alla - til dæmis tímabundnum útgönguskatti. Óvíst er þó að ástæða sé til þess að setja slíkar reglur núna.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ríflega eitt þúsund undanþágubeiðnir voru afgreiddar frá gjaldeyriseftirlitinu á liðnu ári, en ekki kemur fram hvaða afgreiðslu beiðnirnar hlutu. Lágmarksafgreiðslutími er ,,almennt“ átta vikur. Gert er ráð fyrir að undanþágubeiðnum frá lögum um gjaldeyrismál fækki um 50-65% með frumvarpinu og að kostnaður við þennan þátt í rekstri bankans ,,get[i] farið lækkandi á næstu árum“. Ráða má af þessum orðum að höftin muni áfram um alllanga framtíð torvelda viðskipti með íslenskar krónur.

Aðstæður eru alltaf að einhverju leyti sérstakar í hverju landi. Oft er til dæmis bent á að Ísland sé mjög lítið hagkerfi. En þótt Norðmenn og Svíar séu miklu fleiri en Íslendingar eru þetta allt örþjóðir í alþjóðlegu samhengi. Viðskipti með norskar og sænskar krónur eru frjáls. Erfitt er að sjá rök fyrir því að setja strangari reglur um viðskipti með íslenskar krónur en tíðkast um gjaldmiðla grannríkja.

Að dómi Hagfræðistofnunar er löngu tímabært að afnema höft á viðskipti með íslenskar krónur. Frumvarpið gengur ekki nógu langt í þá átt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár