Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hafði nýlega ráðið sig í vinnu sem þroskaþjálfi

Arn­ar Jóns­son Asp­ar var lærð­ur þroska­þjálfi og mik­ill hesta­mað­ur. Fjöl­skylda hans ef­ast um að til­efni árás­ar­inn­ar hafi ver­ið fíkni­efna­skuld enda hafi Arn­ar ver­ið edrú. „Hann var ofsa­lega barn­góð­ur og það átti vel við hann að vinna með fötl­uð­um,“ seg­ir að­stand­andi.

Hafði nýlega ráðið sig í vinnu sem þroskaþjálfi
Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir Arnar og Heiðdís trúlofuðu sig í vetur og eignuðust stúlku fyrir einungis tólf dögum. Mynd: Úr einkasafni/Birt með leyfi fjölskyldu

Arnar Jónsson Aspar, sem lést í kjölfar hrottalegrar líkamsárásar á miðvikudag, var lærður þroskaþjálfi og nýbúinn að ráða sig í vinnu sem slíkur. Hann átti að hefja störf 1. júlí næstkomandi. Þetta segir Klara Ólöf Sigurðardóttir, móður­syst­ir Heiðdís­ar Helgu Aðalsteinsdóttur, kærustu Arnars, í samtali við Stundina. „Hann var ofsalega barngóður og það átti vel við hann að vinna með fötluðum, en hann vann mikið við það hérna áður fyrr,“ segir hún.  

Síðastliðinn vetur hafi Arnar hins vegar meðal annars unnið við snjómokstur, en á Facebook-síðu hans segir einmitt að hann vinni við snjómokstur, söltun og söndum. Þá hafi hann verið á fullu í hestamennsku. „Hann var sjálfur með hesta í sveitinni og tók að sér að temja hesta fyrir aðra,“ segir Klara Ólöf. Arnar var meðal annars virkur meðlimur Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, var fulltrúi æskulýðsnefndar félagsins fyrir nokkrum árum og tók meðal annars við Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga árið 2011 fyrir hönd félagsins. 

„Það vantaði ekki hjálpsemina í þessum manni.“

„Þetta var ofsalega indæll maður,“ segir Klara Ólöf.  „Hann vildi allt fyrir alla gera. Yndislegur náungi og mikill dugnaðarforkur. Ef maður hringdi í hann og bað hann um að hjálpa sér, þá var hann kominn eftir fimm mínútur. Það vantaði ekki hjálpsemina í þessum manni.“

„Hann var óskaplega hlýr og góður maður og reyndist Heiðdísi vel. Þá var hann ofsalega góður við afa Heiðdísar en þeir voru miklir vinir. Hann var einfaldlega mjög kærleiksríkur,“ sagði góð vinkona hins látna og Heiðdísar í samtali við Stundina, en hún treysti sér ekki til að koma fram undir nafni. 

Fær áfallahjálp eftir helgi

Heiðdís Helga, unnusta Arnars, var á meðal þeirra sem urðu vitni að árásinni. Klara Ólöf segir Heiðdísi Helgu vera í miklu áfalli eftir að hafa horft upp á misþyrmingarnar. Það sé prestur hjá henni núna og að eftir helgi fái hún áfallahjálp. 

Heiðdís og Arnar eignuðust dóttur þann 27. maí síðastliðinn og var hún því einungis tíu daga gömul þegar faðir hennar lést. Dóttirin var sofandi á meðan árásin átti sér stað. Arnar átti eina dóttur úr fyrra sambandi, en hún er 15 ára gömul. Dóttirin unga var sofandi á meðan árásin átti sér stað en auk Heiðdísar urðu foreldrar Arnars og afi Heiðdísar vitni að árásinni. Eins og fram kom í frétt mbl.is í gær fékk afi í kjölfarið fyrir hjartað og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús, þar sem hann dvelur enn. 

Fjölskyldan þvertekur fyrir að um fíkniefnaskuld hafi verið að ræða

Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir aðild að mannsdrápi, fimm karlar og ein kona, en meðal þeirra eru Jón Trausti Lúthersson, Sveinn Gestur Tryggvason og bræðurnir Marcin og Rafat Nabakowski. Mennirnir fimm verða í gæsluvarðhaldi til 23. júní en konan til 16. júní, en lögregla fór fram á jafn langt gæsluvarðhald yfir þeim öllum. 

Sveinn Gestur Tryggvason
Sveinn Gestur Tryggvason

Atburðarás miðvikudagskvöldsins var ítarlega rakin í Fréttablaðinu í morgun. Fólkið hafi komið á tveimur bifreiðum að heimili Arnars að Æsustöðum í Mosfellsdal rétt eftir klukkan sex síðdegis, bankað upp á og ráðist á hann með barsmíðum og spörkum fyrir utan heimili hans. Einn hinna grunuðu, Sveinn Gestur, er meðal annars sagður hafa stokkið á bak Arnars og tekið hann hálstaki með vinstri hendi en barið Arnar í andlitið með hinni hendinni þar til hann missti meðvitund. Þess má geta að Sveinn Gestur og Arnar eru æskuvinir. 

Fréttablaðið greinir einnig frá því að Sveinn Gestur hafi sjálfur hringt á Neyðarlínuna og beðið um sjúkrabíl. Þá heyrist Sveinn hreyta ókvæðisorðum að hinum látna um meinta fíkniefnaskuld. 

Klara Ólöf stendur hins vegar við þau orð að ekki hafi verið um fíkniefnaskuld að ræða en að öðru leyti viti fjölskyldan ekki hvert tilefni árásarinnar hafi verið. Hún segir að Arnar hafi verið búinn að vera edrú í mörg ár.

Auglýsti líkamsrækt æskuvinar síns

Sveinn Gestur rekur meðal annars fyrirtækið Aðal Garðaþjónustuna, sem sér meðal annars um beðahreinsanir, snyrtingu og grisjun trjáþyrpinga, trjáfellingar, túnþökulögn, hekkklippingar, hellulögn, sólpallasmíði og allar aðrar lóða- og garðframkvæmdir. Samkvæmt heimildum Stundarinnar munu Jón Trausti, Marcin og Rafat allir hafa starfað fyrir garðaþjónustuna. 

Þá er Sveinn einnig einkaþjálfari og rekur líkamsræktina Steve’s gym í Kópavogi. Arnar, hinn látni, auglýsti líkamsræktina á Facebook-síðu sinni mars og sagði aðstöðuna hjá æskuvini sínum glæsilega. „Allt sem þarf á einum stað, ásamt frábærri aðstoð við æfingar auk vandaðri einkaþjálfun með góðri eftirfylgni. Ég mæli með þessum huggulega og frábæra stað þar sem árangur lætur sig ekki vanta,“ skrifaði Arnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Manndráp í Mosfellsdal

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu