Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þetta er fólkið sem ræður yfir auðlindinni

Einn ein­stak­ling­ur fær út­hlut­að 10 millj­arða króna virði af auð­lind Ís­lend­inga með mak­ríl­frum­varp­inu. Sá sem ræð­ur yf­ir stærst­um hluta kvót­ans fer með and­virði 35 millj­arða króna af hon­um. Við segj­um sög­ur þessa fólks, frá æv­areið­um Vest­firð­ing­um, auð­manni á hús­bíl og stór­veld­inu sem reis.

1Guðmundur Kristjánsson 35,46 milljarðar: 
Ósvífni útgerðarmaðurinn

Stærsti einstaki kvótaeigandi Íslands er Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim. Það skondna er að Guðmundur ætlaði sér ekki að stunda útgerð og hafði framtíðarplön um allt aðra hluti.

Örlög hans urðu þau að feta í fótspor föður síns með þeim breytingum þó að sonur þorpshöfðingjans byggði upp stórveldi á landsvísu. 

Hann hefur verið með fyrirferðarmeiri útgerðarmönnum landsins og jafnframt þeim umdeildari. Yfirtaka hans á Básafelli á Vestfjörðum árið 1999 markaði upphaf þess veldis sem hann stýrir nú en var jafnframt fordæmd af mörgum Vestfirðingum. 

Hlutaði niður óskabarn Vestfirðinga   

Guðmundur hefur starfað í sjávarútvegi alla ævi. Faðir hans, Kristján Guðmundsson, gerði út og rak fiskverkun frá Rifi á Snæfellsnesi þar sem Guðmundur er fæddur og uppalinn, enda segist hann sækja kjark sinn í Snæfellsjökul. Útgerðin frá Rifi, Tjaldur hf., gekk vel og þá sérstaklega eftir að útgerð línubáta með beitingarvél um borð hófst. Guðmundur og Hjálmar, bróðir hans, tóku við stjórn af föður sínum rétt fyrir aldarmót og leið ekki að löngu þar til áhrifa þeirra fór að gæta.

Guðmundur lagði undir sig útgerðarrisann Básafell á Vestfjörðum sem hann limaði í sundur. Mörg byggðafélög voru í sárum eftir þá aðgerð. Sú aðgerðir hans að taka Básafell í sundur voru með fádæmum óvinsælar enda var fyrirtækið óskabarn Vestfirðinga. Það var samsett úr nokkrum fjölda fyrirtækja og réði yfir gríðarlegum kvóta. Því var ætlað að verða þungamiðjan í atvinnulífi á norðanverðum Vestfjörðum. 

Vandinn var hins vegar sá að himinháar skuldir sliguðu fyrirtækið. Sjálfur segir hann þann tíma hafa verið sér mjög erfiðan. Ævareiðir Vestfirðingar gáfu honum viðurnefnið Guðmundur vinalausi og maðurinn með hnífinn. Sjálfur hefur Guðmundur sagt að sundurlimun Básafells hafi í raun verið björgunaraðgerð þar sem félagið hafi staðið á brauðfótum og ekki átt sér lífsvon. 

„Um tíma hugði ég á doktorsnám en ég hætti við það eftir Básafellstímann, hann var á við gott doktorsnám,“ sagði Guðmundur í viðtali við Fréttablaðið árið 2004. 

Frá Vestfjörðum til Akureyrar 

Árið 2004 dró næst til tíðinda hjá Guðmundi en þá keypti hann Útgerðarfélag Akureyrar. Kaupverðið var níu milljarðar króna. Það lýsir bæði kjarki og ósvífni að Guðmundur kemur til Akureyrar eftir að hafa hirt kvótann af Vestfirðingum. 

Stolt Akureyringa hafði lengi verið Útgerðarfélag Akureyringa. Stjórnendur þess þekktu þó ekki vitjunartíma sinn. Á sama tíma og Samherji blómstraði missti ÚA fótanna. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á Akureyri, fullyrti að Guðmundur myndi ganga á eigur félagsins. Í orðum bæjarstjórans lá að Guðmundur myndi fara sömu leið og með Básafell. Taka félagið í sundur og nýta skip og kvóta. 

Afstaða bæjarstjórans þótt skondin í því ljósi að sem bæjarstjóri á Ísafirði hafði hann á því velþóknun þegar Samherji hf. innbyrti flaggskip Vestfirðinga, togarann Guðbjörgu ÍS. Í viðtali við Fréttablaðið þetta sama ár tjáði Guðmundur sig um kaupin á Útgerðarfélagi Akureyrar. 

„Þetta er svo stór tala að maður pælir ekki í henni, þetta er náttúrulega ekki eitthvað sem ég þarf að borga á morgun og er þaðan af síður til á bankabók. Við erum ekki að eignast nein veraldleg gæði heldur erum að koma peningum í vinnu,“ sagði Guðmundur. 

ÚA rann síðan inn í Brim hf. og lauk þar með áratugalangri útgerðarsögu. 

Holskefla reiði frá heimamönnum 

Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar mættu seinna til Vestmannaeyja þar sem þeir eignuðust 40 prósenta hlut í Vinnslustöðinni í gegnum félag sitt, Stillu og KG fiskverkun. Líklegt er að þar hafi menn ætlað að taka rækilega til í rekstrinum og hugsanlega með svipuðum hætti og á Norðurlandi og Vestfjörðum. En heimamenn í Eyjum voru ekki á því að hleypa þeim bræðrum að kjötkötlunum. Allar götur síðan þeir eignuðust fyrirtækið hafa þeir verið læstir inni í minnihluta og áhrif þeirra á reksturinn engin. Af þessu hafa sprottið dómsmál en það hvorki gengur né rekur. En það er tekið sem dæmi um kjarki blandna ósvífni Guðmundar að hann kallar enn og aftur yfir sig holskeflu reiði og jafnvel haturs með því að mæta til Vestmannaeyja með niðurskurðarhnífinn. Þá situr hann í stjórn Vinnslustöðvarinnar og mætir þar höfuðfjendum sínum óhikað. 

Síðustu árin hefur Guðmundur verið að fóta sig í útgerð og fiskvinnslu á Grænlandi. Rétt eins og á Íslandi er hann með mikil umsvif þar á sjó og á landi. En rekstrarumhverfið er erfitt og víst að það mun reyna mjög á hann að ná þar varanlegri fótfestu. 

Mótmælti hækkun veiðigjalda 

Á tíma vinstristjórnarinnar var Guðmundur sérstaklega fyrirferðarmikil og gagnrýndi hann allt sem túlka mætti sem breytingu á núverandi kerfi. Hann stóð fyrir stórfundi með sjávarútvegsráðherra um það leyti sem útgerðarmenn mótmæltu sem ákafast fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum. Um tíma var hann talsmaður útgerðarmanna í landinu, án þess að vera til þess kosinn. 

Skoðanir Guðmundar hafa verið umdeildar á meðal útgerðarmanna. Hann hefur verið umdeildur í hópi þeirra eins og víðar. Afstaða hans til viðræðna um aðild að ESB hefur verið kollegum hans sérstakur þyrnir í augum. Líkt og áður fór hann sínar eigin leiðir og lýsti þeirri skoðun sinni að ljúka ætti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessi þvergirðingsháttur er einmitt einkenni á Guðmundi. 

Guðmundur er fráskilinn og berst lítið á í einkalífi. Þó brá svo við að hann dúkkaði upp sem aðalefni á forsíðu Séð og Heyrt í fyrrasumar. Fyrirsögnin var Listagyðja í net kvótakóngs. Þar sagði að stórútgerðarmaðurinn Guðmundur í Brim og Edduverðlaunahafinn Helga Stefáns væru aðalpersónur í ástarsögu ársins og hefðu farið saman í leikhús og eytt nokkrum góðum dögum á Landsmóti hestamanna. Ekki fer neinum frekari sögum af þessu sambandi og Guðmundur heldur sem fyrr einkalífinu fyrir sig. 

Samkvæmt kvótafrumvarpi sjávarútvegsráðherra er Guðmundur í þriðja sæti á lista þeirra sem fá úthlutuðum makríl­kvóta, eða 5,37% kvótans að verðmæti 5,05 milljarða.

 

2Kristján Vilhelmsson 30,34 milljarðar: 
Nægjusami Samherjinn

Kristján Vilhelmsson er stærsti einstaki eigandi Samherja. Hann var upphaflega vélstjóri á Akureyrinni en tók síðan við starfi útgerðarstjóra þegar fyrirtækið stækkaði og Þorsteinn Már Baldvinsson, frændi hans, varð forstjóri.

Kristjáni er gjarnan lýst sem hægláta Samherjanum. Hann var lengst af minnst áberandi þeirra þriggja. Þegar brestir komu í samstarfið vegna deilna Þorsteins Más og Þorsteins Vilhelmssonar, bróður Kristjáns, reyndi hann að bera klæði á vopnin og sætta frændurna. En það gekk ekki og Þorsteinn Vilhelmsson seldi sinn hlut. Kristján ákvað hins vegar að halda sig áfram innan Samherja þar sem hann er enn og sem stærsti einstaki eigandinn. 

Í nærmynd Indiíönu Hreinsdóttur blaðamanns í DV er því lýst að ósætti frændanna hafi rist djúp sár líf stórfjölskyldunnar og verið Kristjáni sársaukafullt. 

Kristján er þekktur fyrir að berast lítið á þótt hann hafi mikinn metnað til að ná langt. Þrátt fyrir að vera milljarðamæringur ók hann lengst af um á venjulegum bílum og kunni best við sig í sveitinni þar sem hann á sumarhús. Í nærmynd DV var haft eftir æskuvini hans að þegar Land­cruiser-jeppi hans var kominn í 200 þúsund kílómetra hafi Kristján látið sprauta hann upp á nýtt og haldið áfram að nota hann. Enginn var í vafa um að hann hefði getað keypt hvaða bíl sem var. 

Annar félagi Kristjáns lýsti því að hann væri gjarnan á þriggja stjörnu hótelum þegar hann ferðaðist. Ekki væri til í honum stórbokkaskapur og bruðl væri eitur í hans beinum.

„Margur hefði örugglega hlaupið meira út undan sér með allan þennan pening,“ sagði vinur hans í DV. 

Samkvæmt kvótafrumvarpi sjávarútvegsráðherra er Kristján næstefstur á lista þeirra sem fá úthlutuðum makrílkvóta, eða 6,02% kvótans að verðmæti 5,66 milljarða.

 

3Guðbjörg Matthíasdóttir 29,31 milljarður: 
Flaggar ekki auðæfum

Auður Guðbjargar Matt­híasdóttur á sínar rætur í stórveldi tengdaföður hennar, Einars ríka Sigurðssonar. Sigurður Einarsson, eiginmaður 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu