Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi“

Ást­ráð­ur Ey­steins­son, for­seti Hug­vís­inda­sviðs Há­skóla Ís­lands, seg­ir ómak­lega veg­ið að starfs­mönn­um há­skól­ans og ger­ir at­huga­semd við um­mæli Her­manns Stef­áns­son­ar og frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar.

„Ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi“

Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, telur mikilvægt að gæta þess að þeir sem tengdir eru umsækjendum um störf í háskólanum fjölskylduböndum komi hvergi nálægt meðferð starfsumsókna og ákvörðunum um ráðningar. 

Þetta kemur fram í pistli sem Ástráður sendi Stundinni í dag. Tilefnið er nýleg frétt þar sem kemur að þeir þrír aðilar sem ráðnir voru í stöðu aðjúnkts við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í fyrra tengist ýmist þáverandi deildarforseta, Guðna Elíssyni prófessor, eða núverandi forseta Hugvísindasviðs, Ástráði, fjölskylduböndum.

Í fréttinni var haft eftir Sveini Yngva Egilssyni, núverandi deildarforseta íslensku- og menningardeildar, að hvorki Guðni né Ástráður hefði átt aðkomu að ráðningunum. Hermann Stefánsson, rithöfundur sem sjálfur hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands undanfarin ár, lýsti nýverið íslensku- og menningardeild háskólans sem brandara. „Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi,“ skrifaði hann í grein sem birtist á Kjarnanum. Þá vakti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann, einnig máls á fjölskyldutengslunum.

Ástráður Eysteinsson gagnrýnir bæði skrif Hermanns Stefánssonar og fréttaflutning Stundarinnar. 

Ég hef heyrt vel meinandi fólk segja að það sé óheppilegt að á sama tíma hafi annars vegar verið ráðin til starfa við deildina hjón tengd sviðsforseta, og hins vegar eiginkona fyrrverandi deildarforseta,“ skrifar hann og bætir við: „Svo kann að vera, en það er ekki hlutverk háskólastjórnsýslunnar að koma í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar sæki um störf sem auglýst eru, né heldur að láta það bitna á þeim að þeir séu venslaðir starfsmönnum sem fyrir eru, hvort sem skyldmennin eru akademískir starfsmenn eða fólk í stjórnunarstörfum. Háskóli Íslands er mjög fjölmennur vinnustaður á íslenskan mælikvarða og hefði farið á mis við marga góða starfsmenn ef hjón mættu ekki vinna við stofnunina eða ekki mætti ráða til hennar fólk sem er venslað öðrum starfsmönnum.“

Ástráður tekur fram að Hermann Stefánsson er með BA-gráðu og meistarapróf í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og hefur sinnt stundakennslu í háskólanum. Þá gagnrýnir hann Stundina fyrir að vitna „án nokkurrar gagnrýninnar skoðunar, til stórkarlalega ávirðinga Hermanns Stefánssonar, eins og þær væru vitnisburður sem skipti máli“.

Loks bætir hann því við að ávirðingarnar hitti ekki aðeins sig og Guðna Elísson fyrir heldur einnig það fólk sem ráðið var til umræddra starfa og fagfólkið sem bar ábyrgð á stjórnsýslunni í ráðningamálunum. „Þess vegna er ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi,“ skrifar Ástráður að lokum. 

Hér að neðan má lesa pistil Ástráðs í heild: 

Stund Hermanns

Athugasemdir við grein og frétt


Þann 17. ágúst sl. birti Hjálmar Friðriksson blaðamaður frétt í Stundinni undir titlinum „Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjölskyldumeðlima“. Tilefnið er ráðningar kennara við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þessi frétt virðist hafa verið lesin af mörgum, vonandi af almennum áhuga á starfsemi Háskóla Íslands, en kannski hafa einhverjir talið sig finna lykt af spillingu – enn eina staðfestingu þess að margt sé rotið í samfélagi okkar, jafnvel í þeirri ríkisstofnun sem lengi hefur notið hvað mests trausts meðal almennings á Íslandi. 

Það verður seint sagt að málið hafi verið rækilega kannað af blaðamanninum. Hann ræðir að vísu við Svein Yngva Egilsson deildarforseta, sem greinir frá því að ráðning þriggja einstaklinga sem tengjast annars vegar undirrituðum, forseta Hugvísindasviðs, og hins vegar Guðna Elíssyni prófessor, fyrrverandi deildarforseta, hafi átt sér stað án minnstu aðkomu okkar tveggja að ráðningunum; við hefðum alfarið sagt okkur frá ferlinu. Blaðamaðurinn bætir við: „Athygli vekur að báðir gerðu það strax við gerð auglýsingar á stöðunum.“ Á móti orðum Sveins Yngva teflir blaðamaður tilvitnunum úr grein sem Hermann Stefánsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, birti í vefblaðinu Kjarnanum þann 13. maí sl. Sú grein er í reynd önnur helsta „heimild“ blaðamannsins og órökstuddar fullyrðingar Hermanns, sem ekki eru meðhöndlaðar af minnstu gagnrýni í fréttinni, ganga þvert á ummæli Sveins Yngva. Svo eiga lesendur líklega að ímynda sér hvað þarna hafi raunverulega gerst – hlýtur ekki að vera einhver maðkur í mysu Háskólans?

Fagmennska og fjóshaugur

Ég hef heyrt vel meinandi fólk segja að það sé óheppilegt að á sama tíma hafi annars vegar verið ráðin til starfa við deildina hjón tengd sviðsforseta, og hins vegar eiginkona fyrrverandi deildarforseta. Svo kann að vera, en það er ekki hlutverk háskólastjórnsýslunnar að koma í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar sæki um störf sem auglýst eru, né heldur að láta það bitna á þeim að þeir séu venslaðir starfsmönnum sem fyrir eru, hvort sem skyldmennin eru akademískir starfsmenn eða fólk í stjórnunarstörfum. Háskóli Íslands er mjög fjölmennur vinnustaður á íslenskan mælikvarða og hefði farið á mis við marga góða starfsmenn ef hjón mættu ekki vinna við stofnunina eða ekki mætti ráða til hennar fólk sem er venslað öðrum starfsmönnum. Hins vegar þarf vitaskuld að gæta þess vel að þeir sem tengdir eru umsækjendum fjölskylduböndum komi hvergi nálægt meðferð starfsumsókna og ákvörðun um ráðningu.   

Grein Hermanns Stefánssonar hefst sem brúnaþungt svar við grein sem Hjalti Snær Ægisson, doktorsnemi og stundakennari við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði HÍ, birti í Kjarnanum, þar sem hann deilir á Braga Ólafsson rithöfund fyrir að selja fyrirtæki bókarverk sem fór ekki á almennan markað. En reiði Hermanns beinist síðan að háskóladeild Hjalta, deild sem Hermann kallar „forað“, og blaðamaður Stundarinnar vitnar til þessa ummæla Hermanns: „Háskóladeildin sem Hjalti Snær starfar við er til dæmis ekki beinlínis neitt kirkjuskrúðhús og nær að ætla að hún sé slétt sagt spillt því hún er rekin eins og fjölskyldufyrirtæki. Ástráður Eysteinsson prófessor hefur ráðið þar mágkonu sína til starfa, Heiðu Jóhannsdóttur, sem og svila, Björn Þór Vilhjálmsson. Við deildina starfar Guðni Elísson og einnig kona hans, Alda Björk Valdimarsdóttir. Nýverið voru tvær stöður auglýstar, mér er ókunnugt um hvort ættartré þurfi að fylgja umsóknum en löngu ljóst að deildin getur ráðið hvern sem henni sýnist og skutlað allri fagmennsku á fjóshauginn ef henni býður svo við að horfa“.

Eymdarstuna og kindabyssa

Ég gæti litið á ummæli Hermanns sem ærumeiðingar og atvinnuróg, því að vitaskuld kom ég hvergi að þessum ráðningum, ekki frekar en Guðni; það gerði annað fólk sem er ótengt umsækjendum um störfin. En hvernig á að bregðast við svona gusugangi? Í grein sinni bætir Hermann við: „Talaði einhver um meðvirkni kunningjasamfélagsins? Þetta er hreinn brandari. Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi.“ Nú er þess að geta að við Íslensku- og menningardeild starfa á fimmta tug fastra kennara í mörgum greinum, auk nokkurs fjölda stundakennara, og einn þeirra síðarnefndu hefur á liðnum árum einmitt verið Hermann Stefánsson. Ég veit ekki til að honum hafi verið tekið illa er hann sneri aftur á fornar slóðir, þar sem hann lauk áður BA-prófi og síðar meistaraprófi í bókmenntafræði. En nú sér hann svart þegar talið berst að þessari deild og sérstaklega bókmenntafræðinni: „Ekki hef ég ýkja margt heyrt úr ranni bókmenntafræðinnar undanfarin tíu ár nema ámóta dapurlega beyglaða sýn og birtist í grein Hjalta Snæs, þessa eymdarstunu úr ættarmóti, þetta niðurkoðnaða vandlætingartaut sem markast af átakanlegum skorti á reynslu af öllu lífi og öllum veruleika og áhugaleysi á bókmenntum, metnaðarleysi, hugleysi, aumingjaskap.“

Ansi hefur farið illa fyrir okkur, ég verð að segja það. „Bókmenntafræði er dauð“, segir Hermann. „Bókmenntafræði er blaður“. Og lokaorð hans eru: „Þetta er búið. Ekkert eftir nema að grípa kindabyssu og skjóta þetta“ (þessara ummæla er ekki getið í Stundinni). Ef Hermann á við kindabyssu eins og þá sem notuð var í kaupfélaginu í heimaþorpi mínu hér áður fyrr, þegar ég vann þar á sláturtíð og heyrði lömbin þagna álengdar, þá vill hann að minnsta kosti ekki vera sá heigull að skjóta úr launsátri, heldur í miklu návígi og jafnvel horfast í augu við skotmörkin um leið og hann tekur í gikkinn. Það er þakkarvert.

Ávirðingar

Ég sá enga ástæðu til að taka offors og stórmæli Hermanns alvarlega. Þau geta ekki talist til málefnalegrar gagnrýni sem háskólafólk á í senn að ástunda og bregðast við. Nú er þessi pistill hans hinsvegar orðin heimild hjá blaðamanni, að ætla mætti marktæk heimild í frétt hjá miðli sem vill stunda samfélagsgagnrýni. Því skal ítrekað að hvorki ég né Guðni Elísson tókum nokkurn þátt í umræddum ráðningum í Háskóla Íslands. Þetta væri hægt að fá staðfest með ýmsum vitnisburði í skólanum og er hægt að kalla eftir honum sé áhugi fyrir slíku. Þegar fyrir lá, eftir að tveir fastakennarar deildarinnar höfðu látið af störfum, að auglýst yrðu fjögur 50% aðjunktsstörf, þ.e. í bókmenntafræði, kvikmyndafræði og menningarfræði – og svo rúmu ári síðar tvö lektorsstörf í bókmenntafræði og kvikmyndafræði – vissum við Guðni í bæði skiptin að einstaklingar tengdir okkur hefðu hug á að sækja um þessi störf. Þess vegna  komum við ekki nálægt gerð auglýsinganna, hvað þá mati á umsóknum, viðtölum við umsækjendur, eða ákvörðun um hverjir væru hæfastir til þessara starfa. Ráðningar við skólann eru ekki mótaðar af geðþótta. Dómnefndir og valnefndir starfa eftir skýrt mörkuðum hæfniviðmiðum. Sviðsforseti hefur svo það hlutverk að fara yfir niðurstöður, kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að málum og staðfesta niðurstöðuna ef allt reynist með felldu. Þessu verki sinntu staðgenglar í umræddum tilvikum, fólk í ábyrgðarstöðum utan deildarinnar.

Allt var því gert til að tryggja vönduð og óhlutdræg vinnubrögð. Ef blaðamaður treysti ekki orðum Sveins Yngva Egilssonar um það, hefði kannski átt að kanna málið betur í skólanum, í stað þess að leita, án nokkurrar gagnrýninnar skoðunar, til stórkarlalega ávirðinga Hermanns Stefánssonar, eins og þær væru vitnisburður sem skipti máli. Og þær ávirðingar hitta ekki eingöngu okkur Guðna Elísson fyrir, heldur líka það fólk sem ráðið var til umræddra starfa, og síðast en ekki síst þá hópa fagfólks sem bar ábyrgð á allri stjórnsýslunni í þessum ráðningamálum. Þess vegna er ekki hægt að taka þessari „umræðu“ þegjandi.

Höfundur er forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu