Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkavæðing innan heilsugæslunnar: Einungis þrír læknahópar sóttu um þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar

Teit­ur Guð­munds­son heim­il­is­lækn­ir er í fyr­ir­svari fyr­ir tvo af þrem­ur lækna­hóp­um sem sóttu um rekst­ur nýrra þriggja heilsu­gæslu­stöðva. Þór­ar­inn Ing­ólfs­son fer fyr­ir hinum hópn­um en stöðv­arn­ar eiga að vera í Álf­heim­um, Bílds­höfða og Urriða­hvarfi sam­kvæmt til­lög­un­um. Guð­mund­ur Karl Snæ­björns­son heim­il­is­lækn­ir hætti við að sækja um og var­ar við að ör­yggi sjúk­linga sé stefnt í hættu.

Einkavæðing innan heilsugæslunnar: Einungis þrír læknahópar sóttu um þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar
Sækir um tvær stöðvar Allir þrír heimilislæknarnir sem Stundin ræðir við segja að fjármagnið sem er eyrnamerkt hverjum sjúkratryggðum einstaklingi sé of lítið. Teitur Guðmundsson sækir um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva þrátt fyrir að telji framlag Sjúkratrygginga Íslands vera of lágt.

Teitur Guðmundsson læknir, og fyrirtæki á hans vegum, eiga tvö tilboð af þremur í einkareknu heilsugæslustöðvarnar sem til stendur að opna á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslustöðvarnar verða fjármagnaðar af Sjúkratryggingum Íslands en tilboðsferlið á rekstrinum stendur nú yfir í gegnum Ríkiskaup. Þetta kemur fram í lýsingu á vefsíðu Ríkiskaupa á fundi sem haldinn var þann 7. júní síðastliðinn þar sem gert var grein fyrir tilboðunum sem bárust í reksturinn. Teitur er nafngreindur sem tilboðsgjafi í einu tilfelli en í hinum tilboðunum eru fyrirtæki nefnd, AB 529 ehf. (Heilsugæsla Reykjavíkur) og Heilsugæsla Reykjavíkur ehf. Teitur er stjórnarformaður fyrirtækisins AB529 ehf. sem nú heitir Heilsugæsla Reykjavíkur ehf.

Á bak við þriðja tilboðið eru Þórarinn Ingólfsson, heimilislæknir í Heilgusæslustöðinni í Efra-Breiðholti, auk annarra lækna. Þeir Teitur og Þórarinn völdu því upphaflega sama nafn á heilsugæslustöðvarnar sem þeir ætla að reyna að opna. „Það kom okkur svolítið á óvart á tilboðsfundinum þegar sama nafnið kom upp tvisvar. Menn eru bara bara að bítast um þetta vörumerki,“ segir Þórarinn í léttum dúr. „Það er til fullt af öðrum góðum nöfnum. Við munum finna eitthvað annað fallegt nafn ef þetta gengur upp.“

Breytingar sem fela í sér aukinn einkarekstur

Opnun heilsugæslustöðvanna þriggja hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi. Nýju einkareknu heilsgæslustöðvarnar munu opna samhliða því sem tekið verður upp nýtt fjármögnunarkerfi innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem byggir á sænskri fyrirmynd. Þetta er svokallað heilsugæsluval eða vårdval eins og það kallast á sænsku en meginhugmynd þess er sú að sjúkratryggðir viðskiptavinir ráða hvaða heilsugæslustöð þeir fá þjónustu hjá og fylgir fjármagn frá Sjúktryggingum Íslands einstaklingunum á milli stöðva. Þannig eykst samkeppni um sjúkratryggða viðskiptavini, og þar með fjármagn, innan heilsugæslukerfisins. Heilsugæslustöðvarnar nýju munu þurfa að byrja á því að tryggja sér kúnnahóp til að fá tryggðar tekjur og eina leið þeirra til þess  er að fá sjúkratryggða einstaklinga til að koma til sín. Heilsugæsluvalið felur því í sér vissa markaðsvæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Breytingarnar eru liður aukinni einkarekstrarvæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær vakið talsverð viðbörgð í íslensku samfélagi, meðal annars hjá Ögmundi Jónassyni þingmanni VG. Tekið skal fram að í Svíþjóð hefur verið talsverð flokkspólitísk samstaða um heilsugæsluvalið og hefur ekki staðið til að breyta kerfinu þar í landi. 

Ríkiskaup taka afstöðu
Ríkiskaup taka afstöðu Ríkiskaup vinna nú að því að taka afstöðu til tilboðanna þriggja í rekstur einkareknu heilsugæslustöðvanna sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að koma á laggirnar.

Unnið að því að fara yfir tilboðin

Heilsugæslustöðvarnar þrjár eiga að opna á tímabilinu frá 1. desember árið 2016 til 1. febrúar árið 2017 og munu þær bætast við þær 17 stöðvar sem eru starfandi nú þegar - af þessum 17 eru tvær einkareknar, Lágmúla- og Salastöðin. Í lýsingu á fundinum á vef Ríkiskaupa segir: „Fleiri tilboð bárust ekki. Engar athugasemdir við framkvæmd fundarins.“  

Staðsetning stöðvanna þriggja í tilboðunum þremur er í Glæsibæ á Langholtshverfinu í Reykjavík, Urriðahvarfi í Kópavogi og svo á Bíldshöfða í Reykjavík - Þórarinn og samstarfsmenn hans eru á bak við Bíldshöfðatilboðið. 

Birna G. Magnadóttir, teymisstjóri Samskiptateymis hjá Ríkiskaupum, segir að unnið sé að því að fara yfir tilboðin sem bárust í reksturinn. „Það er bara verið að meta tilboðin.“ Hún segir að gengið verði til samninga við þá tilboðsgjafa sem sendu inn til tilboð að því gefnu að tilboðin standist þær kröfur sem gerðar eru í útboðslýsingu Ríkiskaupa og séu að öðru leyti ásættanleg. „Þá yrði gengið til samninga við þessa aðila.“ 

Áhuginn á rekstri heilsugæslustöðvanna þriggja meðal heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu virðist því ekki vera meiri en svo að það var bara einn aðili sem bauð í rekstur hverrar heilsugæslustöðvar á hverju svæði.

Sendu inn tvö tilboð til öryggis

Teitur er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heilsuverndar sem býður upp á þjónustu á sviði heilsuverndar og -ráðgjafar. Hann hefur meðal annars skrifað greinar í Fréttablaðið um árabil þar sem hann fjallar um heilbrigðismál og fjölmiðlar greindu frá því fyrir skömmu að Teitur væri áhugasamur um að kaupa húsnæði Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. Eigandi Heilsuverndar er Guðmundur Pétursson læknir, faðir Teits. Tilboðin í þjónustu heilsugæslustöðvanna tengjast Heilsuvernd þar sem hinir tveir stjórnarmenn Heilsugæslugæslu Reykjavíkur ehf. eru heimilislæknarnir, Sturla Björn Johnsen og Torbjörn Andersen, sem eru starfsmenn Heilsuverndar.  

Teitur segir að hann samstarfsmenn hans hafi mestan áhuga á að opna heilsugæslustöð í húsnæði Heilsuverndar í Glæsibæ. Hann segir að þeir hafi hins vegar líka sent inn tilboð í opnun heilsugæslustöðvar í Urriðahvarfi þar sem þeir hafi ekki vitað hversu margir myndu sækja um að opna stöð á sama svæði. Þeir hafi því sent inn annað tilboð til öryggis. „Þetta var gert svo við værum vissir um að eiga möguleika ef við skyldum verða undir í því útboði á því svæði sem við höfðum mestan áhuga á. Við vissum ekki hversu margir myndu sækja en svo reyndist áhuginn bara vera minni en við héldum,“ segir Teitur. „Það er hins vegar ekki búið að ákveða neitt ennþá; við erum ekki búnir að fá svör frá Ríkiskaupum […] Ríkiskaup og Sjúkratryggingar Íslands áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðunum.“

„Þannig að það gefur augaleið að það er ekki mjög góður díll“

Rúmlega 30 þúsund króna greiðsla á ári

Teitur segir að um verði að ræða heilsugæslustöð þar sem sjö læknar muni starfa. Hann segir að allir læknarnir starfi annað hvort utan heilsugæslukerfisins eða séu starfandi erlendis. Heimilslæknarnir muni því flytja heim til Íslands erlendis frá og vinna á stöðinni. Þar af leiðandi mun heilsugæslustöðin ekki taka heimilislækna frá ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu.

Teitur segir að ástæðan fyrir því að svo fáir buðu í heilsugæslustöðvarnar sé sú að forsendurnar í útboðinu hafi bara verið þannig að rekstrargrundvöllurinn sé ekki beysinn. „Menn héldu að það yrði rosalega mikill áhugi og að það yrði mikil samkeppni um þetta. Ástæðan fyrir því er sú að þetta er ekki sérstaklega vænlegt nema ef að menn gera þetta á ákveðnum forsendum. Krónutölurnar liggja fyrir í þessu. Þetta er einhver 30 þúsund króna meðalgreiðsla fyrir hvern sjúkling á mánuði. Þetta þýðir þá um 2.700 krónur á haus á mánuði og það er öll  þjónusta innifalin í því. Þannig að það gefur augaleið að það er ekki mjög góður díll.  Það eru möguleikar á því að bakka út úr samningnum ef þetta verður alveg vonlaust,“ segir Teitur.  „Við vonum að við fáum að minnsta kosti Álfheimana; hitt var sent inn meira til vara.“

„Vegna sparnaðarkrafna ráðuneytisins þá er öryggi sjúklinga stefnt í hættu“

Hætti við að bjóða út af forsendum útboðsins

Teitur er ekki eini læknirinn sem hefur fett fingur út í að ætlaðar greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hvern sjúkling. Heimilislæknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson ætlaði sér upphaflega að leggja fram tilboð í rekstur heilsugæslustöðvanna en hann hætti við. Guðmundur Karl segir í samtali við Stundina að það fjármagn sem ætlað er fyrir hvern sjúkling sé svona 50 til 60 prósent of lágt. Hann segir því að greiðsla fyrir hvern sjúkling ætti að vera nær 45 til 50 þúsund krónur á ári en rúmlega 30 þúsund.

„Bara á einni blóðprufu þá getur fjárveitingin fyrir einn sjúkling verið étin upp.“

Hann segir að vegna þessa verði öryggi sjúklinga heilsugæslustöðvanna minna. „Vegna sparnaðarkrafna ráðuneytisins þá er öryggi sjúklinga stefnt í hættu því próf og rannsóknir sem sjúklingar þurfa að gangast undir geta verið miklu dýrari en 25 þúsund krónur. Bara á einni blóðprufu þá getur fjárveitingin fyrir einn sjúkling verið étin upp. Og hvað þá þegar fleiri próf og rannsóknir bætast við. Sparnarkröfurnar frá ráðuneytinu eru það miklar að það má eiginlega ekki við því að sjúklingar verði veikir. Þetta gengur í heimi þar sem enginn er veikur en þetta gengur ekki þegar fólk er veikt. Ein blóðrannsókn hjá barni sem kemur í rannsókn vegna ofnæmisvandamáls getur kostað 30 þúsund. Þá er allt fjármagn uppétið fyrir þetta barn.“ 

Í skrifuðum texta sem hann sendi Stundinni, texta sem hann skrifaði á lokaðri Facebook-síðu lækna fyrr í mánuðinum, sagði Guðmundur Karl meðal annars: „Eins og mér finnst svosum prinsippið gott með það að fjármagnið fylgi sjúklingnum, sem hvati í sparnaði fyrir stjórnvöld og þannig þjóðfélagið í heild, þá finnst mér það prinsipp falla um sjálft sig þegar framlag ríkisins er svo lágt að læknar þurfa að taka of mikið tillit til sparnaðar og þess að komast einfaldlega af.“

Guðmundur Karl segist hafa leitað ráða hjá hagfræðingi, viðskiptafræðingi og lögfræðingi þegar hann skoðaði rekstrarforsendurnar út frá upplýsingunum í útboðinu. „Þeir bara hristu hausinn. Með þeim ráðgjöfum sem ég skoðaði þetta með þá eru engar forsendur fyrir þessu. Þetta er bara of lágt en ég var virkilega að reyna að sjá einhvern jákvæðan flöt á þessu.“

Guðmundur Karl segir meðal annars að nýju heilsugæslustöðvarnar munu þurfa að byggja upp sjúklingahóp til að hafa tekjur þar sem fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja hverjum sjúkratryggðum einstaklingi á milli stöðva. Stöðvarnar munu því ekki vita fyrirfram hversu miklar tekjur þær munu hafa áður en þær taka til starfa. „Þetta er í raun misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart þessum nýju stöðvum. Nýja stöðin verður með 0 sjúklinga skráða en gamla heilsugæslustöðin er með fulla skráningu, kannski tíu eða fimmtán þúsund sjúklinga, og þessi stöð fær frá fyrsta degi greitt samkvæmt þessu. Það eru engir fjármunir lagðir fram í startkostnað fyrir þessar nýju stöðvar og stöðin mun kannski vera rekin með bullandi tapi í tvö ár til að standa undir startkostnaðinum. Það stendur því allt upp á þessa nýju rekstraaðila að standa sig gagnvart gömlu heilsugæslustöðvunum.“

Þá munu tekjurnar sem fylgja hverjum sjúkratryggðum einstaklingi geta lækkað ef einstaklingurinn sem skráður er á viðkomandi heilsugæslustöð leitar á aðra heilsugæslustöð eða nýtir sér heilbrigðisþjónustu með öðrum hætti sem Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hann. Greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands til nýju stöðvanna geta því rýrnað. Þá segir hann að ef kostnaðurinn vegna hvers sjúkratryggðs einstaklings fari yfir 25000 þúsund krónur þá sé ekki ljóst hver eigi að greiða þann kostnað þar sem Sjúkratryggingar greiði aðeins 25000 þúsund fyrir hvern sjúkling. „Ef þú ert með gigtarsjúkling til dæmis þá geta próf sem hann þarf að gangast undir léttilega farið upp í 30 til 60 þúsund krónur. Eigum við þá að borga með viðkomandi sjúklingi? Það fengust engin svör við þessu: Hver eigi að borga. Svo voru mörg fleiri atriði sem hvorki Sjúkratryggingar Íslands né ráðuneytið gátu svarað. Það var svo mikið af ósvöruðum spurningum.“ Guðmundur Karl segir að hann hafi því hætt við að leggja fram tilboð í eina af heilsugæslustöðvunum.

Guðmundur Karl er stofnandi fyrirtækisins Hvítra sloppa sem sérhæfir sig í því að útvega íslenskum læknum atvinnu í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndunum. Talsverður læknaskortur hefur verið í Svíþjóð og eru margir erlendir læknar starfandi þar. Guðmundur Karl þekkir því ágætlega til heilbrigðiskerfisins í Svíþjóð og heilsugæsluvalsins þar í landi. Hann segist hins vegar hafa áhyggjur af því að breytingarnar á heilsugæslunni í þessa átt á Íslandi séu aðeins „skuggamynd“ kerfisins í Svíþjóð þar sem ekki hafi verið vandað nóg til verka við breytingarnar á heilsugæslukerfinu á höfuðborgarsvæðinu.

Segir alla þurfa að vera með skráðan heimilislækni
Segir alla þurfa að vera með skráðan heimilislækni Þórarinn Ingólfsson, heimilislæknir í Efra-Breiðholti, er meðal þeirra sem eru á bak við þriðja tilboðið í rekstur einkareknu heilsugæslustöðvanna í gegnum Ríkiskaup. Hann segist vona að breytingarnar á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu leiði meðal annars til þess að allir sjúkratryggðir einstaklingar verði í framtíðinni með skráðan heimilislækni.

 „Takmarkið er að allir íbúar landsins hafi skráðan heimilislækni.“

Ætla að einbeita sér að lífsstílssjúkdómum

Þórarinn Ingólfsson, sem jafnframt er Formaður félags heimilislækna, segir að hann og samstarfsmenn hans ætli að einbeita sér að lífsstílssjúkdómum ef Ríkiskaup ganga að tilboði þeirra. Hann segir að heilsugæslustöðin verði með tíu lækna starfandi hjá sér og verði staðsett á Bíldshöfða í Reykjavík. Hann segir að einhverjir af læknunum muni koma erlendis frá en að einhverjir læknar séu þegar starfandi innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þórarinn var einnig gagnrýninn á fjármögnunun heilsugæslustöðvanna en segir að þeir hafi samt ákveðið að sækja um einkareksturinn. „Það er ekkert leyndarmál að við munum leggja mikla áherslu á lífsstílssjúkdóma. Það er þyngdin á fólki, sykursjúki, kvíði, andlegir sjúkdómar og svo framvegis. Það eru þessi vandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag. Við ætlum að fara nýjar leiðir. Við vorum vakin og sofin yfir þessari umsókn í fleiri vikur. Þetta er kannski meðal annars ástæðan fyrir að það voru ekki fleiri sem sóttu um þetta.“

Aðspurður hvort Þórarinn sé ekki smeykur við að þurfa að byggja upp kúnnahóp frá grunni segir hann svo vera. „Jú, það er nú það sem við stöndum frammi fyrir. Ef fólki líkar ekki við það sem við höfum upp á að bjóða þá verður þetta ekki gaman. Heilsugæslan hefur ekki gott orð á sér; það vita það allir sem hafa farið í fermingarveislu. Maður spyr fólk sem segir manni að það hafi leitað beint til sérfræðilæknis: Af hverju fórstu ekki til heimilislæknis. Heimilislæknis? segir það. Ég er ekki með neinn heimilislækni. […] Það sem fólk vill í dag og við munum reyna að gera: Fólk vill hafa aðgang að færni í meðferð sjúkdóma og að það sé samfella í þjónustunni, að það séu sömu þjónustuveitendurnir sem hitta þig. Við teljum að þarna getum við virkilega bætt okkur. Það eiga allir að vera með fastan heimilislækni, ekki bara vera skráðir á heilsugæslustöð. Takmarkið er að allir íbúar landsins hafi skráðan heimilislækni. Það besta sem getur komið út úr þessu að sem flestir fái fastan heimilislækni.“

Næsta skref í útboðsferlinu er að Ríkiskaup munu taka afstöðu til að tilboðanna þriggja sem bárust í reksturinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu